Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Bjarki Sigurðsson skrifar 13. október 2024 13:20 Álfhildur Leifsdóttir, formaður Kennarasambands Norðurlands vestra, og Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. „Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ sagði Einar Þorsteinsson borgarstjóri á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi. Hann sagði kennara vera að semja sig frá kennsluskyldu og annarri viðveru. Undirbúningstímum þeirra fjölgi og það kosti borgina verulegar fjárhæðir, þar sem á móti þurfi að greiða fyrir afleysingar. Orð Einars hafa farið illa ofan í kennarastéttina og fjölmargir þaðan hjólað í borgarstjórann á samfélagsmiðlum. Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari og formaður Kennarasambands Norðurlands vestra, var á ráðstefnunni. „Það var svona að mér fannst mikið virðingarleysi þessa ráðafólks í garð þessarar stéttar sem sér um menntun og uppeldi barna í okkar samfélagi. Mér er svolítið spurn bara, ráða sveitarfélögin þá við þetta verkefni? Ef við erum svona mikill vandi á höndum sveitarfélaganna,“ segir Álfhildur. Starf kennara sé fjölbreytt og krefjandi. „Við erum að vinna gríðarlega flókna, gefandi, skemmtilega en líka oft erfiða vinnu inni í kennslustofunni. Ef við eigum að gera það vel, þá þurfum við stuðning. Við þurfum stuðning inn í stofuna og við þurfum stuðning okkar ráðamanna og yfirmanna við það flókna verkefni sem við erum að skila,“ segir Álfhildur. Kennarasamband Íslands deildi myndbandi af ræðu Einars og fjölmargir hafa skrifað ummæli þar undir. „Dapurlegt þegar æðsti yfirmaður Reykjavíkurborgar talar af svo miklum hroka, þekkingarleysi og lítilsvirðingu á störfum kennara og væntingum þeirra. Hann veit greinilega ekkert! Hafi hann skömm fyrir!“ skrifar ein. „Takk Einar Þorsteinsson fyrir hlýleg orð og skilning (kaldhæðni) Fer að sofa í kvöld með sorg í hjarta,“ bætir önnur við. Þá hafa fleiri deilt klippunni á samfélagsmiðlum, þar á meðal Jónína Einarsdóttir leikskólastjóri á Stakkaborg. Hún segir Einari að drífa í að semja við kennara sem gætu verið á leið í verkfall á næstunni. Orð hans séu ekkert nema olía á eldinn. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tónlistarnám Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Börn og uppeldi Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
„Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ sagði Einar Þorsteinsson borgarstjóri á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi. Hann sagði kennara vera að semja sig frá kennsluskyldu og annarri viðveru. Undirbúningstímum þeirra fjölgi og það kosti borgina verulegar fjárhæðir, þar sem á móti þurfi að greiða fyrir afleysingar. Orð Einars hafa farið illa ofan í kennarastéttina og fjölmargir þaðan hjólað í borgarstjórann á samfélagsmiðlum. Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari og formaður Kennarasambands Norðurlands vestra, var á ráðstefnunni. „Það var svona að mér fannst mikið virðingarleysi þessa ráðafólks í garð þessarar stéttar sem sér um menntun og uppeldi barna í okkar samfélagi. Mér er svolítið spurn bara, ráða sveitarfélögin þá við þetta verkefni? Ef við erum svona mikill vandi á höndum sveitarfélaganna,“ segir Álfhildur. Starf kennara sé fjölbreytt og krefjandi. „Við erum að vinna gríðarlega flókna, gefandi, skemmtilega en líka oft erfiða vinnu inni í kennslustofunni. Ef við eigum að gera það vel, þá þurfum við stuðning. Við þurfum stuðning inn í stofuna og við þurfum stuðning okkar ráðamanna og yfirmanna við það flókna verkefni sem við erum að skila,“ segir Álfhildur. Kennarasamband Íslands deildi myndbandi af ræðu Einars og fjölmargir hafa skrifað ummæli þar undir. „Dapurlegt þegar æðsti yfirmaður Reykjavíkurborgar talar af svo miklum hroka, þekkingarleysi og lítilsvirðingu á störfum kennara og væntingum þeirra. Hann veit greinilega ekkert! Hafi hann skömm fyrir!“ skrifar ein. „Takk Einar Þorsteinsson fyrir hlýleg orð og skilning (kaldhæðni) Fer að sofa í kvöld með sorg í hjarta,“ bætir önnur við. Þá hafa fleiri deilt klippunni á samfélagsmiðlum, þar á meðal Jónína Einarsdóttir leikskólastjóri á Stakkaborg. Hún segir Einari að drífa í að semja við kennara sem gætu verið á leið í verkfall á næstunni. Orð hans séu ekkert nema olía á eldinn.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tónlistarnám Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Börn og uppeldi Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira