Innlent

Kannanir 365 nákvæmastar

Jakob Bjarnar skrifar
Karl Pétur er talnanörd, einkum þegar kosningar eru annars vegar.
Karl Pétur er talnanörd, einkum þegar kosningar eru annars vegar.
Í aðdraganda kosninga sýndu skoðanakannanir miklar sveiflur á fylgi og vildu margir efast um hversu marktækar þær eru. Þær eru umdeildar sem slíkar og talið að þær hafi skoðanamyndandi áhrif.

Vísir ræddi við Huldu Þórisdóttur, stjórnmálasálfræðing og dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands á dögunum, en hún segir hins vegar að skoðanakannanir séu mikilvægur þáttur upplýstrar ákvarðanatöku almennings.

Karl Pétur Jónsson framkvæmdastjóri, en hann rekur almannatengslafyrirtækið GRD Consulting auk þess sem hann var kosningastjóri Viðreisnar, hefur fylgst lengi með kosningum, hann segist ekki stærðfræðingur en talnanörd, einkum í öllu því sem snýr að kosningum.



„Starfs míns vegna og af einskærum áhuga fylgdist ég vandlega með könnunum fyrir þessar kosningar og fannst stundum eitthvað rugl í gangi,“ segir Karl Pétur.

Hann tók saman hvernig könnunarfyrirtækjum gekk að mæla stöðuna. „Aðferðafræðin er fremur einföld, ég reikna frávik hvers flokks og svo meðalfrávik hvers könnunarfyrirtækis.  Niðurstaðan er að Fréttastofa 365 var með nákvæmustu spána um úrslitin, en Félagsvísindastofnun var fjærst. Hér er tafla sem sýnir þetta svart á gulu og bláu,“ segir Karl Pétur.

Hér getur að líta niðurstöður samantektar Karls Péturs en þar ber hann saman niðurstöðu kosninga við það sem sýndi sig í könnunum.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×