Erlent

Duterte brjálaður út í bandarísku „apana“

Samúel Karl Ólason skrifar
Rodrigo Duterte.
Rodrigo Duterte. Vísir/AFP
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyjar, er æfur yfir ákvörðun Bandaríkjanna að hætta við sölu 26 þúsund árásarriffla til Filippseyja. Í ræðu í dag sagði hann þá menn sem tóku ákvörðunina vera „flón“ og „apar“ og gaf í skyn, enn og aftur, að hann myndi þess í stað snúa sér til Kína og Rússlands.

Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir nýjustu ummæli Duterte vera á skjön við það nána samband sem Bandaríkin og Filippseyjar eiga í.

Sjá einnig: Stöðva vopnasölu til Filippseyja vegna mannréttindabrota

Ekki er langt síðan Duterte lýsti því yfir að hann væri hættur að nota blótsyrði og ætlaði sér að skrúfa fyrir fúkyrðaflauminn að beiðni guðs.

„Sjáið þessa apa. Nú vilja þeir ekki selja þessar 26 þúsund byssur sem við ætluðum að kaupa,“ sagði Duterte í dag. Hann bætti svo við orðinu „tíkarsonur“ og sagði að Filippseyjar ættu margar heimagerðar byssur og sagði svo: „Þessi bandarísku flón“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×