Innlent

Sjö vilja stýra Heilbrigðisstofnun Austurlands

Atli Ísleifsson skrifar
Heilbrigðisstofnun Austurlands.
Heilbrigðisstofnun Austurlands. Mynd/Fljótsdalshérað
Sjö manns sóttu um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands sem velferðarráðuneytið auglýsti nýverið laust til umsóknar.

Umsækjendur eru eftirtaldir:



  • Emil Sigurjónsson mannauðsstjóri,
  • Guðjón Hauksson  deildarstjóri
  • Gunnar Kristinn Þórðarson stuðningsfulltrúi
  • Svava Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir forstöðumaður
  • Valbjörn Steingrímsson sérfræðingur
  • Vivek Gopal ráðgjafi
  • Þórhallur Harðarson mannauðsstjóri


Þriggja manna nefnd sem skipuð er af heilbrigðisráðherra mun nú meta hæfni umsækjenda.

Í frétt á vef velferðarráðuneytisins segir að forstjóri beri ábyrgð á að Heilbrigðisstofnun Austurlands starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf sem ráðherra setur honum. „Forstjóri ber ábyrgð á starfsemi og þjónustu stofnunarinnar, að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.

Heilbrigðisstofnun Austurlands starfar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, með síðari breytingum. Heilbrigðisstofnunin veitir almenna heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæmi Austurlands sem nær yfir sveitarfélögin Vopnafjarðarhrepp, Fljóts­dals­hérað, Fljótsdalshrepp, Borgarfjarðarhrepp, Seyðisfjarðarkaupstað, Fjarða­byggð, Breið­dals­hrepp, Djúpavogshrepp og fyrrum Skeggjastaðahrepp. Þá annast stofnunin starfsnám í heilbrigðisgreinum og starfar í tengslum við háskóla á sviði fræðslumála heilbrigðisstétta og rannsókna í heilbrigðisvísindum. Heilbrigðisstofnun Austurlands er með fjölmennustu vinnustöðum á Austurlandi þar sem starfa að jafnaði um 340 manns og er ársvelta stofnunarinnar um þrír milljarðar króna,“ segir í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×