Enski boltinn

Toure biðst afsökunar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Yaya og Pep fara kannski að tala aftur saman núna.
Yaya og Pep fara kannski að tala aftur saman núna. vísir/getty
Miðjumaður Man. City, Yaya Toure, vissi að hann myndi ekki spila eina mínútu fyrir félagið fyrr en hann myndi biðjast afsökunar á hegðun sinni sem og umboðsmanna hans.

Umboðsmaður Toure, Dimitri Seluk, fór hörðum orðum um Pep Guardiola, stjóra City, eftir að stjórinn ákvað að skilja Toure fyrir utan Meistaradeildarhóp félagsins.

Pep gerði Toure þá strax ljóst að hann myndi ekki einu sinni sitja á bekknum fyrr en hann hefði fengið afsökunarbeiðni. Síðan hefur verið störukeppni sem stjórinn hefur nú unnið.

„Ég vil biðjast afsökunar á minni hegðun sem og á hegðun umboðsmanna minna,“ segir í yfirlýsingu frá Toure.

„Yfirlýsingar umboðsmannanna eru ekki i takt við skoðanir mínar á félaginu. Ég ber virðingu fyrir Man. City og er stoltur af því að vera leikmaður félagins.“

Svo er bara spurning hvort Pep velji hann eftir þetta.


Tengdar fréttir

Yaya Toure var niðurlægður

Umboðsmaður Yaya Toure segir að Pep Guardiola hafi niðurlægt leikmanninn þegar hann valdi hann ekki í Meistaradeildarhóp Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×