Óskar Magnússon ætlar ekki að sækja um listamannalaun Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2016 08:00 Óskar Magnússon á sér eftirtektarverðan feril en er til þess að gera nýr höfundur og til alls líklegur á þeim vettvangi. Verjandinn er fantafínn krimmi og fyndinn í kaupbæti. visir/Eyþór Verjandinn er ný bók eftir Óskar Magnússon. Þegar blaðamaður var að þýfga útgefanda Óskars um bókina var erfitt að verjast brosi. Samkvæmt honum er bókin hörkuspennandi og ofboðslega fyndin. Nánast eins og hann væri að semja sítat í auglýsingu og vildi ekkert til spara. Vantaði bara að útgefandinn bætti því við að hún væri allt þetta og yndislestur í senn og þá væri hann kominn með allan pakkann. En, merkilegt nokk, á daginn kemur að lýsingin er býsna nærri lagi. Verjandinn er skotheldur krimmi, hörkuspennandi en Óskari tekst að sauma inní svo átakanlegar aðstæður að þær kalla fram skellihlátur lesandans. Átakanlega fyndinn og spennandi krimmi. Já. Þetta er nýtt. Óskar er forvitnilegur höfundur. Hann kemur úr óvæntri átt inn í þann heim. Óskar var áratugum saman á forstjórahringekjunni, hann hefur stýrt ýmsum stórfyrirtækjum, hann hefur setið í stjórn þeirra, verið stjórnarformaður og endaði sem útgefandi Morgunblaðsins – en lét af störfum þar fyrir tveimur árum. Þetta er tilkomumikill ferill sem of langt mál er að rekja en Óskar er nú búsettur á Sámsstaðabakka í Fljótshlíð þar sem hann situr við skriftir, hugar að búskap og öðrum verkefnum.Með rithöfundinn í maganumSagt er að allir Íslendingar séu með bók í maganum. Þetta er fullyrðing sem trauðla stenst en víst er að Íslendingar telja sig upp til hópa vera stílfæra með afbrigðum, pennar góðir og sem slíkir eins og Aþena, alskapaðir úr höfði Seifs. En, þegar til kastanna kemur rekur flesta í vörðurnar. Hversu oft hefur maður heyrt menn ætla að helga sig skriftum á efri árum og svo verður auðvitað ekkert úr því. Óskar hefur hins vegar fylgt skriftum sínum eftir af mikilli einurð og á nú þegar, þó hann hafi ekki lagt þetta fyrir sig um langa hríð, góðan feril að baki: Tvö smásagnasöfn útgefin og tvær skáldsögur. Óskar er hvergi nærri hættur.Það var kalsasamt á bryggjusporðinum við Kaffibarinn, en það er einmitt á slíkum stöðum sem rétt er að ræða við kalla eins og Óskar.visir/eyþórVið mæltum okkur mót á Kaffivagninum, við Óskar og ljósmyndarinn. Á hrollköldum vetrardegi og vindasömum. Norpuðum úti á bryggjusporði í myndatöku og forðuðum okkur þá inn. Kaffivagninn, einmitt þar sem maður tekur viðtal við kalla eins og Óskar. Hann segir að ritstörf hafi blundað með sér lengi.Samdi sögur fyrir soninn„Ég skrifaði fyrst smásögu þegar ég var í menntaskóla, 17-18 ára. Svo gerði ég ekkert meira í því. Svo þegar ég eignaðist son fyrir 35 árum og uppúr því, fór ég að skrifa smásögur. Barnasögur fyrir hann. Ég var að segja honum sögur. Mér fannst megnið af þessum barnasögum svo smeðjulegar. Það var ekkert gaman að þeim uppeldislega, „straight“ tónn í þeim og verið að passa sig voða mikið á því að segja og gera enga vitleysu. Og foreldrarnir þurftu allaf að vera voða penir og fínir. En við feðgarnir bjuggum til sögur þar sem þeir voru gaurar, kallinn og strákurinn og ýmsar útgáfur af því. Og sögurnar voru bara skrifaðar fyrir hann. Börn vina minna fréttu af þessu og þau, nokkrir krakkar, fengu sögur á jólum. Það eru til einar 20 svona sögur.“Réttsýnin í barnabókunumSmeðjulegar krakkasögur. Einmitt. Þær voru það. Á löngu tímabili. Og eru kannski enn. „Það var ekki hægt að lesa fyrir krakka svona leiðindi. Við vildum hafa sögur með hrekkjum en, svo gat maður samt haft í þeim einhvern móral.“Yfirgengileg réttsýni hefur löngum einkennt barna- og unglingasögur?„Já, einmitt. Svo var það einhvern tíma einhver sem heyrði af þessu í einhverju viðtali, fyrir einhverjum áratugum. Og vildi gefa þetta út. En ég nennti því ekki þá. Ég var að skrifa bara fyrir okkur. Ég hefði þá þurft að skrifa þær uppá nýtt,“ segir Óskar. Og hann gaf sér ekki tíma til að leggjast yfir það, hafði þá enda öðrum hnöppum að hneppa.Fann taktinn í sveitinni„Svo eftir að ég fór að vera austur í sveitum þá fann ég einhvern svona takt sem mér leið vel með og þá byrjaði ég að skrifa af meiri alvöru. Skrifaði fyrst eina eða tvær smásögur. Sem vinir mínir lásu og sögðu að væri í lagi. Svo hélt ég því áfram og það var gefið út. Fyrsta bókin hét „Borðaði ég kvöldmat í gær“ og hún fékk fínar viðtökur. Svo hef ég verið að þessu síðan og af vaxandi þunga. Núna er þetta, kannski ekki aðalstarfið, ég er með smá búskap, gróðrarstöð austur í Fljótshlíð og svo er ég að reka Kerið. Mikill kraftur þar.“Óskar heldur því fram að þessi uppstilling, það að hafa hnefann á lofti til hálfs, sé úthugsuð af sinni hálfu og útgáfunnar -- svona eigi rithöfundurinn Óskar einmitt að líta út.visir/EyþórÓskar á ásamt öðrum Kerið í Grímsnesi. Vinsæll ferðamannastaður og hefur sem slíkur verið umdeildur; náttúruperlur í einkaeign. Já, er það ekki stórgróðafyrirbæri?„Hlýtur að verða það fyrir rest. En, við erum að reyna að nota peninginn núna í uppbyggingu. En, ritstörfin hafa tekið mjög stóran hluta míns tíma undanfarin tæp tvö ár eða eftir að ég hætti á Morgunblaðinu.“Lætur sér hvergi bregða í félagsskap rithöfundaJá, einmitt. Morgunblaðið. Sko, ég er að velta fyrir mér stöðu þinni sem rithöfundur. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að orða þetta án þess að móðga mann og annan. En, rithöfundar eru frekar svona samansúrraður eða jafnvel einsleitur hópur. Þetta er tiltölulega lítið samfélag. Og kannski svona ákveðnar línur, skoðanir og afstaða sem menn verða að undirgangast til að vera samþykktir í þeim félagsskap. Sem fullgildir meðlimir. Eða, svo virðist vera. Þú kemur úr frekar óvæntri átt, hefur verið forstjóri ýmissa fyrirtækja, útgefandi Morgunblaðsins… Ertu ekki á skjön? Eða, hvernig líður þér í því samhengi?„Mér líður ekkert illa. Ég læt nú ekkert rugla mig mikið í því sem ég er að gera. Og svo eru í þessum hópi menn sem eru ekkert ólíkir mér og hafa tekið mér mjög vel. Lyft mér upp, menn eins og Einar Kárason og Ólafur Gunnarsson sem eru einstakir öðlingar. Svo hef ég fengið svo fína krítík frá mönnum eins og Páli Baldvini Baldvinssyni og fleiri krítíkerum. Já, það eru einhverjar svona týpur. Það var auglýst eftir stjórnarmönnum í rithöfundasambandinu fyrir tveimur árum og ég bauð mig fram. Kannski af skömm minni.Óskar bauð sig fram til stjórnarsetu í rithöfundasambandinu. Hann fékk 12 atkvæði (í um 500 manna klúbbi) og hefur það til marks um að honum sé ekki úthýst á þeim vettvangi.visir/eyþór Ég held ég hafi fengið 12 atkvæði þannig að þú sérð að mér er ekki alveg úthýst,“ segir Óskar og það er fer ekki á milli mála að hann hefur gaman af því að segja frá þessu: „Ég veit ekki alveg hversu margir meðlimir eru í rithöfundasambandinu. Ætli þetta séu ekki svona 4 til 500 manns.“Rökstuðningur verður að fylgja úthlutun listamannalauna(Einmitt það. Ekki er hægt að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara. Blaðamaður teymir viðmælandann út á jarðsprengjusvæðið mikla, en hann lætur sér hvergi bregða. Ekki baun.)Jájá, og næsta skref er þá kannski að sækja um listamannalaun?„Neeeei, ég hef nú ekki velt því mikið fyrir mér. Mér sýnist nú margir mjög verðugir menn vera sniðgengnir í því. Og, ég veit ekki hvort ég á að vera að ergja mig á því þá. Vandaðir rithöfundar sem hafa árum saman lent í því, sveitungi minn Friðrik Erlingsson til dæmis sem samdi textann í óperunni um Ragnheiði biskupsdóttur. Hugsaðu þér, hann fær aldrei rithöfundalaun. Hvað á maður að vera að púkka uppá það? Svo eru þetta órökstuddar ívilnanir. Ég veit ekki hvernig stendur á því að það má fara með þessa ríkispeninga öðru vísi en aðra ríkispeninga. Það er almennt þannig að það má ekki láta út almannafé nema það fylgi einhver rökstuðningur. Nú er ég ekki að segja að menn séu ekki verðugir, alls ekki, en mér finnst bara að það eigi að rökstyðja þetta. Jakob Bjarnar fær sex mánaða laun vegna þess að, til þess að … og svo framvegis. Er það ekki eðlilegt?“Hættan sem því fylgir að vera ríkisstyrktur listamaðurEn, það virðist vera ákveðin lína sem er viðurkennd í þessum hópi? Og allar athugasemdir svo sem ábendingar um að ákveðnar hættur geti verið því samfara að vera ríkisstyrktur listamaður, til að mynda að fólk geti þá ómeðvitað breyst í varðhunda viðtekinna viðhorfa, þeim er yfirleitt afar illa tekið. „Ég tek undir þetta. Ég held að það sé heilmikið til í því. Og ég er ekki viss um að það sé neinum manni hollt að vera árum saman, jafnvel áratugum, í þessu forholli. En, ég hef ekki lifað af þessu og á kannski erfitt með að setja mig í þeirra spor að því leyti. En, er það hollt þó þeir þurfi á því að halda, það er ekki einu sinni víst. En ég tel að listamannalaun séu góðra gjalda verð og þau eigi að vera. En þegar verið er að úthluta miklum fjármunum út og suður þá verður að gera það mjög málefnalega og gera strangar kröfur.Menn hafa verið duglegir við að rústa merkingu orða að undanförnu og ný hugtök skotið upp kollinum eins og heimilin í landinu.visir/eyþórRithöfundasambandið fór illa að ráði sínu síðast og hefur verið að reyna að gera einhverjar strúktúrbreytingar á því hvernig valið er í úthlutunarnefndina. En þetta varðar ekki mig persónulega. Ég er vanur að bjarga mér sjálfur og hef ekkert annað í hyggju. Án þess að vera með eitthvert stærilæti. En, svo er þetta líka þannig að það fer ekkert eftir því hvernig menn eru staddir hverjir fá.“ Nei, þeir sem að þessu standa mega til að mynda ekki heyra á tekjutengingu minnst. „Einmitt. Allt snýst þetta jú um peninga. Og hvers vegna þá ekki í þessu? Þetta er bara peningaspursmál. Til þess eru listamannalaunin. En, ég ítreka að ég vil að þau séu en það verður að vera, ég vil ekki segja gagnsætt því það orð hefur verið að öðlast nýju merkinguna myrkvað og skothelt eða eitthvað álíka, orðið tilgangslaust orð, en það verður að standa vel að þessu.“Orðin eyðilögð í stórum stíl(Best að nota tækifærið og koma sér út af þessu svæði snarlega.) Já, menn hafa verið duglegir við það að eyðileggja orðin þessi misserin. Rústa merkingunni. Leiðrétting merkir orðið allt annað en áður og heimilin ... „Já, heimilin í landinu. Ég veit ekki hver hin heimilin eru. En það er greinilega eitthvað sérstakt hugtak; heimilin í landinu. Taktu eftir því.“ En ef við snúum okkur aftur að þínum ferli sem rithöfundur. Þótt þú komir úr frekar óvæntri átt sem rithöfundur fetar þú að einhverju leyti hefðbundna slóð. Fæst í fyrstu við smásagnaformið og færir þig þaðan yfir í skáldsöguna, eða glæpasöguna.„Já, þetta er rétt. Þetta er hefðbundin leið. Ég byrjaði á smásögum, skrifaði tvö smásagnahefti í röð sem einhverjir sögðu að ég ætti ekki að gera. Það gekk samt ágætlega. Svo var það augljóst að það þyrfti að koma skáldsaga eftir það.“Já, þér fannst það?„Nei, það fannst það öllum.“Má hugsanlega réttlæta glæpi?Í öðru smásagnasafninu var saga sem var nokkuð löng, saga sem menn töldu að gæti staðið undir stærra verki. „Gagnrýnendur töldu að þar væri efni í skáldsögu. Þetta er ennþá til. Glæpasaga og ekki glæpasaga. Ég skrifaði síðast „Látið síga piltar“. Ég veit ekki hvernig saga það er. Það var í henni morð. Það var í henni framhjáhald. Það voru í henni bankabrellur og fjármálasvindl. Samt var þetta sveitarómantísk saga. Sem sumir sögðu að væru með lýsingum eins og hjá Guðrúnu frá Lundi. Þetta var saga um samstöðu manna, væntumþykju innbyrðis, fegurð fjallanna og allt mögulegt. Verjandinn gerist í höfuðborginni meira en samt með þessa tengingu við náttúruna og síðustu bók.Óskar segist hafa alveg nógu mikið álit á gáfnafari sínu til þess að þora að reyna að vera skemmtilegur.visir/eyþórEn, glæpirnir í henni eru kannski nauðsynlegir fyrir framvinduna, fyrir ákveðinn móral sem hefur birst áður hjá mér. Sem er kannski ekki góður mórall. Sem er sú hugmynd, sem þarf að vanda sig með, að stundum megi menn komast upp með glæpi. Stundum taki menn lögin í sínar hendur og það gangi upp. Það er ekki vegna þess að þeir hafi ákveðið það. Þeir lenda í aðstæðum þar sem þeir eru tilneyddir til þess og vita að það verður ekki greitt úr því öðru vísi. Og það kunna að vera takmörk fyrir því hvað má predika þetta mikið. Þetta er í einhverjum smásögum, þetta er í Látið síga piltar. Þar sem maður er drepinn, kveikt í honum og látinn kokkast svo vel að ekki er hægt að kryfja hann til að komast að því hvað varð honum að aldurtila. Það var bara af því að menn voru komnir í þær aðstæður að þeir þurftu að leysa sín mál.“ Þetta er áhugaverð spurning. Fólk er upp til hópa löghlýðið og lýtur þeim siðferðisannmörkum sem búið er að setja því, oft blindandi. „Ég er lögfræðingur og auðvitað segir maður að með lögum skal land byggja en það er ekki þar með sagt að maður geti ekki leikið sér með einhverja varíanta og látið persónur gera hluti sem ekki eru almennt í lagi.“Alvaran er sæluhús grunnhyggninnarGleymist kannski oft með glæpasöguna; ýmsir hafa viljað tala hana niður, að þetta séu formúlubækur og ómerkilegar sem slíkar. Þegar fjallað er um þær, sama hversu viðkomandi vill auglýsa sig sem mikinn krimmavin, þá er það einatt út frá þáttum sem snúa að handverkinu; fléttu, tempói í frásögninni og hversu snjöll „gátan“ sé. En góð glæpasagan snýr, jafnvel meira en aðrar tegundir bókmennta, að samfélagslegum álitaefnum ritunartíma síns; siðferðisannmarka, ótta og þessu myrka í manninum. Ég held því fram að það sé þess vegna, en ekki bara að krimmahöfundar séu misgóðir handverksmenn við að sníða til í skapalón, sem hún hefur notið þessarar velgengni á undanförnum árum. Hvernig horfir þetta við þér?„Já, ég held það. Ég er ekki að reyna að skrifa inní eitthvert skapalón. Ég er að reyna að skrifa bærilegan texta sem mönnum líður ekki illa að lesa, að sagan fljóti og það sé gott mál á þessu. Ég reyni að hafa frásögnina sæmilega skemmtilega. Það er það sem ég hef gaman af sjálfur. Ekkert sem ég ákveð, það gerist af sjálfu sér. Þannig nærðu betur athygli lesandans. Af því að hann hefur gaman af því. Og það á við um svo marga aðra hluti. Margir halda það að ef maður er með glettni, húmor og eitthvað svona þá sé maður ekki nógu vel gefinn. Alvaran er sæluhús grunnhyggninnar, sagði Tómas Guðmundsson einhvern tíma. Ég hef alveg nógu mikið álit á gáfnafari mínu til þess að þora að reyna að vera skemmtilegur. Ég er ekki með neina svoleiðis minnimáttarkennd. Og læt það alveg eftir mér.“Útgefendur Óskars hafa kynnt hann sem Grisham Íslands og hafa meðal annars það fyrir sér í því að Óskar er lögmaður, sem skrifar réttardrama og lögmaður er í aðalhlutverki.visir/eyþórÞetta er líkast til viðtekið í samfélaginu, að þeim mun alvarlegri – þeim mun betur gefinn. En ég held að þessu sé algerlega öfugt farið. „Þannig að ég tek þessa áhættu. Og í þriðja lagi þá er spenna í þessu líka. Mín hugmynd er sú að ef þetta gengur upp þarf ekki að vera einhver ævintýraleg flétta. Ekki þannig að þú þurfir að fletta framar í bókina og spyrja: Bíddu, hver var þessi Bjarni? Hvað kom hann málinu við og hvernig var það aftur? Þó þetta sé lagt upp þannig að maður hnýti þá enda sem eru lausir. En, þetta er ekki hugarleikfimi, John le Carré eða eitthvað svoleiðis. Þetta er aðgengilegra.“Hinir köldu karlar við BræðraborgarstígNú hafa hinir harðskeyttu útgefendur þínir kynnt þig til sögunnar fyrir þessa vertíðina sem hinn nýja Grisham. Hvernig leggst það í þig?„Ég held að það væri miklu fróðlegra að vita hvað honum finnst um það. Að vera spyrtur við einhvern mann uppá Íslandi. Nei, ég hef gaman að því. Ég hef stúderað þessa kalla alla. Án þess að tala of mikið um efnið en bókin gengur út á það, og ég veit ekki hvort gerðar hafa verið slíkar tilraunir alvarlega áður, sama og Grisham og félagar hafa verið að gera; þar sem lögmaðurinn er í aðalhlutverki.“ Yrsa Sigurðardóttir hefur reyndar gert sér mat úr stöðu lögmannsins með sinni Þóru, en þetta er líkast til í fyrsta skipti á Íslandi sem lögmaður skrifar réttardrama og lögmaður er í aðalhlutverki. Líkt og er með Grisham. Óskar starfaði í ein sex ár sem lögmaður en áður hafði hann verið fréttastjóri á DV. Hann hefur því úr ýmsu að moða. „Við þekkjum góðar íslenskar bækur, krimma sem Arnaldur, Árni Þórarinsson og fleiri hafa skrifað og við þekkjum Erlend lögreglumann og Einar blaðamann, sem eru fínar persónur, og nú eiga menn að þekkja Stefán lögmann næst. Þetta er skrifað út frá hans sjónarhorni. Og ég held að það hafi ekki reynt mikið á það á Íslandi áður. Og ég held að það sé það sem þeir Bræðraborgarstígsfeðgar eiga við með þessari samlíkingu. Það er náttúrlega þannig að þegar út á þennan völl er komið, þá er maður bara leiksoppur. Maður sem er vanur að stjórna og ráða öllu sem hann vill sér bara auglýsingu og er allt í einu orðinn John Grisham Íslands. Þetta eru kaldir karlar. En svo hefur fólk gaman af þessu. Kannski er þetta einfaldasta leiðin markaðslega; það er verið að gera eitthvað í þessa átt.“Þeir kalla ekki allt ömmu sína í þeim efnum?„Nei. Ég þykist hafa gert sitthvað í markaðsmálum í gegnum tíðina. Í mörgum fyrirtækjum. Það er yndislegt að tala um það við útgefanda minn, Jóhann Pál, það eru mörg samtöl þar sem ákveðni er einkennandi svo ég noti ekki sterkari orð og miklar meiningar – á báða bóga. Og ég hef mjög gaman af því. Ég held mínu fram og öfugt.“Vissi ekki hvað lykilróman erÍ framhaldi af þessu, Grisham og allt það … eru einhverjir höfundar sem hafa haft meiri áhrif á þig en aðrir?„Ef ég á að byrja einhvers staðar þá væri það Oscar Wilde. Sem ég las upp til agna hér á árum áður. Það voru fyrst og fremst vittíheitin í honum; tilsvörin og húmorinn. En á Íslandi þá eru það nú þessir menn sem ég nefndi áðan. Einar Kárason er gamall skólabróðir minn. Ólaf Gunnarsson þekkti ég ekki neitt en hef bara lesið hann. Þorsteinn frá Hamri er yndislegur maður og eitt af okkar mestu skáldum. Ég hef miklar mætur á honum. En ég er ekkert upptekinn af neinum, sem ég man í svipinn.“Þegar menn voru að velta því fyrir sér hvort sögur Óskars væru lykilróman vissi hann ekki alveg hvað honum ætti að þykja um það -- lykilróman hlaut að vera eitthvað sem hærra væri skrifað. Eða hvað?visir/eyþórNeinei, þetta er líka leiðinlega spurning. En ef við víkjum að bókinni sem slíkri. Menn vilja meina að í henni séu persónur sem eigi sér augljósar fyrirmyndir. Og þetta sé að einhverju leyti lykilróman, sem svo hefur verið kallað? „Já, það var nú þannig, þegar ég heyrði talað um sögur eftir mig og síðustu bók, að það væri lykilróman, þá vissi ég ekkert hvað það þýddi. Ég hef ekki lært neina bókmenntafræði. Ég þurfti að láta Kolbrúnu Bergþórsdóttur, vinkonu mína, segja mér það.“Já?„Þetta má alveg koma fram núna. En, ég þorði þá ekki að viðurkenna þetta við neinn annan en hana og hringdi bara í hana. Því það var sagt í gagnrýni að þetta væri ekki lykilróman. Það hélt ég að væri mjög neikvætt. Því orðið lykilróman hljómar eins og það sé eitthvað voðalega merkilegt.“Þeir í Fljótshlíðinni voru búnir að kortleggja skáldskapinnEn nú er Óskar sem sagt búinn að komast að því hvað orðið þýðir; sem er einfaldlega það að persónur og atburðir eigi sér skýrar raunverulega fyrirmyndir. Þetta er í ætt við allegóríu. „Ég hef upplifað það að menn hafa leitað að sjálfum sér og öðrum í bókum mínum. Talið sig hafa fundið sig. Og vinir mínir í Fljótshlíðinni, sem telja að Hlíðardalur sem var í síðustu bók, sé Fljótshlíð en hafa aldrei fengið neina staðfestingu á því frá mér. En þeir hringdu, þegar þeir voru að lesa þetta og fá sér neðan í því, voru þá komnir í öngstræti og vantaði að vita hver ein persóna var en voru búnir að finna eiginlega alla hina. Töldu að ég hefði víxlað til konum og bæjum og eitthvað svona og allt eru þetta miklar spekúlasjónir og gefur þessu extra gildi fyrir þá sem vilja merkja sér þetta.“Hélt um hríð að hann væri að skrifa um sjálfan sigÓskar hefur einnig fengið athugasemdir frá fólki sem aldrei hefur komist í sögur og er hálf móðgað yfir því að hafa ekki risið undir því. „En það er ekki hægt að fallast á neitt af þessu. Eina sem hægt er að segja er að það sem ég skrifa fer af stað með einhverri hugmynd. Og hún er kannski raunveruleg. Svo fer skáldskapurinn með þetta. Einhvers staðar á þeirri leið getur vel verið að það bregði fyrir einhverju sem menn telja að sé ég eða einhver. Eða þeir sjálfir. Og það getur verið að einhver element úr hinum og þessum birtist. En ég get ekki fallist á að verið sé að skrifa konkret einhverjar fyrirmyndir. Ég hélt á tímabili, núna þegar ég skrifaði Verjandann, en þar er aðalpersónan lögmaður, svona undir niðri að það væri ég sjálfur. Hef ábyggilega haft það í huga.Þrátt fyrir aðventustreituröskun nýtur Óskar þess að taka þátt í jólabókaflóði.visir/eyþórSvo þegar ég fór að lesa eftir sjálfan mig sá ég að þessi lögmaður sem er í bókinni er bæði hár og myndarlegur, að vísu ljóshærður, en hann er bráðvel gefinn og snjall lögmaður sem nýtur mikillar kvenhylli. Og þá sá ég að þetta var skáldsaga. En ekki ævisaga mín. Og svo er um aðrar persónur í bókinni, sem verða að lúta þessum sömu lögmálum og ég sjálfur.“Saumað inn í þjóðarsálina að vera á verði gagnvart skáldskapEn lykilróman er líka þeirrar eigindar að menn vilja með þeim hætti koma á framfæri meiningum, oft afar beinskeyttri gagnrýni á menn og málefni. „Ég hugsa að það sé allt fullt af slíkri krítík í því sem ég hef skrifað. En það er meira feimnisleg krítík sem ég er að skemmta mér yfir. Það detta sjálfsagt pillur hér og þar, og krimtir í mér þegar ég skrifa það. Sumir skilja það og aðrir ekki. En þetta er ekki massív ádeila á eitthvert þjóðfélagsástand eða einhverja stétt manna.“ En þetta er saumað í þjóðarsálina, að vera á verði gagnvart þessu, frá fornu fari, tímum Bólu-Hjálmars og níðvísunnar. Fátt óttuðust menn meira, og kannski óttast, sem það að fá slíkt í hausinn því skáldskapurinn lifir mennina. „Einmitt. Er það ekki skiljanlegt? Það eru einhvers staðar mörk í þessu líka. En þó þetta sé ekki allt saman eintóm skemmtun eða háð skrifa ég af því mér finnst það gaman. Mér finnst síðustu þrír yfirlestrarnir ekki skemmtilegir, breytingarnar og það allt, en að skrifa sögu finnst mér afskaplega skemmtilegt.“Er þetta mikil hakkavél sem Forlagið setur handritið í?„Ég hef notið þess að fá mjög vandaða ritstjórn hjá Guðrúnu Sigfúsdóttur. Hún er snillingur og hvernig henni tekst að fá mig ofan af einhverju, það finnst mér bara snilld. Og ekki öllum konum gefið,“ segir Óskar og glottir skelmislega.Aðventustreituröskunin – það verða allir vitlausirÞú ert nú farinn að þekkja þig í jólabókaflóði, hvernig líkar þér sá þáttur rithöfundalífsins; að fylgja bókinni eftir með auglýsingum, útgáfuhófum, upplestrum og viðtölum … margir taka út fyrir þetta? „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Þetta kostar mig reyndar það að ég þarf að vera meira hér í bænum um þessar mundir. En viðtökurnar eru góðar í fyrstu lotu. Ég hitti inná lista. Annað sæti í morgun en ég veit ekki hversu mikið það endist, kannski ekki mikil sala á bak við það …“ Nei, það er eiginlega ekkert að marka þessa sölulista á þessu stigi. „Já, en samt. Það má láta sér líða vel í viku. Ég segi það oft þegar koma góð tíðindi og menn fara eitthvað að tala það niður; við skulum nú láta okkur líða vel alla vega til kvölds. En, þetta er ágætlega skemmtilegur kafli. Ég fann orð yfir það í morgun, þetta sem gerist í bókaheiminum og fer senn að gerast. Og er óbrigðult. Ég hef verið kaupmaður í jólabókatraffík, hjá Hagkaup á sínum tíma, þá sem stærsti bóksali landsins, sem var umdeilt og við tókumst á við bókakreðsuna um það, og svo hef ég verið höfundur. Ég hef ekki verið útgefandi. En það sem gerist með þessa þrjá; smásalana, útgefendurna og höfunda, í desember er aðventustreituröskun. Ég er að búa mig undir þetta – það verða allir vitlausir.“ Listamannalaun Tengdar fréttir Þessi ómótstæðilega og óþolandi landeyða Bókajólin verða góð. Þó ekki sé nema fyrir eina bók. Einar Kárason hefur skrifað aðra bók um Eyvind Storm. 10. nóvember 2016 07:15 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Verjandinn er ný bók eftir Óskar Magnússon. Þegar blaðamaður var að þýfga útgefanda Óskars um bókina var erfitt að verjast brosi. Samkvæmt honum er bókin hörkuspennandi og ofboðslega fyndin. Nánast eins og hann væri að semja sítat í auglýsingu og vildi ekkert til spara. Vantaði bara að útgefandinn bætti því við að hún væri allt þetta og yndislestur í senn og þá væri hann kominn með allan pakkann. En, merkilegt nokk, á daginn kemur að lýsingin er býsna nærri lagi. Verjandinn er skotheldur krimmi, hörkuspennandi en Óskari tekst að sauma inní svo átakanlegar aðstæður að þær kalla fram skellihlátur lesandans. Átakanlega fyndinn og spennandi krimmi. Já. Þetta er nýtt. Óskar er forvitnilegur höfundur. Hann kemur úr óvæntri átt inn í þann heim. Óskar var áratugum saman á forstjórahringekjunni, hann hefur stýrt ýmsum stórfyrirtækjum, hann hefur setið í stjórn þeirra, verið stjórnarformaður og endaði sem útgefandi Morgunblaðsins – en lét af störfum þar fyrir tveimur árum. Þetta er tilkomumikill ferill sem of langt mál er að rekja en Óskar er nú búsettur á Sámsstaðabakka í Fljótshlíð þar sem hann situr við skriftir, hugar að búskap og öðrum verkefnum.Með rithöfundinn í maganumSagt er að allir Íslendingar séu með bók í maganum. Þetta er fullyrðing sem trauðla stenst en víst er að Íslendingar telja sig upp til hópa vera stílfæra með afbrigðum, pennar góðir og sem slíkir eins og Aþena, alskapaðir úr höfði Seifs. En, þegar til kastanna kemur rekur flesta í vörðurnar. Hversu oft hefur maður heyrt menn ætla að helga sig skriftum á efri árum og svo verður auðvitað ekkert úr því. Óskar hefur hins vegar fylgt skriftum sínum eftir af mikilli einurð og á nú þegar, þó hann hafi ekki lagt þetta fyrir sig um langa hríð, góðan feril að baki: Tvö smásagnasöfn útgefin og tvær skáldsögur. Óskar er hvergi nærri hættur.Það var kalsasamt á bryggjusporðinum við Kaffibarinn, en það er einmitt á slíkum stöðum sem rétt er að ræða við kalla eins og Óskar.visir/eyþórVið mæltum okkur mót á Kaffivagninum, við Óskar og ljósmyndarinn. Á hrollköldum vetrardegi og vindasömum. Norpuðum úti á bryggjusporði í myndatöku og forðuðum okkur þá inn. Kaffivagninn, einmitt þar sem maður tekur viðtal við kalla eins og Óskar. Hann segir að ritstörf hafi blundað með sér lengi.Samdi sögur fyrir soninn„Ég skrifaði fyrst smásögu þegar ég var í menntaskóla, 17-18 ára. Svo gerði ég ekkert meira í því. Svo þegar ég eignaðist son fyrir 35 árum og uppúr því, fór ég að skrifa smásögur. Barnasögur fyrir hann. Ég var að segja honum sögur. Mér fannst megnið af þessum barnasögum svo smeðjulegar. Það var ekkert gaman að þeim uppeldislega, „straight“ tónn í þeim og verið að passa sig voða mikið á því að segja og gera enga vitleysu. Og foreldrarnir þurftu allaf að vera voða penir og fínir. En við feðgarnir bjuggum til sögur þar sem þeir voru gaurar, kallinn og strákurinn og ýmsar útgáfur af því. Og sögurnar voru bara skrifaðar fyrir hann. Börn vina minna fréttu af þessu og þau, nokkrir krakkar, fengu sögur á jólum. Það eru til einar 20 svona sögur.“Réttsýnin í barnabókunumSmeðjulegar krakkasögur. Einmitt. Þær voru það. Á löngu tímabili. Og eru kannski enn. „Það var ekki hægt að lesa fyrir krakka svona leiðindi. Við vildum hafa sögur með hrekkjum en, svo gat maður samt haft í þeim einhvern móral.“Yfirgengileg réttsýni hefur löngum einkennt barna- og unglingasögur?„Já, einmitt. Svo var það einhvern tíma einhver sem heyrði af þessu í einhverju viðtali, fyrir einhverjum áratugum. Og vildi gefa þetta út. En ég nennti því ekki þá. Ég var að skrifa bara fyrir okkur. Ég hefði þá þurft að skrifa þær uppá nýtt,“ segir Óskar. Og hann gaf sér ekki tíma til að leggjast yfir það, hafði þá enda öðrum hnöppum að hneppa.Fann taktinn í sveitinni„Svo eftir að ég fór að vera austur í sveitum þá fann ég einhvern svona takt sem mér leið vel með og þá byrjaði ég að skrifa af meiri alvöru. Skrifaði fyrst eina eða tvær smásögur. Sem vinir mínir lásu og sögðu að væri í lagi. Svo hélt ég því áfram og það var gefið út. Fyrsta bókin hét „Borðaði ég kvöldmat í gær“ og hún fékk fínar viðtökur. Svo hef ég verið að þessu síðan og af vaxandi þunga. Núna er þetta, kannski ekki aðalstarfið, ég er með smá búskap, gróðrarstöð austur í Fljótshlíð og svo er ég að reka Kerið. Mikill kraftur þar.“Óskar heldur því fram að þessi uppstilling, það að hafa hnefann á lofti til hálfs, sé úthugsuð af sinni hálfu og útgáfunnar -- svona eigi rithöfundurinn Óskar einmitt að líta út.visir/EyþórÓskar á ásamt öðrum Kerið í Grímsnesi. Vinsæll ferðamannastaður og hefur sem slíkur verið umdeildur; náttúruperlur í einkaeign. Já, er það ekki stórgróðafyrirbæri?„Hlýtur að verða það fyrir rest. En, við erum að reyna að nota peninginn núna í uppbyggingu. En, ritstörfin hafa tekið mjög stóran hluta míns tíma undanfarin tæp tvö ár eða eftir að ég hætti á Morgunblaðinu.“Lætur sér hvergi bregða í félagsskap rithöfundaJá, einmitt. Morgunblaðið. Sko, ég er að velta fyrir mér stöðu þinni sem rithöfundur. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að orða þetta án þess að móðga mann og annan. En, rithöfundar eru frekar svona samansúrraður eða jafnvel einsleitur hópur. Þetta er tiltölulega lítið samfélag. Og kannski svona ákveðnar línur, skoðanir og afstaða sem menn verða að undirgangast til að vera samþykktir í þeim félagsskap. Sem fullgildir meðlimir. Eða, svo virðist vera. Þú kemur úr frekar óvæntri átt, hefur verið forstjóri ýmissa fyrirtækja, útgefandi Morgunblaðsins… Ertu ekki á skjön? Eða, hvernig líður þér í því samhengi?„Mér líður ekkert illa. Ég læt nú ekkert rugla mig mikið í því sem ég er að gera. Og svo eru í þessum hópi menn sem eru ekkert ólíkir mér og hafa tekið mér mjög vel. Lyft mér upp, menn eins og Einar Kárason og Ólafur Gunnarsson sem eru einstakir öðlingar. Svo hef ég fengið svo fína krítík frá mönnum eins og Páli Baldvini Baldvinssyni og fleiri krítíkerum. Já, það eru einhverjar svona týpur. Það var auglýst eftir stjórnarmönnum í rithöfundasambandinu fyrir tveimur árum og ég bauð mig fram. Kannski af skömm minni.Óskar bauð sig fram til stjórnarsetu í rithöfundasambandinu. Hann fékk 12 atkvæði (í um 500 manna klúbbi) og hefur það til marks um að honum sé ekki úthýst á þeim vettvangi.visir/eyþór Ég held ég hafi fengið 12 atkvæði þannig að þú sérð að mér er ekki alveg úthýst,“ segir Óskar og það er fer ekki á milli mála að hann hefur gaman af því að segja frá þessu: „Ég veit ekki alveg hversu margir meðlimir eru í rithöfundasambandinu. Ætli þetta séu ekki svona 4 til 500 manns.“Rökstuðningur verður að fylgja úthlutun listamannalauna(Einmitt það. Ekki er hægt að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara. Blaðamaður teymir viðmælandann út á jarðsprengjusvæðið mikla, en hann lætur sér hvergi bregða. Ekki baun.)Jájá, og næsta skref er þá kannski að sækja um listamannalaun?„Neeeei, ég hef nú ekki velt því mikið fyrir mér. Mér sýnist nú margir mjög verðugir menn vera sniðgengnir í því. Og, ég veit ekki hvort ég á að vera að ergja mig á því þá. Vandaðir rithöfundar sem hafa árum saman lent í því, sveitungi minn Friðrik Erlingsson til dæmis sem samdi textann í óperunni um Ragnheiði biskupsdóttur. Hugsaðu þér, hann fær aldrei rithöfundalaun. Hvað á maður að vera að púkka uppá það? Svo eru þetta órökstuddar ívilnanir. Ég veit ekki hvernig stendur á því að það má fara með þessa ríkispeninga öðru vísi en aðra ríkispeninga. Það er almennt þannig að það má ekki láta út almannafé nema það fylgi einhver rökstuðningur. Nú er ég ekki að segja að menn séu ekki verðugir, alls ekki, en mér finnst bara að það eigi að rökstyðja þetta. Jakob Bjarnar fær sex mánaða laun vegna þess að, til þess að … og svo framvegis. Er það ekki eðlilegt?“Hættan sem því fylgir að vera ríkisstyrktur listamaðurEn, það virðist vera ákveðin lína sem er viðurkennd í þessum hópi? Og allar athugasemdir svo sem ábendingar um að ákveðnar hættur geti verið því samfara að vera ríkisstyrktur listamaður, til að mynda að fólk geti þá ómeðvitað breyst í varðhunda viðtekinna viðhorfa, þeim er yfirleitt afar illa tekið. „Ég tek undir þetta. Ég held að það sé heilmikið til í því. Og ég er ekki viss um að það sé neinum manni hollt að vera árum saman, jafnvel áratugum, í þessu forholli. En, ég hef ekki lifað af þessu og á kannski erfitt með að setja mig í þeirra spor að því leyti. En, er það hollt þó þeir þurfi á því að halda, það er ekki einu sinni víst. En ég tel að listamannalaun séu góðra gjalda verð og þau eigi að vera. En þegar verið er að úthluta miklum fjármunum út og suður þá verður að gera það mjög málefnalega og gera strangar kröfur.Menn hafa verið duglegir við að rústa merkingu orða að undanförnu og ný hugtök skotið upp kollinum eins og heimilin í landinu.visir/eyþórRithöfundasambandið fór illa að ráði sínu síðast og hefur verið að reyna að gera einhverjar strúktúrbreytingar á því hvernig valið er í úthlutunarnefndina. En þetta varðar ekki mig persónulega. Ég er vanur að bjarga mér sjálfur og hef ekkert annað í hyggju. Án þess að vera með eitthvert stærilæti. En, svo er þetta líka þannig að það fer ekkert eftir því hvernig menn eru staddir hverjir fá.“ Nei, þeir sem að þessu standa mega til að mynda ekki heyra á tekjutengingu minnst. „Einmitt. Allt snýst þetta jú um peninga. Og hvers vegna þá ekki í þessu? Þetta er bara peningaspursmál. Til þess eru listamannalaunin. En, ég ítreka að ég vil að þau séu en það verður að vera, ég vil ekki segja gagnsætt því það orð hefur verið að öðlast nýju merkinguna myrkvað og skothelt eða eitthvað álíka, orðið tilgangslaust orð, en það verður að standa vel að þessu.“Orðin eyðilögð í stórum stíl(Best að nota tækifærið og koma sér út af þessu svæði snarlega.) Já, menn hafa verið duglegir við það að eyðileggja orðin þessi misserin. Rústa merkingunni. Leiðrétting merkir orðið allt annað en áður og heimilin ... „Já, heimilin í landinu. Ég veit ekki hver hin heimilin eru. En það er greinilega eitthvað sérstakt hugtak; heimilin í landinu. Taktu eftir því.“ En ef við snúum okkur aftur að þínum ferli sem rithöfundur. Þótt þú komir úr frekar óvæntri átt sem rithöfundur fetar þú að einhverju leyti hefðbundna slóð. Fæst í fyrstu við smásagnaformið og færir þig þaðan yfir í skáldsöguna, eða glæpasöguna.„Já, þetta er rétt. Þetta er hefðbundin leið. Ég byrjaði á smásögum, skrifaði tvö smásagnahefti í röð sem einhverjir sögðu að ég ætti ekki að gera. Það gekk samt ágætlega. Svo var það augljóst að það þyrfti að koma skáldsaga eftir það.“Já, þér fannst það?„Nei, það fannst það öllum.“Má hugsanlega réttlæta glæpi?Í öðru smásagnasafninu var saga sem var nokkuð löng, saga sem menn töldu að gæti staðið undir stærra verki. „Gagnrýnendur töldu að þar væri efni í skáldsögu. Þetta er ennþá til. Glæpasaga og ekki glæpasaga. Ég skrifaði síðast „Látið síga piltar“. Ég veit ekki hvernig saga það er. Það var í henni morð. Það var í henni framhjáhald. Það voru í henni bankabrellur og fjármálasvindl. Samt var þetta sveitarómantísk saga. Sem sumir sögðu að væru með lýsingum eins og hjá Guðrúnu frá Lundi. Þetta var saga um samstöðu manna, væntumþykju innbyrðis, fegurð fjallanna og allt mögulegt. Verjandinn gerist í höfuðborginni meira en samt með þessa tengingu við náttúruna og síðustu bók.Óskar segist hafa alveg nógu mikið álit á gáfnafari sínu til þess að þora að reyna að vera skemmtilegur.visir/eyþórEn, glæpirnir í henni eru kannski nauðsynlegir fyrir framvinduna, fyrir ákveðinn móral sem hefur birst áður hjá mér. Sem er kannski ekki góður mórall. Sem er sú hugmynd, sem þarf að vanda sig með, að stundum megi menn komast upp með glæpi. Stundum taki menn lögin í sínar hendur og það gangi upp. Það er ekki vegna þess að þeir hafi ákveðið það. Þeir lenda í aðstæðum þar sem þeir eru tilneyddir til þess og vita að það verður ekki greitt úr því öðru vísi. Og það kunna að vera takmörk fyrir því hvað má predika þetta mikið. Þetta er í einhverjum smásögum, þetta er í Látið síga piltar. Þar sem maður er drepinn, kveikt í honum og látinn kokkast svo vel að ekki er hægt að kryfja hann til að komast að því hvað varð honum að aldurtila. Það var bara af því að menn voru komnir í þær aðstæður að þeir þurftu að leysa sín mál.“ Þetta er áhugaverð spurning. Fólk er upp til hópa löghlýðið og lýtur þeim siðferðisannmörkum sem búið er að setja því, oft blindandi. „Ég er lögfræðingur og auðvitað segir maður að með lögum skal land byggja en það er ekki þar með sagt að maður geti ekki leikið sér með einhverja varíanta og látið persónur gera hluti sem ekki eru almennt í lagi.“Alvaran er sæluhús grunnhyggninnarGleymist kannski oft með glæpasöguna; ýmsir hafa viljað tala hana niður, að þetta séu formúlubækur og ómerkilegar sem slíkar. Þegar fjallað er um þær, sama hversu viðkomandi vill auglýsa sig sem mikinn krimmavin, þá er það einatt út frá þáttum sem snúa að handverkinu; fléttu, tempói í frásögninni og hversu snjöll „gátan“ sé. En góð glæpasagan snýr, jafnvel meira en aðrar tegundir bókmennta, að samfélagslegum álitaefnum ritunartíma síns; siðferðisannmarka, ótta og þessu myrka í manninum. Ég held því fram að það sé þess vegna, en ekki bara að krimmahöfundar séu misgóðir handverksmenn við að sníða til í skapalón, sem hún hefur notið þessarar velgengni á undanförnum árum. Hvernig horfir þetta við þér?„Já, ég held það. Ég er ekki að reyna að skrifa inní eitthvert skapalón. Ég er að reyna að skrifa bærilegan texta sem mönnum líður ekki illa að lesa, að sagan fljóti og það sé gott mál á þessu. Ég reyni að hafa frásögnina sæmilega skemmtilega. Það er það sem ég hef gaman af sjálfur. Ekkert sem ég ákveð, það gerist af sjálfu sér. Þannig nærðu betur athygli lesandans. Af því að hann hefur gaman af því. Og það á við um svo marga aðra hluti. Margir halda það að ef maður er með glettni, húmor og eitthvað svona þá sé maður ekki nógu vel gefinn. Alvaran er sæluhús grunnhyggninnar, sagði Tómas Guðmundsson einhvern tíma. Ég hef alveg nógu mikið álit á gáfnafari mínu til þess að þora að reyna að vera skemmtilegur. Ég er ekki með neina svoleiðis minnimáttarkennd. Og læt það alveg eftir mér.“Útgefendur Óskars hafa kynnt hann sem Grisham Íslands og hafa meðal annars það fyrir sér í því að Óskar er lögmaður, sem skrifar réttardrama og lögmaður er í aðalhlutverki.visir/eyþórÞetta er líkast til viðtekið í samfélaginu, að þeim mun alvarlegri – þeim mun betur gefinn. En ég held að þessu sé algerlega öfugt farið. „Þannig að ég tek þessa áhættu. Og í þriðja lagi þá er spenna í þessu líka. Mín hugmynd er sú að ef þetta gengur upp þarf ekki að vera einhver ævintýraleg flétta. Ekki þannig að þú þurfir að fletta framar í bókina og spyrja: Bíddu, hver var þessi Bjarni? Hvað kom hann málinu við og hvernig var það aftur? Þó þetta sé lagt upp þannig að maður hnýti þá enda sem eru lausir. En, þetta er ekki hugarleikfimi, John le Carré eða eitthvað svoleiðis. Þetta er aðgengilegra.“Hinir köldu karlar við BræðraborgarstígNú hafa hinir harðskeyttu útgefendur þínir kynnt þig til sögunnar fyrir þessa vertíðina sem hinn nýja Grisham. Hvernig leggst það í þig?„Ég held að það væri miklu fróðlegra að vita hvað honum finnst um það. Að vera spyrtur við einhvern mann uppá Íslandi. Nei, ég hef gaman að því. Ég hef stúderað þessa kalla alla. Án þess að tala of mikið um efnið en bókin gengur út á það, og ég veit ekki hvort gerðar hafa verið slíkar tilraunir alvarlega áður, sama og Grisham og félagar hafa verið að gera; þar sem lögmaðurinn er í aðalhlutverki.“ Yrsa Sigurðardóttir hefur reyndar gert sér mat úr stöðu lögmannsins með sinni Þóru, en þetta er líkast til í fyrsta skipti á Íslandi sem lögmaður skrifar réttardrama og lögmaður er í aðalhlutverki. Líkt og er með Grisham. Óskar starfaði í ein sex ár sem lögmaður en áður hafði hann verið fréttastjóri á DV. Hann hefur því úr ýmsu að moða. „Við þekkjum góðar íslenskar bækur, krimma sem Arnaldur, Árni Þórarinsson og fleiri hafa skrifað og við þekkjum Erlend lögreglumann og Einar blaðamann, sem eru fínar persónur, og nú eiga menn að þekkja Stefán lögmann næst. Þetta er skrifað út frá hans sjónarhorni. Og ég held að það hafi ekki reynt mikið á það á Íslandi áður. Og ég held að það sé það sem þeir Bræðraborgarstígsfeðgar eiga við með þessari samlíkingu. Það er náttúrlega þannig að þegar út á þennan völl er komið, þá er maður bara leiksoppur. Maður sem er vanur að stjórna og ráða öllu sem hann vill sér bara auglýsingu og er allt í einu orðinn John Grisham Íslands. Þetta eru kaldir karlar. En svo hefur fólk gaman af þessu. Kannski er þetta einfaldasta leiðin markaðslega; það er verið að gera eitthvað í þessa átt.“Þeir kalla ekki allt ömmu sína í þeim efnum?„Nei. Ég þykist hafa gert sitthvað í markaðsmálum í gegnum tíðina. Í mörgum fyrirtækjum. Það er yndislegt að tala um það við útgefanda minn, Jóhann Pál, það eru mörg samtöl þar sem ákveðni er einkennandi svo ég noti ekki sterkari orð og miklar meiningar – á báða bóga. Og ég hef mjög gaman af því. Ég held mínu fram og öfugt.“Vissi ekki hvað lykilróman erÍ framhaldi af þessu, Grisham og allt það … eru einhverjir höfundar sem hafa haft meiri áhrif á þig en aðrir?„Ef ég á að byrja einhvers staðar þá væri það Oscar Wilde. Sem ég las upp til agna hér á árum áður. Það voru fyrst og fremst vittíheitin í honum; tilsvörin og húmorinn. En á Íslandi þá eru það nú þessir menn sem ég nefndi áðan. Einar Kárason er gamall skólabróðir minn. Ólaf Gunnarsson þekkti ég ekki neitt en hef bara lesið hann. Þorsteinn frá Hamri er yndislegur maður og eitt af okkar mestu skáldum. Ég hef miklar mætur á honum. En ég er ekkert upptekinn af neinum, sem ég man í svipinn.“Þegar menn voru að velta því fyrir sér hvort sögur Óskars væru lykilróman vissi hann ekki alveg hvað honum ætti að þykja um það -- lykilróman hlaut að vera eitthvað sem hærra væri skrifað. Eða hvað?visir/eyþórNeinei, þetta er líka leiðinlega spurning. En ef við víkjum að bókinni sem slíkri. Menn vilja meina að í henni séu persónur sem eigi sér augljósar fyrirmyndir. Og þetta sé að einhverju leyti lykilróman, sem svo hefur verið kallað? „Já, það var nú þannig, þegar ég heyrði talað um sögur eftir mig og síðustu bók, að það væri lykilróman, þá vissi ég ekkert hvað það þýddi. Ég hef ekki lært neina bókmenntafræði. Ég þurfti að láta Kolbrúnu Bergþórsdóttur, vinkonu mína, segja mér það.“Já?„Þetta má alveg koma fram núna. En, ég þorði þá ekki að viðurkenna þetta við neinn annan en hana og hringdi bara í hana. Því það var sagt í gagnrýni að þetta væri ekki lykilróman. Það hélt ég að væri mjög neikvætt. Því orðið lykilróman hljómar eins og það sé eitthvað voðalega merkilegt.“Þeir í Fljótshlíðinni voru búnir að kortleggja skáldskapinnEn nú er Óskar sem sagt búinn að komast að því hvað orðið þýðir; sem er einfaldlega það að persónur og atburðir eigi sér skýrar raunverulega fyrirmyndir. Þetta er í ætt við allegóríu. „Ég hef upplifað það að menn hafa leitað að sjálfum sér og öðrum í bókum mínum. Talið sig hafa fundið sig. Og vinir mínir í Fljótshlíðinni, sem telja að Hlíðardalur sem var í síðustu bók, sé Fljótshlíð en hafa aldrei fengið neina staðfestingu á því frá mér. En þeir hringdu, þegar þeir voru að lesa þetta og fá sér neðan í því, voru þá komnir í öngstræti og vantaði að vita hver ein persóna var en voru búnir að finna eiginlega alla hina. Töldu að ég hefði víxlað til konum og bæjum og eitthvað svona og allt eru þetta miklar spekúlasjónir og gefur þessu extra gildi fyrir þá sem vilja merkja sér þetta.“Hélt um hríð að hann væri að skrifa um sjálfan sigÓskar hefur einnig fengið athugasemdir frá fólki sem aldrei hefur komist í sögur og er hálf móðgað yfir því að hafa ekki risið undir því. „En það er ekki hægt að fallast á neitt af þessu. Eina sem hægt er að segja er að það sem ég skrifa fer af stað með einhverri hugmynd. Og hún er kannski raunveruleg. Svo fer skáldskapurinn með þetta. Einhvers staðar á þeirri leið getur vel verið að það bregði fyrir einhverju sem menn telja að sé ég eða einhver. Eða þeir sjálfir. Og það getur verið að einhver element úr hinum og þessum birtist. En ég get ekki fallist á að verið sé að skrifa konkret einhverjar fyrirmyndir. Ég hélt á tímabili, núna þegar ég skrifaði Verjandann, en þar er aðalpersónan lögmaður, svona undir niðri að það væri ég sjálfur. Hef ábyggilega haft það í huga.Þrátt fyrir aðventustreituröskun nýtur Óskar þess að taka þátt í jólabókaflóði.visir/eyþórSvo þegar ég fór að lesa eftir sjálfan mig sá ég að þessi lögmaður sem er í bókinni er bæði hár og myndarlegur, að vísu ljóshærður, en hann er bráðvel gefinn og snjall lögmaður sem nýtur mikillar kvenhylli. Og þá sá ég að þetta var skáldsaga. En ekki ævisaga mín. Og svo er um aðrar persónur í bókinni, sem verða að lúta þessum sömu lögmálum og ég sjálfur.“Saumað inn í þjóðarsálina að vera á verði gagnvart skáldskapEn lykilróman er líka þeirrar eigindar að menn vilja með þeim hætti koma á framfæri meiningum, oft afar beinskeyttri gagnrýni á menn og málefni. „Ég hugsa að það sé allt fullt af slíkri krítík í því sem ég hef skrifað. En það er meira feimnisleg krítík sem ég er að skemmta mér yfir. Það detta sjálfsagt pillur hér og þar, og krimtir í mér þegar ég skrifa það. Sumir skilja það og aðrir ekki. En þetta er ekki massív ádeila á eitthvert þjóðfélagsástand eða einhverja stétt manna.“ En þetta er saumað í þjóðarsálina, að vera á verði gagnvart þessu, frá fornu fari, tímum Bólu-Hjálmars og níðvísunnar. Fátt óttuðust menn meira, og kannski óttast, sem það að fá slíkt í hausinn því skáldskapurinn lifir mennina. „Einmitt. Er það ekki skiljanlegt? Það eru einhvers staðar mörk í þessu líka. En þó þetta sé ekki allt saman eintóm skemmtun eða háð skrifa ég af því mér finnst það gaman. Mér finnst síðustu þrír yfirlestrarnir ekki skemmtilegir, breytingarnar og það allt, en að skrifa sögu finnst mér afskaplega skemmtilegt.“Er þetta mikil hakkavél sem Forlagið setur handritið í?„Ég hef notið þess að fá mjög vandaða ritstjórn hjá Guðrúnu Sigfúsdóttur. Hún er snillingur og hvernig henni tekst að fá mig ofan af einhverju, það finnst mér bara snilld. Og ekki öllum konum gefið,“ segir Óskar og glottir skelmislega.Aðventustreituröskunin – það verða allir vitlausirÞú ert nú farinn að þekkja þig í jólabókaflóði, hvernig líkar þér sá þáttur rithöfundalífsins; að fylgja bókinni eftir með auglýsingum, útgáfuhófum, upplestrum og viðtölum … margir taka út fyrir þetta? „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Þetta kostar mig reyndar það að ég þarf að vera meira hér í bænum um þessar mundir. En viðtökurnar eru góðar í fyrstu lotu. Ég hitti inná lista. Annað sæti í morgun en ég veit ekki hversu mikið það endist, kannski ekki mikil sala á bak við það …“ Nei, það er eiginlega ekkert að marka þessa sölulista á þessu stigi. „Já, en samt. Það má láta sér líða vel í viku. Ég segi það oft þegar koma góð tíðindi og menn fara eitthvað að tala það niður; við skulum nú láta okkur líða vel alla vega til kvölds. En, þetta er ágætlega skemmtilegur kafli. Ég fann orð yfir það í morgun, þetta sem gerist í bókaheiminum og fer senn að gerast. Og er óbrigðult. Ég hef verið kaupmaður í jólabókatraffík, hjá Hagkaup á sínum tíma, þá sem stærsti bóksali landsins, sem var umdeilt og við tókumst á við bókakreðsuna um það, og svo hef ég verið höfundur. Ég hef ekki verið útgefandi. En það sem gerist með þessa þrjá; smásalana, útgefendurna og höfunda, í desember er aðventustreituröskun. Ég er að búa mig undir þetta – það verða allir vitlausir.“
Listamannalaun Tengdar fréttir Þessi ómótstæðilega og óþolandi landeyða Bókajólin verða góð. Þó ekki sé nema fyrir eina bók. Einar Kárason hefur skrifað aðra bók um Eyvind Storm. 10. nóvember 2016 07:15 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þessi ómótstæðilega og óþolandi landeyða Bókajólin verða góð. Þó ekki sé nema fyrir eina bók. Einar Kárason hefur skrifað aðra bók um Eyvind Storm. 10. nóvember 2016 07:15