Innlent

Rannsókn á nauðgun sem ferðamaður kærði á viðkvæmu stigi

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglustöðin á Hverfisgötu.
Lögreglustöðin á Hverfisgötu. Vísir/GVA
Rannsókn stendur yfir á nauðgun sem var kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt þriðjudags.

Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segist í samtali við Vísi lítið geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Verið sé að vinna úr þeim vísbendingum sem liggja yfir í málinu.

Greint var fyrst frá málinu á vef Morgunblaðsins í gær en þar kom fram að sú sem kærði nauðgunina væri bandarísk stúlka sem var gestur á hóteli í miðbæ Reykjavíkur.

Árni segir í samtali við Vísi ekkert hægt að staðfesta af þessu. Rannsókn málsins sé á afar viðkvæmu stigi og því ekkert hægt að tjá sig um það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×