Segir hættu á að eyðileggja íslenskt sauðfé Una Sighvatsdóttir skrifar 19. nóvember 2016 19:00 Ísland er skuldbundið samkvæmt EES-samningnum til að heimilia innflutning á hráu kjöti frá ríkjum Evrópusambandsins. Þrátt fyrir þetta felldu stjórnvöld árið 2009 út úr frumvarpi til matvælalaga ákvæði þess efnis. Eftirlitsstofnun EFTA telur þetta vísvitandi og alvarlegt brot íslenskra stjórnvalda og héraðsdómur Reykjavíkur komst í gær að sömu niðurstöðu. Jón Bjarnason, þáverandi landbúnaðarráðherra, sem festi bannið í sessi á sínum tíma, situr engu að síður við sinn keip og segir Alþingi best til þess fallið að ákvarða hagsmuni íslensku þjóðarinnar. „Það er náttúrulega vísvitandi þegar Alþingi setur lög og fráleitt að nefna um brot í því samhengi," segir Jón. Hugsað til verndar einangruðu búfjárkyni Í þáverandi ríkisstjórn var Jón einn harðasti andstæðingur inngöngu Íslands í ESB, en hann þvertekur fyrir að andstaða við Evrópusamruna hafi ráðið för við lagasetninguna. „Þetta er ekkert tengt því. Þetta eru fyrst og fremst þeir hagsmunir að vernda íslenskt búfjárkyn, sauðféð okkar, geiturnar, hrossin og kýrnar. Þetta eru búfjárkyn sem hafa verið einangruð hér á Íslandi öldum saman og mjög viðkvæm fyrir sjúkdómum." Í áliti ESA segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki sýnt fram á að núverandi fyrirkomulag megi réttlæta með þeim rökum að það sé nauðsynlegt til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði í samtali við fréttastofu í gær að innflutningsbannið sé lögleysa og einboðið að Alþingi taki það til baka. Jón telur að það væru mikil mistök.Alþingi æðra viðskiptasamningum „Vill hún sjá að allt sauðfé á Íslandi geti verið sett í þá áhættu að eyðileggjast vegna þeirra sjónarmiða að flytja inn hrátt, ófrosið kjöt? Hver vill taka þá áhættu? Ég held að þegar þingmenn fara að hugsa sinn gang og átta sig á hlutunum þá munu þeir standa áfram vörð um íslenska búfjárkyn, um íslensku sauðkindina, um hollustu og heilbrigði íslenskra matvara. Ég er alveg viss um það."En er Alþingi stætt á því svona í ljósi niðurstöðu bæði EFTA og núna héraðsdóms líka? „Nú var þetta bara ráðgefandi álit EFTA, en við verðum að muna eftir því að Alþingi er jú miklu æðra og löggjöf Alþingis miklu æðri heldur en einhverjir viðskiptasamningar," segir Jón. „Að sjálfsögðu gerum við samninga, en lögin setjum við og ef viðskiptasamningar einhverjir eru með þeim hætti að þeir ganga á svig við og gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar og lögum, þá þarf að skoða hvort það þurfi ekki að breyta viðkomandi viðskiptasamninga þannig að hann falli að íslenskum lögum. Við förum ekki að gefa eftir lagasetninguna til einhverra viðskiptastofnana." Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
Ísland er skuldbundið samkvæmt EES-samningnum til að heimilia innflutning á hráu kjöti frá ríkjum Evrópusambandsins. Þrátt fyrir þetta felldu stjórnvöld árið 2009 út úr frumvarpi til matvælalaga ákvæði þess efnis. Eftirlitsstofnun EFTA telur þetta vísvitandi og alvarlegt brot íslenskra stjórnvalda og héraðsdómur Reykjavíkur komst í gær að sömu niðurstöðu. Jón Bjarnason, þáverandi landbúnaðarráðherra, sem festi bannið í sessi á sínum tíma, situr engu að síður við sinn keip og segir Alþingi best til þess fallið að ákvarða hagsmuni íslensku þjóðarinnar. „Það er náttúrulega vísvitandi þegar Alþingi setur lög og fráleitt að nefna um brot í því samhengi," segir Jón. Hugsað til verndar einangruðu búfjárkyni Í þáverandi ríkisstjórn var Jón einn harðasti andstæðingur inngöngu Íslands í ESB, en hann þvertekur fyrir að andstaða við Evrópusamruna hafi ráðið för við lagasetninguna. „Þetta er ekkert tengt því. Þetta eru fyrst og fremst þeir hagsmunir að vernda íslenskt búfjárkyn, sauðféð okkar, geiturnar, hrossin og kýrnar. Þetta eru búfjárkyn sem hafa verið einangruð hér á Íslandi öldum saman og mjög viðkvæm fyrir sjúkdómum." Í áliti ESA segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki sýnt fram á að núverandi fyrirkomulag megi réttlæta með þeim rökum að það sé nauðsynlegt til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði í samtali við fréttastofu í gær að innflutningsbannið sé lögleysa og einboðið að Alþingi taki það til baka. Jón telur að það væru mikil mistök.Alþingi æðra viðskiptasamningum „Vill hún sjá að allt sauðfé á Íslandi geti verið sett í þá áhættu að eyðileggjast vegna þeirra sjónarmiða að flytja inn hrátt, ófrosið kjöt? Hver vill taka þá áhættu? Ég held að þegar þingmenn fara að hugsa sinn gang og átta sig á hlutunum þá munu þeir standa áfram vörð um íslenska búfjárkyn, um íslensku sauðkindina, um hollustu og heilbrigði íslenskra matvara. Ég er alveg viss um það."En er Alþingi stætt á því svona í ljósi niðurstöðu bæði EFTA og núna héraðsdóms líka? „Nú var þetta bara ráðgefandi álit EFTA, en við verðum að muna eftir því að Alþingi er jú miklu æðra og löggjöf Alþingis miklu æðri heldur en einhverjir viðskiptasamningar," segir Jón. „Að sjálfsögðu gerum við samninga, en lögin setjum við og ef viðskiptasamningar einhverjir eru með þeim hætti að þeir ganga á svig við og gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar og lögum, þá þarf að skoða hvort það þurfi ekki að breyta viðkomandi viðskiptasamninga þannig að hann falli að íslenskum lögum. Við förum ekki að gefa eftir lagasetninguna til einhverra viðskiptastofnana."
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent