Brestir í blokkarlífinu Sigríður Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2016 11:00 Úr leiksýningunni Extravaganza sem leikhópurinn Soðið svið sýnir í Borgarleikhúsinu. Mynd/Hörður Sveinsson Leikhús Extravaganza eftir Sölku Guðmundsdóttir Soðið svið og Borgarleikhúsið Leikarar: María Heba Þorkelsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Aðalbjörg Árnadóttir og Hannes Óli Ágústsson Leikstjóri: Ragnheiður Skúladóttir Tónlist og hljóðmynd: Ólafur Björn Ólafsson Leikmynd: Brynja Björnsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Nýtt íslenskt leikverk eftir Sölku Guðmundsdóttur að nafni Extravaganza var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðinn föstudag. Sýningin er samvinnuverkefni leikhússins og leikhópsins Soðið svið en Salka er einnig hirðskáld hússins um þessar mundir. Í fyrrum félagsmálablokk, nú í eigu eignarhaldsfélagsins Porcellus Property sem leigir allar íbúðirnar út til túrista, má finna lítið söluhorn kallað Puffins etc. en Lýdía er eini starfsmaðurinn. Samkvæmt undanþágusamningi fær hún afnot af íbúð í lundablokkinni gegn því að vinna langar vaktir í móttökunni en heimur hennar riðlast þegar hún finnur laumuíbúa í kjallaranum. Grunnefnið og hugmyndirnar eru þarna, það er augljóst: túrismavæðing höfuðborgarinnar, sjálfsblekking lífsstílsvarnings og snilli gömlu revíanna blandast saman í ádeilu sem hefur alla burði til að vera spennandi. Inn á milli koma smellnir brandarar sem hitta í mark og söngatriðin eru flest einkar góð. En handritið hefði mátt slípa betur til, orðfæri persónanna er á köflum of stirt og söguþráðurinn er alltof oft ekki nægilega fyndinn. María Heba Þorkelsdóttir leiðir leikarahópinn og tekst ágætlega upp í hlutverki hinnar taugaveikluðu Lýdíu. Tímasetningar hennar eru góðar en hún stólar alltaf á sömu nálgunina og persónan þróast lítið. Laumuíbúann Gnúma leikur Sveinn Ólafur Stefánsson og svipaða sögu má segja um hans frammistöðu: hún er ágæt en alltaf í sama fasanum. Hannes Óli Ágústsson gerir það sem hann getur í takmörkuðu hlutverki skrifstofublókarinnar Júlíusar. Aðalbjörgu Árnadóttur tekst aftur á móti að finna orkustig sem hæfir verkinu og drífur áfram hverja senuna á fætur annarri. Nýja svið Borgarleikhússins er eitt af bestu leikrýmum landsins en dapurlegt er að sjá hversu rýmið er illa nýtt. Brynja Björnsdóttir er mjög frambærilegur sviðsmyndahönnuður og hikar ekki við að taka áhættu í sinni hönnun en í þetta skiptið fatast henni flugið. Litlu hlutirnir heppnast þokkalega en stóra vandamálið er hvernig sviðið er minnkað um helming og dýptinni fórnað á meðan breiddin er nánast ekki notuð af persónum verksins. En slæmu sviðsnýtinguna verður líka að skrifa á Ragnheiði Skúladóttur, leikstjóra sýningarinnar. Bæði er Nýja sviðið illa nýtt og samleikur hópsins með stirðara móti. Alla spennu skortir, framsetningin nánast alltaf í sama taktinum og sýningin nánast stöðvast um miðbik fyrri hluta en skánar töluvert eftir hlé. Sýningin rokkar á milli þess að vera rómantískur gamanleikur, revía og farsi en Ragnheiður vinnur ekki nægilega vel með neitt af þessum formum þó að revíuhlutarnir séu þó best heppnaðir. Þrátt fyrir fögnuðinn sem fylgir ávallt nýjum íslenskum leikverkum þá er einhver ógnvænleg undiralda sem þjakar íslenska leikritun um þessar mundir. Salka er hæfileikaríkt leikskáld og einstaklega orðheppin en Extravaganza virðist vera annaðhvort óklárað eða tilraun til að gera of marga hluti í einu án þess að nostra við neitt af þeim hefðum sem um ræðir. Þræðirnir hanga saman en fátt virðist ganga upp í verkinu eða koma á óvart. Sýningin hefði getað bjargast fyrir horn með þéttu utanumhaldi en allt kemur fyrir ekki.Niðurstaða: Leikhópur og listafólk sem á að gera og getur gert