Erlent

Enn ráðist á Aleppo úr lofti

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Gífurlegur fjöldi hefur farist í átökunum.
Gífurlegur fjöldi hefur farist í átökunum. Nordicphotos/AFP
Að minnsta kosti 25 fórust í loftárásum ríkisstjórnarhers Bashars al-Assad Sýrlandsforseta á borgina Aleppo í gær. Loftárásir hafa nú staðið yfir stanslaust í þrjá daga en uppreisnarmenn fara með völdin í borginni. Frá þessu greinir BBC.

Sprengjum var varpað á átta hverfi í austurhluta borgarinnar og voru árásirnar liður í nýju áhlaupi stjórnarhersins. Þriggja vikna banni stjórnarhersins við loftárásum lauk á þriðjudag en frá því hefur stjórnarherinn varpað sprengjum á borgina.

Tuttugu féllu líka þegar bílsprengja sprakk í Azaz, nærri Aleppo, í gær.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×