Vígamenn ISIS með þráhyggju gagnvart kynlífsþrælum og skeggi Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2016 23:00 Vígamenn ISIS. Skrár sem nýverið hafa fallið í hendur stjórnarliða í Írak sýna fram á þráhyggju vígamanna ISIS gagnvart kynlífsþrælum og skeggvexti. Finna má ítarlegar reglur um báða hluti í opinberum gögnum ISIS. Írakskar hersveitir og Peshmerga sveitir Kúrda hafa frelsað fjölda þorpa í grennd við Mosul úr haldi vígamanna og eru sums staðar komnir að jaðri borgarinnar. Rakstur skeggs var bannaður á yfirráðasvæði ISIS og voru til reglur um hve langt það ætti að vera og hvernig það ætti að líta út.CNN sagði frá því í kvöld að í þorpi sem nýverið var frelsað fögnuðu íbúar með því að fara í klippingu og rakstur á hárgreiðslustofu sem ekki hafði verið opin frá því sumarið 2014. Í bæklingi sem blaðamenn Reuters fundu á skrifstofu sem ISIS-liðar höfðu notað voru 32 spurningar og svör um hvernig ætti að koma fram við konur sem handsamaðar voru af vígamönnum. Þar kemur fram að háttsettur klerkur ISIS megi dreifa föngum á vígamenn sína og að fangar sem ekki eru íslamstrúar megi gera að kynlífsþrælum. Þúsundir kvenna sem tilheyra minnihlutahóp Jasída voru gerðar að kynlífsþrælum ISIS.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Í áðurnefndum reglum kom fram að vígamenn mega eiga systur, en þeir mega einungis sænga hjá annarri þeirra. Þá er þeim einnig leyfilegt að gera stúlkur sem ekki eru kynþroska að kynlífsþrælum. „Þið megið ekki hafa beinar samfarir við þær, en þið megið samt njóta þeirra,“ stóð í reglunum. Þá kemur einnig fram að vígamenn mega ekki deila kynlífsþrælum, en samkvæmt sögum kvenna sem hafa sloppið ganga þær kaupum og sölum á milli vígamanna í gríð og erg. Gervihnattadiskar voru algerlega bannaðir á yfirráðasvæði ISIS og fyrir því voru gefnar tuttugu ástæður. Ein þeirra var að sjónvarp sýndi ástarsögur, naktar konur og óviðeigandi talsmáta. Önnur var um að sjónvarpsáhorf gerði menn kvenlega og að bleyðum. Mið-Austurlönd Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Skrár sem nýverið hafa fallið í hendur stjórnarliða í Írak sýna fram á þráhyggju vígamanna ISIS gagnvart kynlífsþrælum og skeggvexti. Finna má ítarlegar reglur um báða hluti í opinberum gögnum ISIS. Írakskar hersveitir og Peshmerga sveitir Kúrda hafa frelsað fjölda þorpa í grennd við Mosul úr haldi vígamanna og eru sums staðar komnir að jaðri borgarinnar. Rakstur skeggs var bannaður á yfirráðasvæði ISIS og voru til reglur um hve langt það ætti að vera og hvernig það ætti að líta út.CNN sagði frá því í kvöld að í þorpi sem nýverið var frelsað fögnuðu íbúar með því að fara í klippingu og rakstur á hárgreiðslustofu sem ekki hafði verið opin frá því sumarið 2014. Í bæklingi sem blaðamenn Reuters fundu á skrifstofu sem ISIS-liðar höfðu notað voru 32 spurningar og svör um hvernig ætti að koma fram við konur sem handsamaðar voru af vígamönnum. Þar kemur fram að háttsettur klerkur ISIS megi dreifa föngum á vígamenn sína og að fangar sem ekki eru íslamstrúar megi gera að kynlífsþrælum. Þúsundir kvenna sem tilheyra minnihlutahóp Jasída voru gerðar að kynlífsþrælum ISIS.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Í áðurnefndum reglum kom fram að vígamenn mega eiga systur, en þeir mega einungis sænga hjá annarri þeirra. Þá er þeim einnig leyfilegt að gera stúlkur sem ekki eru kynþroska að kynlífsþrælum. „Þið megið ekki hafa beinar samfarir við þær, en þið megið samt njóta þeirra,“ stóð í reglunum. Þá kemur einnig fram að vígamenn mega ekki deila kynlífsþrælum, en samkvæmt sögum kvenna sem hafa sloppið ganga þær kaupum og sölum á milli vígamanna í gríð og erg. Gervihnattadiskar voru algerlega bannaðir á yfirráðasvæði ISIS og fyrir því voru gefnar tuttugu ástæður. Ein þeirra var að sjónvarp sýndi ástarsögur, naktar konur og óviðeigandi talsmáta. Önnur var um að sjónvarpsáhorf gerði menn kvenlega og að bleyðum.
Mið-Austurlönd Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira