Segir hættu á að eyðileggja íslenskt sauðfé Una Sighvatsdóttir skrifar 19. nóvember 2016 19:00 Ísland er skuldbundið samkvæmt EES-samningnum til að heimilia innflutning á hráu kjöti frá ríkjum Evrópusambandsins. Þrátt fyrir þetta felldu stjórnvöld árið 2009 út úr frumvarpi til matvælalaga ákvæði þess efnis. Eftirlitsstofnun EFTA telur þetta vísvitandi og alvarlegt brot íslenskra stjórnvalda og héraðsdómur Reykjavíkur komst í gær að sömu niðurstöðu. Jón Bjarnason, þáverandi landbúnaðarráðherra, sem festi bannið í sessi á sínum tíma, situr engu að síður við sinn keip og segir Alþingi best til þess fallið að ákvarða hagsmuni íslensku þjóðarinnar. „Það er náttúrulega vísvitandi þegar Alþingi setur lög og fráleitt að nefna um brot í því samhengi," segir Jón. Hugsað til verndar einangruðu búfjárkyni Í þáverandi ríkisstjórn var Jón einn harðasti andstæðingur inngöngu Íslands í ESB, en hann þvertekur fyrir að andstaða við Evrópusamruna hafi ráðið för við lagasetninguna. „Þetta er ekkert tengt því. Þetta eru fyrst og fremst þeir hagsmunir að vernda íslenskt búfjárkyn, sauðféð okkar, geiturnar, hrossin og kýrnar. Þetta eru búfjárkyn sem hafa verið einangruð hér á Íslandi öldum saman og mjög viðkvæm fyrir sjúkdómum." Í áliti ESA segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki sýnt fram á að núverandi fyrirkomulag megi réttlæta með þeim rökum að það sé nauðsynlegt til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði í samtali við fréttastofu í gær að innflutningsbannið sé lögleysa og einboðið að Alþingi taki það til baka. Jón telur að það væru mikil mistök.Alþingi æðra viðskiptasamningum „Vill hún sjá að allt sauðfé á Íslandi geti verið sett í þá áhættu að eyðileggjast vegna þeirra sjónarmiða að flytja inn hrátt, ófrosið kjöt? Hver vill taka þá áhættu? Ég held að þegar þingmenn fara að hugsa sinn gang og átta sig á hlutunum þá munu þeir standa áfram vörð um íslenska búfjárkyn, um íslensku sauðkindina, um hollustu og heilbrigði íslenskra matvara. Ég er alveg viss um það."En er Alþingi stætt á því svona í ljósi niðurstöðu bæði EFTA og núna héraðsdóms líka? „Nú var þetta bara ráðgefandi álit EFTA, en við verðum að muna eftir því að Alþingi er jú miklu æðra og löggjöf Alþingis miklu æðri heldur en einhverjir viðskiptasamningar," segir Jón. „Að sjálfsögðu gerum við samninga, en lögin setjum við og ef viðskiptasamningar einhverjir eru með þeim hætti að þeir ganga á svig við og gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar og lögum, þá þarf að skoða hvort það þurfi ekki að breyta viðkomandi viðskiptasamninga þannig að hann falli að íslenskum lögum. Við förum ekki að gefa eftir lagasetninguna til einhverra viðskiptastofnana." Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Ísland er skuldbundið samkvæmt EES-samningnum til að heimilia innflutning á hráu kjöti frá ríkjum Evrópusambandsins. Þrátt fyrir þetta felldu stjórnvöld árið 2009 út úr frumvarpi til matvælalaga ákvæði þess efnis. Eftirlitsstofnun EFTA telur þetta vísvitandi og alvarlegt brot íslenskra stjórnvalda og héraðsdómur Reykjavíkur komst í gær að sömu niðurstöðu. Jón Bjarnason, þáverandi landbúnaðarráðherra, sem festi bannið í sessi á sínum tíma, situr engu að síður við sinn keip og segir Alþingi best til þess fallið að ákvarða hagsmuni íslensku þjóðarinnar. „Það er náttúrulega vísvitandi þegar Alþingi setur lög og fráleitt að nefna um brot í því samhengi," segir Jón. Hugsað til verndar einangruðu búfjárkyni Í þáverandi ríkisstjórn var Jón einn harðasti andstæðingur inngöngu Íslands í ESB, en hann þvertekur fyrir að andstaða við Evrópusamruna hafi ráðið för við lagasetninguna. „Þetta er ekkert tengt því. Þetta eru fyrst og fremst þeir hagsmunir að vernda íslenskt búfjárkyn, sauðféð okkar, geiturnar, hrossin og kýrnar. Þetta eru búfjárkyn sem hafa verið einangruð hér á Íslandi öldum saman og mjög viðkvæm fyrir sjúkdómum." Í áliti ESA segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki sýnt fram á að núverandi fyrirkomulag megi réttlæta með þeim rökum að það sé nauðsynlegt til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði í samtali við fréttastofu í gær að innflutningsbannið sé lögleysa og einboðið að Alþingi taki það til baka. Jón telur að það væru mikil mistök.Alþingi æðra viðskiptasamningum „Vill hún sjá að allt sauðfé á Íslandi geti verið sett í þá áhættu að eyðileggjast vegna þeirra sjónarmiða að flytja inn hrátt, ófrosið kjöt? Hver vill taka þá áhættu? Ég held að þegar þingmenn fara að hugsa sinn gang og átta sig á hlutunum þá munu þeir standa áfram vörð um íslenska búfjárkyn, um íslensku sauðkindina, um hollustu og heilbrigði íslenskra matvara. Ég er alveg viss um það."En er Alþingi stætt á því svona í ljósi niðurstöðu bæði EFTA og núna héraðsdóms líka? „Nú var þetta bara ráðgefandi álit EFTA, en við verðum að muna eftir því að Alþingi er jú miklu æðra og löggjöf Alþingis miklu æðri heldur en einhverjir viðskiptasamningar," segir Jón. „Að sjálfsögðu gerum við samninga, en lögin setjum við og ef viðskiptasamningar einhverjir eru með þeim hætti að þeir ganga á svig við og gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar og lögum, þá þarf að skoða hvort það þurfi ekki að breyta viðkomandi viðskiptasamninga þannig að hann falli að íslenskum lögum. Við förum ekki að gefa eftir lagasetninguna til einhverra viðskiptastofnana."
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira