Innlent

Tóku boði í Fell við Jökulsárlón

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
VIð Jökulsárlón.
VIð Jökulsárlón. vísir/valli
Sýslumaðurinn á Suðurlandi hefur tekið 1.520 milljóna króna tilboði Fögrusala ehf. í jörðina Fell við Jökulsárlón. Þrjú tilboð lágu fyrir í eignina en Fögrusalir buðu hæst.

Að sögn Ólafs Björnssonar lögmanns, sem aðstoðaði sýslumann við öflun tilboða, var uppboðið haldið þar sem jörðin er í óskiptri sameign yfir fjörutíu aðila. Einhverjir aðilanna vildu hins vegar slíta sameigninni. Þar sem engar sáttir náðust innbyrðis í hópnum um slík slit var efnt til uppboðs til slita á sameign.

„Til grundvallar lá matsgerð um að eignin væri óskiptanleg en það er skilyrði fyrir uppboðinu,“ segir Ólafur og bætir við: „Sumir aðilar hafa verið ósammála því og hafa áskilið sér rétt til að bera uppboðið undir dóm að því loknu. Þeir telja uppboðið ólögmætt vegna þess að það sé hægt að skipta jörðinni.“

Málið segir Ólafur nú þannig statt að ríkið þurfi að taka ákvörðun fyrir hádegi 11. nóvember um hvort það ætli að nýta forkaupsrétt. Þá geti landeigendur einnig afturkallað uppboðið.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×