Boða til samstöðufundar við bandaríska sendiráðið vegna Trump Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. nóvember 2016 15:58 Boðað hefur verið til samstöðufundar vegna nýkjörins forseta Bandaríkjanna fyrir utan bandaríska sendiráðið klukkan hálf fimm síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm/Getty Boðað hefur verið til samstöðufundar vegna nýkjörins forseta Bandaríkjanna fyrir utan bandaríska sendiráðið klukkan hálf fimm síðdegis í dag. Ýmis félagasamtök hafa lýst yfir stuðningi við fundinn, meðal annars Akkeri, Samtökin 78, Trans Ísland og Tabú. Árdís Kristín Ingvarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði og stundakennari í Háskóla Íslands, er einn skipuleggjanda fundarins ásamt þeim Gëzim Haziri og Benjamín Julian. Gëzim hafði frumkvæði að skipulagningu viðburðarins, en hann kom sjálfur hingað til lands sem flóttamannabarn og hefur unnið að málefnum flóttafólks og innflytjenda.Arndís Kristín Ingvarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði og stundakennari í Háskóla Íslands.Mynd/ArndísÓttast endurvakningu á réttlætingu hatursorðræðuÁrdís segist hafa þungar áhyggjur af því ofbeldi sem hefur sprottið upp síðustu vikuna, en fréttir hafa borist af því að ofbeldi gegn minnihlutahópum hafi aukist í kjölfar kosninganna. „Ég upplifi það sem kennari uppi í háskóla að nemendur mínir í hinsegin samfélaginu voru mjög áhyggjufullir. Svo var ég að spjalla við fólk í Bandaríkjunum sem sagði mér frá því að þegar þau voru að fara inn á heilsugæslu í Maine, sem er talið frekar frjálslynt ríki. Þar voru sjúkrastofurnar yfirfullar af slösuðu svörtu fólki. Svo heyrði ég einnig í vinkonu minni sem er lesbía úti í Grikklandi og hún var að lýsa hvað hún hefði miklar áhyggjur af því að þetta væri að hafa áhrif þar líka. Að það verði endurvakning á réttlætingu á þessari orðræðu og hatursglæpum,“ segir Árdís í samtali við Vísi. „Þannig að þegar Gezim kallaði okkur til þá fannst mér þetta bara vera alveg rétt. Það sem við erum að gera er að leggja áherslu á samstöðu gegn ofbeldi.“ Árdís segir mikilvægt að senda þau skilaboð að ofbeldi muni ekki líðast. „Við búum í samfélagi sem leggur ofboðslega mikla áherslu á frið og gegn ofbeldi. Ég hef ekki mikla trú á því að það geti komið upp svipað ástand hér en mér finnst samt mikilvægt að senda þessi skilaboð, sérstaklega til barnanna ef þau eru að horfa. Ég var sjálf leikskólakennari í tuttugu ár, meðal annars þegar Íraksstríðið var og maður sá að börnin upplifðu það sem var að gerast annars staðar í gegnum sjónvarp og félagsmiðla. Það er líka mikiolvægt að við ræðum það við börnin okkar að þetta sé ekki í lagi.“ Á Facebook síðu viðburðarins er fólk hvatt til að mæta með rós sem tákn ástar á móti hatri og styrk á móti virðingaleysi. Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Boðað hefur verið til samstöðufundar vegna nýkjörins forseta Bandaríkjanna fyrir utan bandaríska sendiráðið klukkan hálf fimm síðdegis í dag. Ýmis félagasamtök hafa lýst yfir stuðningi við fundinn, meðal annars Akkeri, Samtökin 78, Trans Ísland og Tabú. Árdís Kristín Ingvarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði og stundakennari í Háskóla Íslands, er einn skipuleggjanda fundarins ásamt þeim Gëzim Haziri og Benjamín Julian. Gëzim hafði frumkvæði að skipulagningu viðburðarins, en hann kom sjálfur hingað til lands sem flóttamannabarn og hefur unnið að málefnum flóttafólks og innflytjenda.Arndís Kristín Ingvarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði og stundakennari í Háskóla Íslands.Mynd/ArndísÓttast endurvakningu á réttlætingu hatursorðræðuÁrdís segist hafa þungar áhyggjur af því ofbeldi sem hefur sprottið upp síðustu vikuna, en fréttir hafa borist af því að ofbeldi gegn minnihlutahópum hafi aukist í kjölfar kosninganna. „Ég upplifi það sem kennari uppi í háskóla að nemendur mínir í hinsegin samfélaginu voru mjög áhyggjufullir. Svo var ég að spjalla við fólk í Bandaríkjunum sem sagði mér frá því að þegar þau voru að fara inn á heilsugæslu í Maine, sem er talið frekar frjálslynt ríki. Þar voru sjúkrastofurnar yfirfullar af slösuðu svörtu fólki. Svo heyrði ég einnig í vinkonu minni sem er lesbía úti í Grikklandi og hún var að lýsa hvað hún hefði miklar áhyggjur af því að þetta væri að hafa áhrif þar líka. Að það verði endurvakning á réttlætingu á þessari orðræðu og hatursglæpum,“ segir Árdís í samtali við Vísi. „Þannig að þegar Gezim kallaði okkur til þá fannst mér þetta bara vera alveg rétt. Það sem við erum að gera er að leggja áherslu á samstöðu gegn ofbeldi.“ Árdís segir mikilvægt að senda þau skilaboð að ofbeldi muni ekki líðast. „Við búum í samfélagi sem leggur ofboðslega mikla áherslu á frið og gegn ofbeldi. Ég hef ekki mikla trú á því að það geti komið upp svipað ástand hér en mér finnst samt mikilvægt að senda þessi skilaboð, sérstaklega til barnanna ef þau eru að horfa. Ég var sjálf leikskólakennari í tuttugu ár, meðal annars þegar Íraksstríðið var og maður sá að börnin upplifðu það sem var að gerast annars staðar í gegnum sjónvarp og félagsmiðla. Það er líka mikiolvægt að við ræðum það við börnin okkar að þetta sé ekki í lagi.“ Á Facebook síðu viðburðarins er fólk hvatt til að mæta með rós sem tákn ástar á móti hatri og styrk á móti virðingaleysi.
Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira