Upp í hæstu hæðir Jónas Sen skrifar 16. nóvember 2016 11:00 Andreas Brantelid einleikari fór á kostum á tónleikum SÍ síðastliðinn fimmtudag. Mynd/Marios Taramides Tónlist Sinfóníutónleikar Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 10. nóvember Sinfóníuhljómsveit Íslands Verk eftir: Dvorák, Sibelius og Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Einleikari: Andreas Brantelid. Stjórnandi: Yan Pascal Tortelier. Með fullri virðingu fyrir öllum heimsins sellóleikurum, þá held ég að ég hafi aldrei heyrt jafn vel spilað á selló og á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sl. fimmtudagskvöld. Einleikarinn var hinn danski Andreas Brantelid, og viðfangsefni hans var sellókonsertinn eftir Dvorák. Það er einkar sjarmerandi tónlist. Laglínurnar eru himneskar, blæbrigðin munúðarfull og framvindan spennandi. Brantelid spilaði af mikilli innlifun, og hver einasti tónn var svo fagurlega mótaður að það var alveg einstakt. Nótnahlaupin voru jafnframt fullkomlega af hendi leyst, tær og jöfn. Túlkunin var blátt áfram og eðlileg; maður naut hvers tóns. Hljómsveitin spilaði líka prýðilega undir styrkri stjórn Yans Pascals Tortelier, hins nýbakaða aðalstjórnanda hljómsveitarinnar. Eins og kunnugt er tók hann til starfa í haust og hefur hingað til ekki valdið vonbrigðum. Hann er sérlega líflegur tónlistarmaður, fullur af músík og innblæstri. Þessir eiginleikar nýttust ágætlega í íslenska verkinu á efnisskránni, Aqueora eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Þar var stemningin lygn, mikið um hljóma í kyrrstöðu, tónmálið hefðbundið. Upp í hugann kom mynd af friðsömu landslagi. Þó var greinanleg ákveðin ólga sem einstöku sinnum braust fram. Tortelier miðlaði þessu af grípandi næmleika. Tónlistin var óvenju lífræn undir stjórn hans, sem gerði hana heillandi viðkvæma. Hljómsveitin spilaði líka af tæknilegu öryggi, fínleg litbrigðin voru nostursamlega ofin, heildarmyndin sannfærandi. Þrátt fyrir afar ánægjulega upplifun fyrir hlé, var toppnum samt ekki náð. Nei, það var önnur sinfónía Sibeliusar sem gerði mann brjálaðan. Eins og Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur benti réttilega á í tónleikaskránni, þá voru stílbrögð Sibeliusar þvert á viðteknar venjur. Á meðan hefðin var að byrja svona verk á breiðum og krassandi stefjum, sem svo voru söxuð niður og unnið úr í fjölbreytilegum tóntegundaskiptum, þá nálgaðist Sibelius verkefni sitt á annan hátt. Sjálfur sagði hann að það væri eins og Almættið hefði hent mósaíkbútum af gólfi himnaríkis niður til jarðar og beðið hann um að púsla þeim saman. Upphafið er óreiðukennt, þar koma fyrir alls konar hendingar og stefbrot sem virðast ekki eiga neitt sameiginlegt. Andrúmsloftið er þrungið átökum, óljóst er hvað snýr upp og hvað niður. En smátt og smátt fer að komast mynd á tónavefinn og undir það síðasta birtast mögnuð stef. Þau vaxa upp í hápunkt sem er svo máttugur að orð fá því ekki lýst. Tortelier og hljómsveitin gerði þetta af þvílíkum ástríðum og ákafa að maður fékk gæsahúð. Útkoman var vægast sagt áhrifarík. Ef til vill mátti heyra örlitlar snurður í samspili ef vel var að gáð, t.d. hjá strengjunum. En lifandi tónleikar eru sjaldan fullkomnir. Það sem VAR fullkomið var innlifunin og flæðið í túlkuninni. Hún gerði að verkum að þessir tónleikar verða að teljast með þeim betri í langan tíma.Niðurstaða: Algerlega framúrskarandi tónleikar með einstökum sellóleikara og yfirburða hljómsveitarstjórn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. nóvember. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Sinfóníutónleikar Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 10. nóvember Sinfóníuhljómsveit Íslands Verk eftir: Dvorák, Sibelius og Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Einleikari: Andreas Brantelid. Stjórnandi: Yan Pascal Tortelier. Með fullri virðingu fyrir öllum heimsins sellóleikurum, þá held ég að ég hafi aldrei heyrt jafn vel spilað á selló og á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sl. fimmtudagskvöld. Einleikarinn var hinn danski Andreas Brantelid, og viðfangsefni hans var sellókonsertinn eftir Dvorák. Það er einkar sjarmerandi tónlist. Laglínurnar eru himneskar, blæbrigðin munúðarfull og framvindan spennandi. Brantelid spilaði af mikilli innlifun, og hver einasti tónn var svo fagurlega mótaður að það var alveg einstakt. Nótnahlaupin voru jafnframt fullkomlega af hendi leyst, tær og jöfn. Túlkunin var blátt áfram og eðlileg; maður naut hvers tóns. Hljómsveitin spilaði líka prýðilega undir styrkri stjórn Yans Pascals Tortelier, hins nýbakaða aðalstjórnanda hljómsveitarinnar. Eins og kunnugt er tók hann til starfa í haust og hefur hingað til ekki valdið vonbrigðum. Hann er sérlega líflegur tónlistarmaður, fullur af músík og innblæstri. Þessir eiginleikar nýttust ágætlega í íslenska verkinu á efnisskránni, Aqueora eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Þar var stemningin lygn, mikið um hljóma í kyrrstöðu, tónmálið hefðbundið. Upp í hugann kom mynd af friðsömu landslagi. Þó var greinanleg ákveðin ólga sem einstöku sinnum braust fram. Tortelier miðlaði þessu af grípandi næmleika. Tónlistin var óvenju lífræn undir stjórn hans, sem gerði hana heillandi viðkvæma. Hljómsveitin spilaði líka af tæknilegu öryggi, fínleg litbrigðin voru nostursamlega ofin, heildarmyndin sannfærandi. Þrátt fyrir afar ánægjulega upplifun fyrir hlé, var toppnum samt ekki náð. Nei, það var önnur sinfónía Sibeliusar sem gerði mann brjálaðan. Eins og Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur benti réttilega á í tónleikaskránni, þá voru stílbrögð Sibeliusar þvert á viðteknar venjur. Á meðan hefðin var að byrja svona verk á breiðum og krassandi stefjum, sem svo voru söxuð niður og unnið úr í fjölbreytilegum tóntegundaskiptum, þá nálgaðist Sibelius verkefni sitt á annan hátt. Sjálfur sagði hann að það væri eins og Almættið hefði hent mósaíkbútum af gólfi himnaríkis niður til jarðar og beðið hann um að púsla þeim saman. Upphafið er óreiðukennt, þar koma fyrir alls konar hendingar og stefbrot sem virðast ekki eiga neitt sameiginlegt. Andrúmsloftið er þrungið átökum, óljóst er hvað snýr upp og hvað niður. En smátt og smátt fer að komast mynd á tónavefinn og undir það síðasta birtast mögnuð stef. Þau vaxa upp í hápunkt sem er svo máttugur að orð fá því ekki lýst. Tortelier og hljómsveitin gerði þetta af þvílíkum ástríðum og ákafa að maður fékk gæsahúð. Útkoman var vægast sagt áhrifarík. Ef til vill mátti heyra örlitlar snurður í samspili ef vel var að gáð, t.d. hjá strengjunum. En lifandi tónleikar eru sjaldan fullkomnir. Það sem VAR fullkomið var innlifunin og flæðið í túlkuninni. Hún gerði að verkum að þessir tónleikar verða að teljast með þeim betri í langan tíma.Niðurstaða: Algerlega framúrskarandi tónleikar með einstökum sellóleikara og yfirburða hljómsveitarstjórn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. nóvember.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira