Innlent

Ölvaðir til vandræða um alla borg

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í dag vegna ölvaðra manna um alla borg. Einn ölvaður ökumaður reyndi að stinga af frá vettvangi slyss og hafði hann þar að auki aldrei öðlast ökuréttindi. Þá var lögregla kölluð að heimahúsi í Árbæ skömmu eftir klukkan tvö í dag. Þar hafði komið til átaka á milli einstaklinga sem voru í gleðskap í húsinu.

Samkvæmt dagbók lögreglu átti sér stað talsverð neysla fíkniefna í húsinu og var einn maður handtekinn.

Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu í miðbænum í dag þar sem maður í annarlegu ástandi neitaði að yfirgefa fyrirtæki. Þar að auki var manni vísað úr bakaríi þar sem hann var til vandræða og neitaði að fara.

Einnig var tilkynnt um líkamsárás í heimahúsi í miðbænum skömmu fyrir hádegi í dag. Einn maður var handtekinn.

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í dag þar sem þeir voru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×