Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. nóvember 2016 06:00 Bjarni Benediktsson yfirgefur Bessastaði eftir fund sinn með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands í gær. vísir/vilhelm Fyrsti valkostur Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, er fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og að miðju. Katrín fer á Bessastaði klukkan eitt í dag til fundar við forseta Íslands. Fastlega er búist við því að hún fái þar formlegt umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit viðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn fyrripartinn í gær eftir að flokkunum mistókst að ná sáttum um málefni tengd Evrópusambandinu og sjávarútveginum. Bjarni fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í gær og upplýsti hann um stöðu mála. „Ég tel að samtöl undanfarinna daga hafi leitt í ljós að það væri afar óvarlegt að leggja af stað með þann málefnagrunn sem um er rætt og nauman meirihluta inn í kjörtímabilið. Margt segir mér að aðstæður kalli á ríkisstjórn með breiðari skírskotun og sterkari meirihluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boðið,“ sagði Bjarni eftir fundinn með forsetanum. Vísaði hann þar líklega til mögulegs samstarfs síns flokks og Vinstri grænna. Katrín sagði í viðtölum í gær að hennar fyrsti kostur væri að mynda fimm flokka vinstristjórn. Slík stjórn myndi að öllum líkindum undanskilja núverandi ríkisstjórnarflokka. „Við erum reiðubúin að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi,“ segir Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, þingmaður Pírata og einn þriggja umboðsmanna flokksins í stjórnarmyndunarviðræðum. Áður höfðu Píratar nefnt til sögunnar þann möguleika að flokkurinn myndi verja minnihlutastjórn falli. Aðspurður um mögulega fimm flokka stjórn segir Einar það vera einn möguleikann í stöðunni. „Við tökum ekki þátt í að styðja ríkisstjórn sem inniheldur Framsókn. Þar er hver höndin upp á móti annarri og ég lít svo á að á meðan sé hann ekki stjórntækur,“ segir Einar. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn útiloki ekkert. „Við þessar flóknu aðstæður þá verðum við sem ábyrgur flokkur að velta því fyrir okkur með hvaða hætti við getum orðið að liði,“ segir Logi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að menn andi með nefinu og ítrekar þá skoðun sína að þjóðin hafi verið að kalla eftir breiðri ríkisstjórn með víða skírskotun. „Framsóknarflokkurinn er alltaf tilbúinn til þess að koma að myndun ríkisstjórnar. Mér þykir menn hafa farið of geyst í að útiloka samstarf við hina og þessa flokka og því er staðan örlítið flókin,“ segir Sigurður Ingi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Bjarni eftir fundinn með forseta: Ekki með viðmælendur til að mynda meirihlutastjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Bessastöðum klukkan 17 í dag í kjölfar þess að Bjarni sleit stjórnarviðræðum við Bjarta frmatíð og Viðreisn. 15. nóvember 2016 17:48 Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa Katrínu uppá bátinn Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa frá sér alla von um setu í næstu stjórn. 15. nóvember 2016 16:43 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fyrsti valkostur Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, er fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og að miðju. Katrín fer á Bessastaði klukkan eitt í dag til fundar við forseta Íslands. Fastlega er búist við því að hún fái þar formlegt umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit viðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn fyrripartinn í gær eftir að flokkunum mistókst að ná sáttum um málefni tengd Evrópusambandinu og sjávarútveginum. Bjarni fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í gær og upplýsti hann um stöðu mála. „Ég tel að samtöl undanfarinna daga hafi leitt í ljós að það væri afar óvarlegt að leggja af stað með þann málefnagrunn sem um er rætt og nauman meirihluta inn í kjörtímabilið. Margt segir mér að aðstæður kalli á ríkisstjórn með breiðari skírskotun og sterkari meirihluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boðið,“ sagði Bjarni eftir fundinn með forsetanum. Vísaði hann þar líklega til mögulegs samstarfs síns flokks og Vinstri grænna. Katrín sagði í viðtölum í gær að hennar fyrsti kostur væri að mynda fimm flokka vinstristjórn. Slík stjórn myndi að öllum líkindum undanskilja núverandi ríkisstjórnarflokka. „Við erum reiðubúin að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi,“ segir Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, þingmaður Pírata og einn þriggja umboðsmanna flokksins í stjórnarmyndunarviðræðum. Áður höfðu Píratar nefnt til sögunnar þann möguleika að flokkurinn myndi verja minnihlutastjórn falli. Aðspurður um mögulega fimm flokka stjórn segir Einar það vera einn möguleikann í stöðunni. „Við tökum ekki þátt í að styðja ríkisstjórn sem inniheldur Framsókn. Þar er hver höndin upp á móti annarri og ég lít svo á að á meðan sé hann ekki stjórntækur,“ segir Einar. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn útiloki ekkert. „Við þessar flóknu aðstæður þá verðum við sem ábyrgur flokkur að velta því fyrir okkur með hvaða hætti við getum orðið að liði,“ segir Logi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að menn andi með nefinu og ítrekar þá skoðun sína að þjóðin hafi verið að kalla eftir breiðri ríkisstjórn með víða skírskotun. „Framsóknarflokkurinn er alltaf tilbúinn til þess að koma að myndun ríkisstjórnar. Mér þykir menn hafa farið of geyst í að útiloka samstarf við hina og þessa flokka og því er staðan örlítið flókin,“ segir Sigurður Ingi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Bjarni eftir fundinn með forseta: Ekki með viðmælendur til að mynda meirihlutastjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Bessastöðum klukkan 17 í dag í kjölfar þess að Bjarni sleit stjórnarviðræðum við Bjarta frmatíð og Viðreisn. 15. nóvember 2016 17:48 Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa Katrínu uppá bátinn Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa frá sér alla von um setu í næstu stjórn. 15. nóvember 2016 16:43 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37
Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38
Bjarni eftir fundinn með forseta: Ekki með viðmælendur til að mynda meirihlutastjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Bessastöðum klukkan 17 í dag í kjölfar þess að Bjarni sleit stjórnarviðræðum við Bjarta frmatíð og Viðreisn. 15. nóvember 2016 17:48
Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa Katrínu uppá bátinn Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa frá sér alla von um setu í næstu stjórn. 15. nóvember 2016 16:43
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59