Parísarsamkomulagið tekur gildi í dag Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 11:33 Ísland ætlar sér að vinna eftir tveimur áætlunum í loftlagsmálum Vísir/GettyImages Parísarsamkomulagið á að taka gildi í dag eftir að þrjátíu dagar hafa liðið frá því að yfir 55 lönd hafa gengist undir samkomulagið. 73 lönd hafa nú samþykkt að taka þátt í aðgerðaáætluninni og er Ísland þar á meðal. Dagurinn í dag á að marka upphafspunkt raunsærra aðgerða í að ná því marki að tryggja að hnattræn hlýnun verði undir tveimur gráðum, en samkomulagið kveður á um að löndin í sameiningu eigi að reyna eftir fremsta megni að ná henni undir 1,5 gráður. Samkomulagið náðist 12. desember 2015 og var það Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindarráðherra sem skrifaði undir samninginn fyrir Íslands hönd 22. apríl 2016 og var samhljóða samþykki á Alþingi um fullgildingu hans 19. september að tillögu utanríkisráðherra. Samningurinn er talinn geta orðið vendipunktur í þeim áformum að taka á loftslagsvanda heimsins að alvöru. Eftirfylgni samkomulagsins er þó talin mikilvæg og aðgerðaráætlanir þarfar. Árleg ráðstefna loftlagssamningsins (COP 22) mun fara fram dagana 7. -18. nóvember í Marokkó og mun Ísland senda nokkra fulltrúa frá umhverfis- og auðlindarráðuneytinu auk fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri skrifstofu hafs, vatns og loftlags í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu segir að enn sé óvíst með ráðherraþáttöku útaf ástandi ríkisstjórnarmyndunar. Aðspurður út í hvaða áætlanir Ísland ætli sér að taka til að bregðast við hraðri hlýnun jarðar segir Hugi að það hafi verið ákveðið að vinna eftir tveimur áætlunum. „Það er meðal annars aðgerðaráætlun frá 2010 sem stefnir að því að ná markmiðum til 2020 og svo var sett ný áætlun, svokölluð sóknaráætlun sem var sett af ríkisstjórninni fyrir Parísarfundinn.“ Þessi áætlun á að byggja á sextán verkefnum og segir Hugi að meiningin sé að grípa til aðgerða, „sýna í verki, ekki bara orðum.“ Parísarsamkomulagið skyldar þær þjóðir sem skrifuðu undir að vinna saman að þessu markmiði að ná að minnka hlýnun af mannavöldum. Auk þess felur það í sér að stoppa aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda eins fljótt og auðið er og ná jafnvægi milli losunar og bindingar. Samningurinn kveður einnig á um að farið sé yfir stöðu mála á fimm ára fresti og eiga ríki þá að senda endurnýjuð landsmarkmið. Í kjölfar kosninganna í október voru flokkarnir spurðir út í Parísarsamkomulagið og voru fulltrúar flokkana einróma samþykkir honum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun senda út tilkynningu um þessa nýju sóknaráætlun síðar í dag, en samantekt um verkefnin sextán verða þá brátt aðgengileg á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Parísarsamkomulagið á að taka gildi í dag eftir að þrjátíu dagar hafa liðið frá því að yfir 55 lönd hafa gengist undir samkomulagið. 73 lönd hafa nú samþykkt að taka þátt í aðgerðaáætluninni og er Ísland þar á meðal. Dagurinn í dag á að marka upphafspunkt raunsærra aðgerða í að ná því marki að tryggja að hnattræn hlýnun verði undir tveimur gráðum, en samkomulagið kveður á um að löndin í sameiningu eigi að reyna eftir fremsta megni að ná henni undir 1,5 gráður. Samkomulagið náðist 12. desember 2015 og var það Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindarráðherra sem skrifaði undir samninginn fyrir Íslands hönd 22. apríl 2016 og var samhljóða samþykki á Alþingi um fullgildingu hans 19. september að tillögu utanríkisráðherra. Samningurinn er talinn geta orðið vendipunktur í þeim áformum að taka á loftslagsvanda heimsins að alvöru. Eftirfylgni samkomulagsins er þó talin mikilvæg og aðgerðaráætlanir þarfar. Árleg ráðstefna loftlagssamningsins (COP 22) mun fara fram dagana 7. -18. nóvember í Marokkó og mun Ísland senda nokkra fulltrúa frá umhverfis- og auðlindarráðuneytinu auk fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri skrifstofu hafs, vatns og loftlags í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu segir að enn sé óvíst með ráðherraþáttöku útaf ástandi ríkisstjórnarmyndunar. Aðspurður út í hvaða áætlanir Ísland ætli sér að taka til að bregðast við hraðri hlýnun jarðar segir Hugi að það hafi verið ákveðið að vinna eftir tveimur áætlunum. „Það er meðal annars aðgerðaráætlun frá 2010 sem stefnir að því að ná markmiðum til 2020 og svo var sett ný áætlun, svokölluð sóknaráætlun sem var sett af ríkisstjórninni fyrir Parísarfundinn.“ Þessi áætlun á að byggja á sextán verkefnum og segir Hugi að meiningin sé að grípa til aðgerða, „sýna í verki, ekki bara orðum.“ Parísarsamkomulagið skyldar þær þjóðir sem skrifuðu undir að vinna saman að þessu markmiði að ná að minnka hlýnun af mannavöldum. Auk þess felur það í sér að stoppa aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda eins fljótt og auðið er og ná jafnvægi milli losunar og bindingar. Samningurinn kveður einnig á um að farið sé yfir stöðu mála á fimm ára fresti og eiga ríki þá að senda endurnýjuð landsmarkmið. Í kjölfar kosninganna í október voru flokkarnir spurðir út í Parísarsamkomulagið og voru fulltrúar flokkana einróma samþykkir honum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun senda út tilkynningu um þessa nýju sóknaráætlun síðar í dag, en samantekt um verkefnin sextán verða þá brátt aðgengileg á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira