Innlent

Bæjarstjórinn í Garðabæ fær afsökunarbeiðni frá Rauða Krossinum

Anton Egilsson skrifar
Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar krafði Rauða krossinn um afsökunarbeiðni.
Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar krafði Rauða krossinn um afsökunarbeiðni. Vísir
Rauði krossinn í Reykjavík hefur beðið Gunnar Einarsson, bæjarstjóra í Garðabæ, afsökunar á staðhæfingu sem kom fram í skýrslu þeirra um athugun á högum lakast settu borgarbúanna. Þar er haft eftir ónafngreindum viðmælanda að Garðabær eigi íbúðir í Reykjavík sem séu lánaðar fólki svo það fái heimilisfesti í Reykjavík fremur en í Garðabæ.

Gunnar vísaði þessum fullyrðingum sem fram komu í skýrslunni á bug. Sagði hann Garðabæ ekki vera eiganda neinna íbúða í Reykjavík sem notaðar væru í slíkum tilgangi. Krafði hann Rauða krossinn í kjölfarið um afsökunarbeiðni vegna þessa en Rauði krossinn hefur nú stígið fram og sagt að þessar upplýsingar hafi verið rangar og að þær verði leiðréttar.

Skýrsla Rauða Krossins ber yfirskriftina „Fólkið í skugganum“ en hún var gerð til að kortleggja aðstæður fátæks fólks í Reykjavík í þeim tilgangi að geta betur brugðist við vanda þeirra.


Tengdar fréttir

„Þetta eru vandamál sem enginn hefur þorað að tala um“

"Þetta eru vandamál sem eru búin að vera til staðar en enginn hefur þorað að tala um,“ segir formaður ungmennaráðs Breiðholts um skýrslu Rauða Krossins um slæma stöðu fátækra barna í hverfinu. Formaður íbúasamtakanna Betra Breiðholt segir niðurstöðurnar sláandi, en að þær komi þó ekki á óvart.

Lögregla sögð hunsa Fellahverfi

Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×