betur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. nóvember. Leikhús Menning Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús Extravaganza eftir Sölku Guðmundsdóttir Soðið svið og Borgarleikhúsið Leikarar: María Heba Þorkelsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Aðalbjörg Árnadóttir og Hannes Óli Ágústsson Leikstjóri: Ragnheiður Skúladóttir Tónlist og hljóðmynd: Ólafur Björn Ólafsson Leikmynd: Brynja Björnsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Nýtt íslenskt leikverk eftir Sölku Guðmundsdóttur að nafni Extravaganza var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðinn föstudag. Sýningin er samvinnuverkefni leikhússins og leikhópsins Soðið svið en Salka er einnig hirðskáld hússins um þessar mundir. Í fyrrum félagsmálablokk, nú í eigu eignarhaldsfélagsins Porcellus Property sem leigir allar íbúðirnar út til túrista, má finna lítið söluhorn kallað Puffins etc. en Lýdía er eini starfsmaðurinn. Samkvæmt undanþágusamningi fær hún afnot af íbúð í lundablokkinni gegn því að vinna langar vaktir í móttökunni en heimur hennar riðlast þegar hún finnur laumuíbúa í kjallaranum. Grunnefnið og hugmyndirnar eru þarna, það er augljóst: túrismavæðing höfuðborgarinnar, sjálfsblekking lífsstílsvarnings og snilli gömlu revíanna blandast saman í ádeilu sem hefur alla burði til að vera spennandi. Inn á milli koma smellnir brandarar sem hitta í mark og söngatriðin eru flest einkar góð. En handritið hefði mátt slípa betur til, orðfæri persónanna er á köflum of stirt og söguþráðurinn er alltof oft ekki nægilega fyndinn. María Heba Þorkelsdóttir leiðir leikarahópinn og tekst ágætlega upp í hlutverki hinnar taugaveikluðu Lýdíu. Tímasetningar hennar eru góðar en hún stólar alltaf á sömu nálgunina og persónan þróast lítið. Laumuíbúann Gnúma leikur Sveinn Ólafur Stefánsson og svipaða sögu má segja um hans frammistöðu: hún er ágæt en alltaf í sama fasanum. Hannes Óli Ágústsson gerir það sem hann getur í takmörkuðu hlutverki skrifstofublókarinnar Júlíusar. Aðalbjörgu Árnadóttur tekst aftur á móti að finna orkustig sem hæfir verkinu og drífur áfram hverja senuna á fætur annarri. Nýja svið Borgarleikhússins er eitt af bestu leikrýmum landsins en dapurlegt er að sjá hversu rýmið er illa nýtt. Brynja Björnsdóttir er mjög frambærilegur sviðsmyndahönnuður og hikar ekki við að taka áhættu í sinni hönnun en í þetta skiptið fatast henni flugið. Litlu hlutirnir heppnast þokkalega en stóra vandamálið er hvernig sviðið er minnkað um helming og dýptinni fórnað á meðan breiddin er nánast ekki notuð af persónum verksins. En slæmu sviðsnýtinguna verður líka að skrifa á Ragnheiði Skúladóttur, leikstjóra sýningarinnar. Bæði er Nýja sviðið illa nýtt og samleikur hópsins með stirðara móti. Alla spennu skortir, framsetningin nánast alltaf í sama taktinum og sýningin nánast stöðvast um miðbik fyrri hluta en skánar töluvert eftir hlé. Sýningin rokkar á milli þess að vera rómantískur gamanleikur, revía og farsi en Ragnheiður vinnur ekki nægilega vel með neitt af þessum formum þó að revíuhlutarnir séu þó best heppnaðir. Þrátt fyrir fögnuðinn sem fylgir ávallt nýjum íslenskum leikverkum þá er einhver ógnvænleg undiralda sem þjakar íslenska leikritun um þessar mundir. Salka er hæfileikaríkt leikskáld og einstaklega orðheppin en Extravaganza virðist vera annaðhvort óklárað eða tilraun til að gera of marga hluti í einu án þess að nostra við neitt af þeim hefðum sem um ræðir. Þræðirnir hanga saman en fátt virðist ganga upp í verkinu eða koma á óvart. Sýningin hefði getað bjargast fyrir horn með þéttu utanumhaldi en allt kemur fyrir ekki.Niðurstaða: Leikhópur og listafólk sem á að gera og getur gert betur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. nóvember.
Leikhús Menning Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira