Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Snærós Sindradóttir skrifar 19. nóvember 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir ræddi við formenn allra flokka á Alþingi í gær en hún stefnir á að mynda fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri til miðju. Vísir/Ernir „Það eru einhverjir að búa þetta til bara. Við höfum verið mjög jákvæð um að skoða þetta,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, um meint viljaleysi flokksins til að hefja samstarf við Pírata. Daginn eftir kjördag sagði Benedikt að honum hugnaðist ekki að ganga inn í Píratabandalagið. „Ég er ekki alveg viss um að þjóðin sé að kalla eftir fimm flokka stjórn. Þá værum við að ganga inn í Píratabandalagið. Það hugnast mér nú ekki alveg,“ sagði Benedikt þá í viðtali á Stöð 2. Nú er komið annað hljóð í strokkinn því Benedikt segist ganga bjartsýnn til fimm flokka samstarfs. „Maður er smám saman að átta sig á því að kosningarnar fóru á ákveðinn veg. Eftir því sem leiðir lokast þá verður maður að opna á aðrar dyr.“Birgitta Jónsdóttir Fréttablaðið/Anton BrinkBirgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að meint óvild á milli flokka sé lítið annað en gróusögur. „Ég hef hitt fólk úr Viðreisn og held að það sé vilji til að finna leið til að hefja samvinnu. Það getur verið að það séu einhverjar gróusögur í gangi en ég held að það sé betra að fólk hittist og sjái hvort það sé einhver breið gjá þarna á milli eða ekki. Ég skynja hana að minnsta kosti ekki.“ Birgitta segir að jafnframt gangi gróusögur um að óvild sé á milli hennar og Katrínar Jakobsdóttur en ekkert geti verið fjær sannleikanum. „Það er engin óvild neins staðar. Allir stjórnarandstöðuflokkarnir unnu mjög náið saman á síðasta kjörtímabili. Það var frekar skýrt fyrir kosningar að það voru nokkur aðaláherslumál sem allir voru sammála um að þyrfti að ganga í.“ Katrín Jakobsdóttir lá undir feldi í gær eftir að hafa fundað með formönnum allra flokka á Alþingi í gær. Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að nokkrir þingmenn Vinstri grænna virtust spenntari fyrir samstarfi við Framsóknarflokkinn en Viðreisn og teldu meiri málefnahljómgrunn á milli flokkanna. Síðan hefur margt skýrst en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir eftir fundinn með Katrínu á fimmtudag að hann hefði verulegar efasemdir um að fimm flokka stjórn gæti starfað. Búist er við því að draga muni til tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í dag og formenn flokkanna hittist og fundi. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira
„Það eru einhverjir að búa þetta til bara. Við höfum verið mjög jákvæð um að skoða þetta,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, um meint viljaleysi flokksins til að hefja samstarf við Pírata. Daginn eftir kjördag sagði Benedikt að honum hugnaðist ekki að ganga inn í Píratabandalagið. „Ég er ekki alveg viss um að þjóðin sé að kalla eftir fimm flokka stjórn. Þá værum við að ganga inn í Píratabandalagið. Það hugnast mér nú ekki alveg,“ sagði Benedikt þá í viðtali á Stöð 2. Nú er komið annað hljóð í strokkinn því Benedikt segist ganga bjartsýnn til fimm flokka samstarfs. „Maður er smám saman að átta sig á því að kosningarnar fóru á ákveðinn veg. Eftir því sem leiðir lokast þá verður maður að opna á aðrar dyr.“Birgitta Jónsdóttir Fréttablaðið/Anton BrinkBirgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að meint óvild á milli flokka sé lítið annað en gróusögur. „Ég hef hitt fólk úr Viðreisn og held að það sé vilji til að finna leið til að hefja samvinnu. Það getur verið að það séu einhverjar gróusögur í gangi en ég held að það sé betra að fólk hittist og sjái hvort það sé einhver breið gjá þarna á milli eða ekki. Ég skynja hana að minnsta kosti ekki.“ Birgitta segir að jafnframt gangi gróusögur um að óvild sé á milli hennar og Katrínar Jakobsdóttur en ekkert geti verið fjær sannleikanum. „Það er engin óvild neins staðar. Allir stjórnarandstöðuflokkarnir unnu mjög náið saman á síðasta kjörtímabili. Það var frekar skýrt fyrir kosningar að það voru nokkur aðaláherslumál sem allir voru sammála um að þyrfti að ganga í.“ Katrín Jakobsdóttir lá undir feldi í gær eftir að hafa fundað með formönnum allra flokka á Alþingi í gær. Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að nokkrir þingmenn Vinstri grænna virtust spenntari fyrir samstarfi við Framsóknarflokkinn en Viðreisn og teldu meiri málefnahljómgrunn á milli flokkanna. Síðan hefur margt skýrst en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir eftir fundinn með Katrínu á fimmtudag að hann hefði verulegar efasemdir um að fimm flokka stjórn gæti starfað. Búist er við því að draga muni til tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í dag og formenn flokkanna hittist og fundi.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira