Íslandsmótið í 25 metra laug hófst í kvöld í Ásvallalaug í Hafnarfirði og íþróttamaður ársins, Eygló Ósk Gústafsdóttir, var þar á ferðinni.
Eygló Ósk rúllaði upp 200 metra baksundinu þar sem hún kom í mark á 2:07,04 mínútum. Það er nokkuð frá Íslandsmeti hennar sem er 2:03,53 mínútur.
Hún var aftur á móti tæpum 13 sekúndum á undan Katarínu Róbertsdóttur sem var önnur.
Önnur úrslit kvöldsins má sjá hér.

