Tíu mál sem ættu heima í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Fyrir nýliðnar kosningar settu flestir flokkar fram stefnu um öflugt atvinnulíf, þótt talsverður munur væri á því hvernig hún var útfærð. Það er að sjálfsögðu talsverður áherzlumunur á milli flokkanna um það hvernig þeir vilja nálgast það verkefni eins og önnur. Hins vegar eru ýmis mál sem skipta atvinnulífið miklu og auðvelt ætti að vera að ná pólitískri samstöðu um, nánast sama hvaða flokkar mynda ríkisstjórn. Það þarf bara að muna eftir þeim og halda þeim til haga nú þegar stefna næstu fjögurra ára verður lögð upp í stjórnarmyndunarviðræðum. Stjórn Félags atvinnurekenda hefur því sett á blað tíu atriði, sem myndu bæta hag fyrirtækjanna í landinu, ekki sízt þeirra minni og meðalstóru, sem oft eru í erfiðri samkeppnisstöðu gagnvart stærri aðilum.Aðhald og ábyrgð í ríkisfjármálum til að styðja við peningamálastefnu Seðlabankans. Stöðugleiki, þar sem verðbólgumarkmið nást og vextir halda áfram að lækka, er stærsta hagsmunamál fyrirtækjanna.Átak verði gert í því að einfalda regluverk atvinnulífsins og hrinda í framkvæmd áformum um að tilkynningaskylda fyrirtækja komi í stað flókinna og dýrra leyfisveitinga. Sett verði regla um að við innleiðingu Evrópureglna í íslenska löggjöf verði engum íþyngjandi reglum fyrir atvinnulífið bætt við nema með sérstökum rökstuðningi.Búvörusamningar verði endurskoðaðir í breiðri sátt bænda, neytenda og atvinnulífs. Stuðningskerfi landbúnaðarins verði breytt og tollar lækkaðir í samræmi við tillögur Samráðsvettvangs um aukna hagsæld.Leitað verði leiða til að tryggja aðgengi fiskvinnslu án kvóta eða eigin útgerðar að hráefni til vinnslu. Stefna ætti að afnámi tvöfaldrar verðmyndunar í sjávarútvegi, meðal annars með því að lögfesta milliverðlagningarreglur um innri viðskipti lóðrétt samþættra útgerðar- og vinnslufyrirtækja.Haldið verði áfram að lækka tryggingagjald fyrirtækja í áföngum.Eftirlitsgjöld sem ríkið leggur á fyrirtæki verði tekin til heildarendurskoðunar. Gjaldtakan af hverju fyrirtæki fyrir sig endurspegli raunkostnað við eftirlitið sem að því beinist.Gert verði átak í því að ríkisstofnanir fari að lögum um opinber innkaup og bjóði út kaup á vörum og þjónustu.Stjórnvöld fari að tilmælum Samkeppniseftirlitsins um að afnema samkeppnishömlur, til dæmis í landbúnaði, sjávarútvegi og millilandaflugi. Samkeppniseftirlitið verði eflt. Tekið verði upp samkeppnismat að tillögu OECD.Hömlur verði settar á samkeppni ríkisfyrirtækja á borð við Isavia og Íslandspóst við einkarekin fyrirtæki.Átak verði gert í gerð fríverslunarsamninga við önnur ríki, ýmist tvíhliða eða á vettvangi EFTA Öll þessi mál ættu heima í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Formaður FA hefur sent öllum flokkunum á þingi bréf til að vekja athygli á þeim. Í mörg þeirra var almennt vel tekið á opnum fundum FA með frambjóðendum fyrir kosningarnar. Allar þessar tillögur stuðla að því að efla verðmætasköpun atvinnulífsins, sem stendur undir kostnaði ríkisins við löggæzlu, menntakerfi og heilbrigðisþjónustu, svo dæmi séu tekin. Kröfurnar um aukin útgjöld á þeim sviðum eru háværar, en stjórnmálamennirnir mega ekki gleyma hvaðan peningarnir til góðra verka koma. Hagsmunum fyrirtækjanna þarf að halda til haga þegar flokkarnir ná saman um samstarfsgrundvöll. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Fyrir nýliðnar kosningar settu flestir flokkar fram stefnu um öflugt atvinnulíf, þótt talsverður munur væri á því hvernig hún var útfærð. Það er að sjálfsögðu talsverður áherzlumunur á milli flokkanna um það hvernig þeir vilja nálgast það verkefni eins og önnur. Hins vegar eru ýmis mál sem skipta atvinnulífið miklu og auðvelt ætti að vera að ná pólitískri samstöðu um, nánast sama hvaða flokkar mynda ríkisstjórn. Það þarf bara að muna eftir þeim og halda þeim til haga nú þegar stefna næstu fjögurra ára verður lögð upp í stjórnarmyndunarviðræðum. Stjórn Félags atvinnurekenda hefur því sett á blað tíu atriði, sem myndu bæta hag fyrirtækjanna í landinu, ekki sízt þeirra minni og meðalstóru, sem oft eru í erfiðri samkeppnisstöðu gagnvart stærri aðilum.Aðhald og ábyrgð í ríkisfjármálum til að styðja við peningamálastefnu Seðlabankans. Stöðugleiki, þar sem verðbólgumarkmið nást og vextir halda áfram að lækka, er stærsta hagsmunamál fyrirtækjanna.Átak verði gert í því að einfalda regluverk atvinnulífsins og hrinda í framkvæmd áformum um að tilkynningaskylda fyrirtækja komi í stað flókinna og dýrra leyfisveitinga. Sett verði regla um að við innleiðingu Evrópureglna í íslenska löggjöf verði engum íþyngjandi reglum fyrir atvinnulífið bætt við nema með sérstökum rökstuðningi.Búvörusamningar verði endurskoðaðir í breiðri sátt bænda, neytenda og atvinnulífs. Stuðningskerfi landbúnaðarins verði breytt og tollar lækkaðir í samræmi við tillögur Samráðsvettvangs um aukna hagsæld.Leitað verði leiða til að tryggja aðgengi fiskvinnslu án kvóta eða eigin útgerðar að hráefni til vinnslu. Stefna ætti að afnámi tvöfaldrar verðmyndunar í sjávarútvegi, meðal annars með því að lögfesta milliverðlagningarreglur um innri viðskipti lóðrétt samþættra útgerðar- og vinnslufyrirtækja.Haldið verði áfram að lækka tryggingagjald fyrirtækja í áföngum.Eftirlitsgjöld sem ríkið leggur á fyrirtæki verði tekin til heildarendurskoðunar. Gjaldtakan af hverju fyrirtæki fyrir sig endurspegli raunkostnað við eftirlitið sem að því beinist.Gert verði átak í því að ríkisstofnanir fari að lögum um opinber innkaup og bjóði út kaup á vörum og þjónustu.Stjórnvöld fari að tilmælum Samkeppniseftirlitsins um að afnema samkeppnishömlur, til dæmis í landbúnaði, sjávarútvegi og millilandaflugi. Samkeppniseftirlitið verði eflt. Tekið verði upp samkeppnismat að tillögu OECD.Hömlur verði settar á samkeppni ríkisfyrirtækja á borð við Isavia og Íslandspóst við einkarekin fyrirtæki.Átak verði gert í gerð fríverslunarsamninga við önnur ríki, ýmist tvíhliða eða á vettvangi EFTA Öll þessi mál ættu heima í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Formaður FA hefur sent öllum flokkunum á þingi bréf til að vekja athygli á þeim. Í mörg þeirra var almennt vel tekið á opnum fundum FA með frambjóðendum fyrir kosningarnar. Allar þessar tillögur stuðla að því að efla verðmætasköpun atvinnulífsins, sem stendur undir kostnaði ríkisins við löggæzlu, menntakerfi og heilbrigðisþjónustu, svo dæmi séu tekin. Kröfurnar um aukin útgjöld á þeim sviðum eru háværar, en stjórnmálamennirnir mega ekki gleyma hvaðan peningarnir til góðra verka koma. Hagsmunum fyrirtækjanna þarf að halda til haga þegar flokkarnir ná saman um samstarfsgrundvöll. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun