Enski boltinn

Mourinho dæmdur í eins leiks bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mourinho fylgdist með seinni hálfleiknum gegn Burnley úr stúkunni á Old Trafford.
Mourinho fylgdist með seinni hálfleiknum gegn Burnley úr stúkunni á Old Trafford. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur verið dæmdur í eins leiks bann af enska knattspyrnusambandinu vegna brottvísunar sem hann fékk í leik Man Utd og Burnley um síðustu helgi.

Mourinho verður því ekki á hliðarlínunni þegar Man Utd sækir Swansea City heim í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.

Mark Clattenburg sendi Mourinho upp í stúku vegna kröftugra mótmæla í hálfleik í leiknum gegn Burnley á laugardaginn. Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli.

Auk þess að fá eins leiks bann fékk Mourinho sekt upp á 8000 pund.

Mourinho fékk einnig 50.000 punda sekt fyrir ummæli sín um dómarann Anthony Taylor í aðdraganda leiks Liverpool og Man Utd á dögunum.

Man Utd er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir tíu umferðir. Liðið er nú statt í Tyrklandi þar sem það mætir Fenerbache í Evrópudeildinni á morgun.


Tengdar fréttir

Martraðalíf hjá Mourinho í Manchester

Það gengur illa þessa dagana hjá knattspyrnustjóranum Jose Mourinho og þá erum við bæði að tala um inn á vellinum og utan hans.

Mourinho kærður fyrir ummæli sín

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sleppur ekki við kæru hjá aganefnd enska knattspyrnusambandsins eftir orð sín á blaðamannafundi fyrir leik Manchester United og Liverpool á dögunum.

Mata: Ég er mikilvægur fyrir Man. Utd

Það eru aðeins nokkrir mánuðir síðan menn héldu að ferill Juan Mata hjá Man. Utd væri á enda en nú segir leikmaðurinn að hann sé mikilvægur fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×