Verkfalli allra sjómanna frestað Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 23:30 Grindvískir sjómenn frestuðu verkfalli í kvöld. Vísir/vilhelm Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur undirrituðu í kvöld nýjan kjarasamning til tveggja ára. Verkfalli félagsmanns SVG hefur því verið frestað frá og með klukkan 14 í morgun, og hafa þar með öll sjómannafélög frestað verkföllum sínum. „Efni nýs samnings er svipað og Sjómannasambandið skrifaði undir í kvöld, en með nokkrum viðaukum sem samningsaðilar töldu að væri vert að bjóða félagsmönnum að fara með í atkvæðagreiðslu,” segir Einar Hannes Harðarson, formaður SVG. Samið var um sérstaka línuuppbót að fjárhæð 120 þúsund krónum til handa sjómönnum á línubátum, og þá var áréttaður sérstakur forgangur á endurskoðun fjarskiptamála, svo fátt eitt sé nefnt. Einar segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að leysa úr öllum ágreiningsefnum, þá sé það viss áfangasigur að hafa náð að semja um línuuppbótina. „Það sem við vorum mjög ósáttir við í þeim samningum sem Sjómannasambandið gerði var að það kom lítið til línubátasjómanna. Við náðum ákveðnu samkomulagi um það hvernig við myndum ná að leysa það vandamál. Það er einn áfangasigur fyrir okkur í Grindavík. Við erum með marga línubátasjómenn og töldum þetta nauðsynlegt,” segir hann. Kjarasamningurinn fer í atkvæðagreiðslu félagsmanna 14 .desember næstkomandi og ættu niðurstöður að liggja fyrir degi síðar, að sögn Einars. Verkfall sjómanna Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur undirrituðu í kvöld nýjan kjarasamning til tveggja ára. Verkfalli félagsmanns SVG hefur því verið frestað frá og með klukkan 14 í morgun, og hafa þar með öll sjómannafélög frestað verkföllum sínum. „Efni nýs samnings er svipað og Sjómannasambandið skrifaði undir í kvöld, en með nokkrum viðaukum sem samningsaðilar töldu að væri vert að bjóða félagsmönnum að fara með í atkvæðagreiðslu,” segir Einar Hannes Harðarson, formaður SVG. Samið var um sérstaka línuuppbót að fjárhæð 120 þúsund krónum til handa sjómönnum á línubátum, og þá var áréttaður sérstakur forgangur á endurskoðun fjarskiptamála, svo fátt eitt sé nefnt. Einar segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að leysa úr öllum ágreiningsefnum, þá sé það viss áfangasigur að hafa náð að semja um línuuppbótina. „Það sem við vorum mjög ósáttir við í þeim samningum sem Sjómannasambandið gerði var að það kom lítið til línubátasjómanna. Við náðum ákveðnu samkomulagi um það hvernig við myndum ná að leysa það vandamál. Það er einn áfangasigur fyrir okkur í Grindavík. Við erum með marga línubátasjómenn og töldum þetta nauðsynlegt,” segir hann. Kjarasamningurinn fer í atkvæðagreiðslu félagsmanna 14 .desember næstkomandi og ættu niðurstöður að liggja fyrir degi síðar, að sögn Einars.
Verkfall sjómanna Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira