Viðskipti innlent

Hægt að komast til útlanda fyrir 2400 kall

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll mun aukast mikið í janúar.
Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll mun aukast mikið í janúar. vísir/GVA
Vegna mikillar aukningar í framboði á millilandaflugi um Keflavíkurflugvöll í janúar næstkomandi verður hægt að komast til útlanda fyrir tiltölulega lítinn pening. Fjallað er um málið á vef Túrista en samkvæmt athugun vefsins er ódýrasta flugfarið í janúar þann 16. janúar til Vilnius í Litháen.

Verðið er aðeins 19,99 evrur sem svarar um 2400 krónum en ódýrasta helgarflugið til borgarinnar er dagana 20. til 23. janúar og kostar þá rúmlega 7800 krónur. Flugin eru með flugfélaginu Wizz.

Samkvæmt umfjöllun Túrista er lægstu fargjöldin almennt að finna í seinni hluta janúar. Þannig má fljúga til Edinborgar með easyJet fyrir um 12500 krónur, til Madrídar fyrir um 14400 krónur með Norwegian og þá kostar farið með Wizz það sama.

Nánar er fjallað um málið á vef Túrista.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×