Leiðtogar Evrópu sammála um að refsa Bretlandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2016 23:38 Nigel Farage, Mariane Le Pen og Theresa May. Vísir/Getty Leiðtogar Evrópusambandsins eru sammála um að sýna Englandi enga miskunn þegar kemur að úrsögn þeirra úr ESB. Það sé eina leiðin til að sporna gegn upprisu popúlista í Evrópu og halda ESB saman. Bretar verði að sætta sig við frjálst flæði fólks. Svokallaðar popúlistahreyfingar eru þegar á miklu róli í Frakklandi, Hollandi og víðar. Til dæmis Marine Le Pen, leiðtogi National Front í Frakklandi staðið vel að vígi í skoðanakönnunum. Leiðtogar ESB óttast að hún gæti unnið óvæntan sigur eins og Donald Trump og forsvarsmenn Brexit-atkvæðagreiðslunnar í Bretlandi. ESB óttast að ef Bretar fái góðan samning við sambandið gæti það hvatt önnur ríki til að segja sig einnig úr ESB.Nigel Farage, einn forsvarsmanna Brexit og starfandi formaður UKIP, hefur varað leiðtoga ESB við því að vinni Le Pen, sé Evrópusambandið úr sögunni. BBC sagði frá því í kvöld að 60 þingmenn íhaldsmanna hefðu kallað eftir því að Bretar yfirgefi sameiginlegan markað og tollasamband ESB. Aðrir þingmenn eru hins vegar að kalla eftir því að Theresa May, forsætisráðherra, felli niður áfrýjun varðandi dómsúrskurð sem segir til um að þingmenn verði að kjósa um Brexit áður en af verður. Þingmennirnir 60, Íhaldsflokkurinn er í heildina með 328 þingmenn, segja að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í júní sýni greinilega að Bretland geti ekki verið utan ESB og í senn hluti af sameiginlega markaðinum eins og Noregur og Ísland. Allt minna en að slíta Bretland frá ESB að fullu væru svik við kjósendur.Skotar andvígir sambandsslitumNicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, kallaði í síðasta mánuði eftir því að Skotar myndu áfram vera aðilar sameiginlegum markaði ESB, jafnvel þó að aðrir hlutar Bretlands myndu slíta sig frá sambandinu. Hún sagði þó að hún hefði ekki fengið nein svör.Sturgeon hefur sagt að hún sé tilbúin til að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi um sjálfstæði frá Bretlandi ef Skotar fái ekki að vera áfram innan sameiginlega markaðarins. Yfirvöld í Skotlandi hafa þegar samið frumvarp um nýja atkvæðagreiðslu. Yfirgnæfandi meirihluti Skota kaus að vera áfram innan ESB í sumar og árið 2014 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði frá Bretlandi. Þá var niðurstaðan sú að 55,3 prósent vildu að Skotland yrði áfram hluti af Bretlandi og 44,7 prósent voru á móti því. Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00 Útganga Breta í uppnámi Stjórn Theresu May hyggst áfrýja dómsúrskurði um að breska þingið þurfi að samþykkja útgöngu úr ESB. Dómstóllinn segir ríkisstjórn enga heimild hafa til að virkja útgönguákvæði ESB, þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í s 4. nóvember 2016 07:00 Óundirbúnir fyrir Brexit og með enga áætlun Ríkisstjórn Bretlands er sundruð varðandi útgönguna úr ESB. 15. nóvember 2016 10:21 Breskir þingmenn í bobba Samkvæmt dómsúrskurði frá því á fimmtudag fer breska þingið eitt með ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. 5. nóvember 2016 07:00 May vill hnekkja Brexit-dómnum í Hæstarétti Forsætisráðherra Bretlands bregst við nýjum dómi um lögmæti útgöngu Breta úr Evrópusambandinu 6. nóvember 2016 13:36 May telur Brexit-dóminn ekki hafa áhrif á tímaramma útgöngu Breta Theresa May hyggst greina Jean-Claude Juncker frá því að dómurinn muni ekki hafa teljandi áhrif á tímarammann sem áður hafði verið teiknaður upp varðandi útgöngu Breta. 4. nóvember 2016 08:13 Skotar vilja koma að Brexit úrskurði hæstaréttar Yfirvöld í Skotlandi vilja meina að skoska þingið eigi einnig að staðfesta Brexit áður en af verður. 8. nóvember 2016 12:58 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins eru sammála um að sýna Englandi enga miskunn þegar kemur að úrsögn þeirra úr ESB. Það sé eina leiðin til að sporna gegn upprisu popúlista í Evrópu og halda ESB saman. Bretar verði að sætta sig við frjálst flæði fólks. Svokallaðar popúlistahreyfingar eru þegar á miklu róli í Frakklandi, Hollandi og víðar. Til dæmis Marine Le Pen, leiðtogi National Front í Frakklandi staðið vel að vígi í skoðanakönnunum. Leiðtogar ESB óttast að hún gæti unnið óvæntan sigur eins og Donald Trump og forsvarsmenn Brexit-atkvæðagreiðslunnar í Bretlandi. ESB óttast að ef Bretar fái góðan samning við sambandið gæti það hvatt önnur ríki til að segja sig einnig úr ESB.Nigel Farage, einn forsvarsmanna Brexit og starfandi formaður UKIP, hefur varað leiðtoga ESB við því að vinni Le Pen, sé Evrópusambandið úr sögunni. BBC sagði frá því í kvöld að 60 þingmenn íhaldsmanna hefðu kallað eftir því að Bretar yfirgefi sameiginlegan markað og tollasamband ESB. Aðrir þingmenn eru hins vegar að kalla eftir því að Theresa May, forsætisráðherra, felli niður áfrýjun varðandi dómsúrskurð sem segir til um að þingmenn verði að kjósa um Brexit áður en af verður. Þingmennirnir 60, Íhaldsflokkurinn er í heildina með 328 þingmenn, segja að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í júní sýni greinilega að Bretland geti ekki verið utan ESB og í senn hluti af sameiginlega markaðinum eins og Noregur og Ísland. Allt minna en að slíta Bretland frá ESB að fullu væru svik við kjósendur.Skotar andvígir sambandsslitumNicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, kallaði í síðasta mánuði eftir því að Skotar myndu áfram vera aðilar sameiginlegum markaði ESB, jafnvel þó að aðrir hlutar Bretlands myndu slíta sig frá sambandinu. Hún sagði þó að hún hefði ekki fengið nein svör.Sturgeon hefur sagt að hún sé tilbúin til að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi um sjálfstæði frá Bretlandi ef Skotar fái ekki að vera áfram innan sameiginlega markaðarins. Yfirvöld í Skotlandi hafa þegar samið frumvarp um nýja atkvæðagreiðslu. Yfirgnæfandi meirihluti Skota kaus að vera áfram innan ESB í sumar og árið 2014 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði frá Bretlandi. Þá var niðurstaðan sú að 55,3 prósent vildu að Skotland yrði áfram hluti af Bretlandi og 44,7 prósent voru á móti því.
Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00 Útganga Breta í uppnámi Stjórn Theresu May hyggst áfrýja dómsúrskurði um að breska þingið þurfi að samþykkja útgöngu úr ESB. Dómstóllinn segir ríkisstjórn enga heimild hafa til að virkja útgönguákvæði ESB, þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í s 4. nóvember 2016 07:00 Óundirbúnir fyrir Brexit og með enga áætlun Ríkisstjórn Bretlands er sundruð varðandi útgönguna úr ESB. 15. nóvember 2016 10:21 Breskir þingmenn í bobba Samkvæmt dómsúrskurði frá því á fimmtudag fer breska þingið eitt með ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. 5. nóvember 2016 07:00 May vill hnekkja Brexit-dómnum í Hæstarétti Forsætisráðherra Bretlands bregst við nýjum dómi um lögmæti útgöngu Breta úr Evrópusambandinu 6. nóvember 2016 13:36 May telur Brexit-dóminn ekki hafa áhrif á tímaramma útgöngu Breta Theresa May hyggst greina Jean-Claude Juncker frá því að dómurinn muni ekki hafa teljandi áhrif á tímarammann sem áður hafði verið teiknaður upp varðandi útgöngu Breta. 4. nóvember 2016 08:13 Skotar vilja koma að Brexit úrskurði hæstaréttar Yfirvöld í Skotlandi vilja meina að skoska þingið eigi einnig að staðfesta Brexit áður en af verður. 8. nóvember 2016 12:58 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00
Útganga Breta í uppnámi Stjórn Theresu May hyggst áfrýja dómsúrskurði um að breska þingið þurfi að samþykkja útgöngu úr ESB. Dómstóllinn segir ríkisstjórn enga heimild hafa til að virkja útgönguákvæði ESB, þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í s 4. nóvember 2016 07:00
Óundirbúnir fyrir Brexit og með enga áætlun Ríkisstjórn Bretlands er sundruð varðandi útgönguna úr ESB. 15. nóvember 2016 10:21
Breskir þingmenn í bobba Samkvæmt dómsúrskurði frá því á fimmtudag fer breska þingið eitt með ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. 5. nóvember 2016 07:00
May vill hnekkja Brexit-dómnum í Hæstarétti Forsætisráðherra Bretlands bregst við nýjum dómi um lögmæti útgöngu Breta úr Evrópusambandinu 6. nóvember 2016 13:36
May telur Brexit-dóminn ekki hafa áhrif á tímaramma útgöngu Breta Theresa May hyggst greina Jean-Claude Juncker frá því að dómurinn muni ekki hafa teljandi áhrif á tímarammann sem áður hafði verið teiknaður upp varðandi útgöngu Breta. 4. nóvember 2016 08:13
Skotar vilja koma að Brexit úrskurði hæstaréttar Yfirvöld í Skotlandi vilja meina að skoska þingið eigi einnig að staðfesta Brexit áður en af verður. 8. nóvember 2016 12:58