Áskorun: Aukin þróunarsamvinna og ný ríkisstjórn Framkvæmdastjórar hjálparsamtaka skrifar 16. nóvember 2016 07:00 Um áratugaskeið hafa íslensk stjórnvöld stutt markmið Sameinuðu þjóðanna um að velmegunarríki verji sem samsvarar 0,7% af vergum þjóðartekjum til að styðja við fátæk og óstöðug ríki. Á síðasta ári vörðu íslensk stjórnvöld hins vegar 0,24% af vergum þjóðartekjum til málaflokksins og 0,23% árið 2014. Hæst var framlag Íslands 0,37% árið 2008. Markmið með þróunarsamvinnu Íslands er tvíþætt: Í fyrsta lagi að „styðja stjórnvöld í þróunarlöndum við að útrýma fátækt og hungri, stuðla að efnahags- og félagslegri þróun, þ.m.t. mannréttindum, menntun, bættu heilsufari, jafnrétti kynjanna og sjálfbærri þróun“ og í annan stað að „tryggja öryggi á alþjóðavettvangi, m.a. með því að stuðla að friði og gæta hans, vinna að uppbyggingu og veita mannúðar- og neyðaraðstoð.“ Það eru viðsjárverðir tímar. Átök geysa víða og af þeim sökum neyðist fólk jafnvel til að flýja heimili sín. Náttúruhamfarir, fátækt og skortur á menntun (einkum stúlkna) verða til þess að ástandið versnar. Ein afleiðing er aukinn fjöldi flóttafólks sem leitar til Evrópu og þar með talið Íslands. Er ekki kominn tími til að snúa vörn í sókn? Við undirrituð, sem erum í forsvari fyrir hjálpar- og mannúðarsamtök í alþjóðlegu hjálparstarfi, skorum á verðandi ríkisstjórn og nýkjörið Alþingi að verða við yfirlýstum vilja þings og þjóðar og hækka framlög Íslands til þróunarsamvinnu þannig við getum aðstoðað fólk á heimslóðum þess, greitt götu kynjajafnréttis og eflt menntun stúlkna og drengja sem er forsenda aukinnar velferðar og velmegunar. Enginn vill þurfa að flýja, hvorki heimili sitt né heimaland, og hvað þá að láta lífið vegna fátæktar, hungursneyðar eða hamfara sem má koma í veg fyrir með aukinni samvinnu ríkra þjóða og fátækra. Standið við stóru orðin. Það er löngu orðið tímabært – og aldrei þarfara en nú.Bergsteinn Jónsson frkvstj. UNICEF á ÍslandiBjarni Gíslason frkvstj. Hjálparstarfs kirkjunnarErna Reynisdóttir frkvstj. Barnaheilla - Save the Children á ÍslandiFríður Birna Stefánsdóttir frkvstj. ABC barnahjálparInga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra Landsnefndar UN Women á ÍslandiKristín S. Hjálmtýsdóttir frkvstj. Rauða krossins á ÍslandiRagnar Gunnarsson frkvstj. KristniboðssambandsinsRagnar Schram frkvstj. SOS BarnaþorpaSelma Sif Ísfeld Óskarsdóttir formaður Alnæmisbarna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Um áratugaskeið hafa íslensk stjórnvöld stutt markmið Sameinuðu þjóðanna um að velmegunarríki verji sem samsvarar 0,7% af vergum þjóðartekjum til að styðja við fátæk og óstöðug ríki. Á síðasta ári vörðu íslensk stjórnvöld hins vegar 0,24% af vergum þjóðartekjum til málaflokksins og 0,23% árið 2014. Hæst var framlag Íslands 0,37% árið 2008. Markmið með þróunarsamvinnu Íslands er tvíþætt: Í fyrsta lagi að „styðja stjórnvöld í þróunarlöndum við að útrýma fátækt og hungri, stuðla að efnahags- og félagslegri þróun, þ.m.t. mannréttindum, menntun, bættu heilsufari, jafnrétti kynjanna og sjálfbærri þróun“ og í annan stað að „tryggja öryggi á alþjóðavettvangi, m.a. með því að stuðla að friði og gæta hans, vinna að uppbyggingu og veita mannúðar- og neyðaraðstoð.“ Það eru viðsjárverðir tímar. Átök geysa víða og af þeim sökum neyðist fólk jafnvel til að flýja heimili sín. Náttúruhamfarir, fátækt og skortur á menntun (einkum stúlkna) verða til þess að ástandið versnar. Ein afleiðing er aukinn fjöldi flóttafólks sem leitar til Evrópu og þar með talið Íslands. Er ekki kominn tími til að snúa vörn í sókn? Við undirrituð, sem erum í forsvari fyrir hjálpar- og mannúðarsamtök í alþjóðlegu hjálparstarfi, skorum á verðandi ríkisstjórn og nýkjörið Alþingi að verða við yfirlýstum vilja þings og þjóðar og hækka framlög Íslands til þróunarsamvinnu þannig við getum aðstoðað fólk á heimslóðum þess, greitt götu kynjajafnréttis og eflt menntun stúlkna og drengja sem er forsenda aukinnar velferðar og velmegunar. Enginn vill þurfa að flýja, hvorki heimili sitt né heimaland, og hvað þá að láta lífið vegna fátæktar, hungursneyðar eða hamfara sem má koma í veg fyrir með aukinni samvinnu ríkra þjóða og fátækra. Standið við stóru orðin. Það er löngu orðið tímabært – og aldrei þarfara en nú.Bergsteinn Jónsson frkvstj. UNICEF á ÍslandiBjarni Gíslason frkvstj. Hjálparstarfs kirkjunnarErna Reynisdóttir frkvstj. Barnaheilla - Save the Children á ÍslandiFríður Birna Stefánsdóttir frkvstj. ABC barnahjálparInga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra Landsnefndar UN Women á ÍslandiKristín S. Hjálmtýsdóttir frkvstj. Rauða krossins á ÍslandiRagnar Gunnarsson frkvstj. KristniboðssambandsinsRagnar Schram frkvstj. SOS BarnaþorpaSelma Sif Ísfeld Óskarsdóttir formaður Alnæmisbarna
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun