Innlent

Telja Reykjavík enn of skuldsetta

Una Sighvatsdóttir skrifar
Fjárhagsáætlun Reykjavíkur árið 2017 boðar algjöran viðsnúning í rekstri borgarinnar. Minnihlutinn í borginni bendir hinsvegar á að þrátt fyrir hagstæðar ytri aðstæður sé Reykjavík enn í hópi skuldsettustu sveitarfélaga landsins.

Samkvæmt sveitastjórnarlögum ber sveitarfélögum að tryggja að heildarskuldir A- og B hluta séu ekki hærri en sem nemur 1505 af tekjum. Skuldahlutfall borgarinnar er innan við 150% sé Orkuveita Reykjavíkur undanskilin, en að Orkuveitunni meðtalinni er skuldahlutfallið yfir 150% og verður áfram næstu fjögur árin.

Ekki nógu mikið skorið niður í borgarkerfinu

Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í borginni bendir á að skuldir á A-hluta borgarsjóðs séu að aukast þrátt fyrir bætta rekstrarstöðu. 

„[Þær] eru að aukast um rúma 10 milljarða á mili ára eins og þetta er áætlað og munu halda áfram að aukast 2017 og 2018. Borgin veður yfir þessu mögulega skuldahámarki allavega til 2020. Þannig að það er ennþá verk að vinna í aðhaldi, og þá meinum við í einhverju öðru en grunnþjónustunni, skólum eða leikskólum eða þjónustu við aldraða. Það þarf að fara í kerfið sjálft og það er ekki gert nógu mikið af því."

Sjálfstæðisflokkkurinn leggur til að náð verði fram sparnaði í sjálfu borgarkerfinu, í þáttum eins og hverfamiðstöðvum, mannréttindaskrifstofu og stjórnkerfis- og lýðræðisráði. Forgangsraða verði enn frekar í þágu grunnþjónustunnar.

„Það getur þýtt að þó tekjur séu að aukast þá þurfi að draga úr annars staðar á meðan og það teljum við að þurfi að gera svo sannarlega hjá Reykjavíkurborg,“ segir Halldór.  „Tölurnar tala sínu máli, 11 milljarða skuldaaukning á A-hluta milli ára þrátt fyrir bættan rekstur undirstrikar það.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×