Enski boltinn

Jón Daði fær nýjan þjálfara

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Lambert er hann var stjóri Blackburn í fyrra.
Lambert er hann var stjóri Blackburn í fyrra. Vísir/Getty
Paul Lambert var í dag staðfestur sem nýr knattspyrnustjóri Wolves í ensku Championship-deildinni en hann tekur við starfinu af Walter Zenga sem var sagt upp störfum á dögunum eftir aðeins fjórtán leiki í starfi.

Hinn 47 árs gamli Lambert hefur stýrt liðum á borð við Aston Villa, Blackburn og Norwich en undir hans stjórn komst Norwich upp úr ensku 1. deildinni í úrvalsdeildina á tveimur árum.

Hjá Wolves mun hann stýra Jóni Daða Böðvarssyni sem fenginn var til liðsins af Zenga í sumar en Jón Daði sem lagði upp jöfnunarmark Wolves í 2-3 tapi gegn Derby í gær hefur ekki verið á skotskónum undanfarnar vikur.

Eftir að hafa skorað tvisvar í fyrstu fjórum leikjum sínum fyrir félagið hefur Jón ekki skorað í tæpa tvo mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×