Enski boltinn

Sjáðu stjörnuframmistöðu Jóhanns í dramatískum sigri Burnley | Myndbönd

Jóhann fagnar marki sínu í gær.
Jóhann fagnar marki sínu í gær. Vísir/getty
Burnley lyfti sér upp í efri hluta töflunnar með dramatískum 3-2 sigri á Crystal Palace í gær en Jóhann Berg Guðmundsson átti stóran hlut í sigrinum með eitt mark ásamt því að leggja upp sigurmarkið.

Jóhann kom Burnley 2-0 yfir með fyrsta marki sínu í ensku úrvalsdeildinni en eftir jöfnunarmark Christian Benteke var spennan gríðarleg á lokamínútunum.

Ashley Barnes reyndist hetja Burnley á 94. mínútu þegar hann skoraði sigurmarkið en Jóhann átti þá frábæra sendingu inn á Barnes sem kláraði færið vel.

Í lokaleik dagsins flengdu lærisveinar Antonio Conte í Chelsea andstæðinga sína í Everton 5-0 á heimavelli en sigurinn var síst of stór.

Var þetta fimmti sigur Chelsea í röð í ensku úrvalsdeildinni en liðið er með markatöluna 16-0 í þessum fimm leikjum og er liðið komið á toppinn fyrir leiki dagsins.

Sunderland vann sinn fyrsta leik í vetur á útivelli gegn Bournemouth þrátt fyrir að missa mann af velli þegar hálftími var til leiksloka. Sunderland er þó áfram í neðsta sæti deildarinnar.

Þá missti Manchester City tvö stig á lokamínútunum í 1-1 jafntefli gegn Middlesbrough en sömu úrslit litu dagsins ljós í jafntefli West Ham og Stoke.

Hér að neðan má sjá mörkin og helstu atvik úr leikjunum fimm sem fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Burnley 3-2 Crystal Palace Chelsea 5-0 Everton Manchester City 1-1 Middlesbrough West Ham 1-1 Stoke Bournemouth 1-2 Sunderland Laugardagsuppgjör

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×