Byr í seglin í upphafi ferðalags Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2016 06:00 Íslensku strákarnir fagna hér mikilvægum sigri í Höllinni í gær. Sigurinn var naumur en strákarnir sýndu karakter í lokin og byrja undankeppnina vel. vísir/ernir Ísland fékk frábæra byrjun í undankeppni EM er liðið skellti Tékkum, 25-24. Sigurinn gat þó ekki verið mikið tæpari. Í fyrsta skipti í ansi langan tíma vissi maður ekki alveg við hverju ætti að búast af íslenska liðinu. Slíkar hafa breytingarnar orðið á liðinu á síðustu misserum. Kempur úr gullkynslóðinni halda áfram að hverfa á braut og ungir drengir að fá sína eldskírn. Strákar sem hafa verið í liðinu síðustu ár með lítil hlutverk að taka á sig meiri ábyrgð. Það var alveg klárt fyrir þennan leik að strákarnir yrðu að taka tvö stig úr leiknum í þessum leik. Liðið þarf sína punkta á heimavelli ef það ætlar á EM.Gott leikhlé hjá Geir Það létti eflaust smá pressu af liðinu að skora tvö fyrstu mörk leiksins. Menn mætti tilbúnir til leiks. Eftir um fínar tíu mínútur missti liðið algjörlega dampinn og hleypti Tékkunum fram úr sér. Í stöðunni 4-7 tók Geir Sveinsson landsliðsþjálfari leikhlé. Hann hefur líklega gefið drengjunum eitthvað gott í þessum leik því liðið small algjörlega í gírinn eftir það. Vörnin fór í gang og Björgvin þar fyrir aftan líka. Strákarnir skoruðu fimm mörk í röð og tóku frumkvæðið á ný. Er flautað var til leikhlés leiddi Ísland með tveimur mörkum, 12-10. Fínn hálfleikur en ekki fumlaus. Tékkarnir ekkert sérstaklega sterkir og stórskytta þeirra, Filip Jicha, var ekki heill heilsu og þurfti að spila á línunni í leiknum.Mættu hálfsofandi Strákarnir mættu hálfsofandi til síðari hálfleiks. Byrjuðu hálfleikinn með 1-5 kafla og grófu sig aðeins ofan holu. Þá var að skríða upp úr holunni og það gerðu strákarnir. Náðu aftur frumkvæðinu fimm mínútum fyrir leikslok og unnu eins marks sigur. Aron Pálmarsson fiskaði ruðning í lokasókn Tékkanna og allt varð vitlaust í Höllinni.Margt gott við leik liðsins Það var margt gott við leik íslenska liðsins í gær. Vörnin hélt lengstum nokkuð vel og Björgvin fylgdi með. Ekki náðist þó að halda sömu gæðum þar í síðari hálfleik en þegar á reyndi lokuðu strákarnir vörninni. Geir valdi unga drengi í liðið og treysti þeim til að spila. Setti bæði Arnar Frey á línuna og Grétar Ara í markið á ögurstundu. Það er vel og var gaman að sjá. Aron Pálmarsson er í þeirri stöðu að þurfa að axla mikla ábyrgð í liðinu og bera það á bakinu er illa gengur. Það er nákvæmlega það sem hann gerði á lokamínútunum. Skoraði mörkin, átti sendingarnar og fiskaði svo ruðning í lokasókn Tékka. Svona eiga leiðtogar liða að gera.Langt og erfitt ferðalag Strákarnir fá frábært veganesti fyrir langt og erfitt ferðalag til Úkraínu en með sama góða hugarfarinu og baráttunni er ekkert því til fyrirstöðu að liðið taki tvö stig þar líka og komi sér í afar góða stöðu í riðlinum. Handbolti Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Ísland fékk frábæra byrjun í undankeppni EM er liðið skellti Tékkum, 25-24. Sigurinn gat þó ekki verið mikið tæpari. Í fyrsta skipti í ansi langan tíma vissi maður ekki alveg við hverju ætti að búast af íslenska liðinu. Slíkar hafa breytingarnar orðið á liðinu á síðustu misserum. Kempur úr gullkynslóðinni halda áfram að hverfa á braut og ungir drengir að fá sína eldskírn. Strákar sem hafa verið í liðinu síðustu ár með lítil hlutverk að taka á sig meiri ábyrgð. Það var alveg klárt fyrir þennan leik að strákarnir yrðu að taka tvö stig úr leiknum í þessum leik. Liðið þarf sína punkta á heimavelli ef það ætlar á EM.Gott leikhlé hjá Geir Það létti eflaust smá pressu af liðinu að skora tvö fyrstu mörk leiksins. Menn mætti tilbúnir til leiks. Eftir um fínar tíu mínútur missti liðið algjörlega dampinn og hleypti Tékkunum fram úr sér. Í stöðunni 4-7 tók Geir Sveinsson landsliðsþjálfari leikhlé. Hann hefur líklega gefið drengjunum eitthvað gott í þessum leik því liðið small algjörlega í gírinn eftir það. Vörnin fór í gang og Björgvin þar fyrir aftan líka. Strákarnir skoruðu fimm mörk í röð og tóku frumkvæðið á ný. Er flautað var til leikhlés leiddi Ísland með tveimur mörkum, 12-10. Fínn hálfleikur en ekki fumlaus. Tékkarnir ekkert sérstaklega sterkir og stórskytta þeirra, Filip Jicha, var ekki heill heilsu og þurfti að spila á línunni í leiknum.Mættu hálfsofandi Strákarnir mættu hálfsofandi til síðari hálfleiks. Byrjuðu hálfleikinn með 1-5 kafla og grófu sig aðeins ofan holu. Þá var að skríða upp úr holunni og það gerðu strákarnir. Náðu aftur frumkvæðinu fimm mínútum fyrir leikslok og unnu eins marks sigur. Aron Pálmarsson fiskaði ruðning í lokasókn Tékkanna og allt varð vitlaust í Höllinni.Margt gott við leik liðsins Það var margt gott við leik íslenska liðsins í gær. Vörnin hélt lengstum nokkuð vel og Björgvin fylgdi með. Ekki náðist þó að halda sömu gæðum þar í síðari hálfleik en þegar á reyndi lokuðu strákarnir vörninni. Geir valdi unga drengi í liðið og treysti þeim til að spila. Setti bæði Arnar Frey á línuna og Grétar Ara í markið á ögurstundu. Það er vel og var gaman að sjá. Aron Pálmarsson er í þeirri stöðu að þurfa að axla mikla ábyrgð í liðinu og bera það á bakinu er illa gengur. Það er nákvæmlega það sem hann gerði á lokamínútunum. Skoraði mörkin, átti sendingarnar og fiskaði svo ruðning í lokasókn Tékka. Svona eiga leiðtogar liða að gera.Langt og erfitt ferðalag Strákarnir fá frábært veganesti fyrir langt og erfitt ferðalag til Úkraínu en með sama góða hugarfarinu og baráttunni er ekkert því til fyrirstöðu að liðið taki tvö stig þar líka og komi sér í afar góða stöðu í riðlinum.
Handbolti Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira