Enski boltinn

Kínverjar vilja kaupa Southampton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ungir stuðningsmenn Southampton stilla sér upp við mynd af Gareth Bale fyrir utan heimavöll félagsins.
Ungir stuðningsmenn Southampton stilla sér upp við mynd af Gareth Bale fyrir utan heimavöll félagsins. vísir/getty
Hinn svissneski eigandi Southampton, Katharina Liebherr, er í viðræðum við kínverska fjárfesta um sölu á félaginu.

Kínverjarnir eru sagðir vera til í að greiða 27,5 milljarða króna fyrir félagið.

Samkvæmt heimildum Bloomber hafa Kínverjarnir verið í viðræðum við Liebherr í nokkrar vikur.

Fari svo að þeir eignist félagið verður Southampton fimma enska félagið sem endar í eigu Kínverja.

WBA, Aston Villa, Wolves og Birmingham eru öll í eigu Kínverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×