Trump skerpir línurnar í ítarlegu viðtali Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2016 11:15 Donald og Melania Trump. Vísir/GETTY Donald Trump vill ekki að hluti kosningaloforða sinna verði tekið bókstaflega. Hann hafi í raun verið að hefja samningaviðræður með þeim. Trump mætti nýverið í viðtal við Lesley Stahl, úr 60 mínútum, en viðtalið var birt ytra í gærkvöldi. Um er að ræða fyrsta umfangsmikla viðtal Trump frá því að hann var kosinn til embættis forseta í síðustu viku.Viðtalið verður sýnt í heild sinni með íslenskum texta í opinni dagskrá klukkan 19:10 á Stöð 2 í kvöld. Dagskrá kvöldsins hliðrast aðeins af þeim sökum, útsendingu á Landnemunum og Bara Geðveik seinkar. Meðal þess sem Trump sagði var að hann ætlaði að í íhuga að skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka meinta glæpi Hillary Clinton. Hann vildi frekar einbeita sér að störfum og heilbrigðiskerfinu. Hann sagðist ekki ætla að beita sér gegn hjónaböndum samkynhneigðra. Hann sagði að Hæstiréttur væri búinn að fjalla um málið og hann sé sáttur við niðurstöðuna. Þá ítrekaði Trump að hann væri andsnúinn fóstureyðingum. Þá sagðist hann ætla að sameina Bandaríkjamenn að nýju og inntur eftir viðbrögðum við auknum tilkynningum um rasisma og hatursglæpi, sagðist Trump vera sorgmæddur yfir því. Hann leit beint í myndavélina og sagði: „Hættið því!“ Þar að auki sagði Trump að hann myndi ekki þiggja forsetalaunin. Samkvæmt lögum yrði hann reyndar að gera það og því myndi hann einungis þiggja einn dal. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að neðan.Trump viðurkenndi að hann hefði átt undarlegt kvöld þegar hann vann. Hann hafi áttað sig á því hvað þetta væru stórar fregnir og að líf hans yrði aldrei samt. „Ég hef gert stóra hluti áður, en þetta var ekkert eins og það. Þetta er svo gríðarlega stórt, þetta er frábært.“ Kjósendur Trump kölluðu ítrekað eftir því að Hillary Clinton yrði fangelsuð og hafði Trump lofað því að skipa sérstakan saksóknara til þess að rannsaka hana. Trump hefur nú dregið í land með það. Hann sagði ljóst að Hillary Clinton hefði „gert slæma hluti“ en hún og fjölskylda hennar væru gott fólk. Hins vegar myndi hann hugsa út í loforð sitt. „Ég vil ekki særa þau. Þau eru gott fólk og ég vil ekki særa þau. Ég mun gefa þér gott og afgerandi svar þegar ég mæti næst í 60 mínútur.“Mjög góður að byggja Trump lofaði því einnig að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Slíkt verk tæki langan tíma og myndi kosta töluvert af peningum. Hann sagðist opinn fyrir því að í stað veggs yrðu girðingar notaðar á sumum stöðum, eins og þingmenn hafa verið að stinga upp á. „Á sumum stöðum, en á öðrum er veggur meira við hæfi. Ég er mjög góður í þessu. Þetta kallast að byggja.“Stjórnmálamenn hafa brugðist fólkinu Trump sagði eina af ástæðum þess að hann hefði verið kosinn vera að stjórnmálamenn hefðu til lengri tíma verið að bregðast Bandaríkjamönnum. Störfum hafi ekki fjölgað nóg og að fólk sé mjög þreytt á langvarandi stríðum. „Við höfum eytt sex billjónum dollara (6.000.000.000.000) í Mið-Austurlöndum. Sex billjónum. Við hefðum getað endurbyggt landið okkar tvisvar sinnum. Ef þú skoðar vegina okkar, brýrnar okkar, göngin okkar og flugvelli. Þetta er orðið úrelt.“ Trump hefur ítrekað haldið því fram að hann sé ekki stjórnmálamaður og að hann muni breyta til í Washington. Hann hefur margsinnis sett verulega út á þrýstihópa og starfsmenn þeirra. Hins vegar hefur Trump nú þegar sett starfsmenn þrýstihópa í teymi sitt. Spurður hvernig hann ætlaði að hreinsa til með þeirra hjálp sagði Trump að annað væri ekki hægt. „Allir sem að vinna fyrir ríkið, fara síðar að vinna fyrir þrýstihópa.“ Hann sagði þá vera þá einu sem að þekktu kerfið að hreinsunin þyrfti að fara fram skref fyrir skref. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00 Dómsmálin elta Trump í Hvíta húsið Innan fárra vikna þarf Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, að mæta til réttarhalda í Kaliforníu vegna Trump-háskólans svonefnda, sem starfaði á árunum 2005 til 2010. 11. nóvember 2016 07:00 Obama og Trump funduðu í einn og hálfan tíma: „Við viljum að þeim líði eins og þau séu velkomin“ Þeir Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, sem mun taka við embættinu af Obama í janúar, hittust í fyrsta sinn á fundi í Hvíta húsinu nú síðdegis. 10. nóvember 2016 18:05 Trump lofar að sýna öllum sanngirni Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og heitir því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Hillary Clinton, sem tapaði þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði, vonast til þess að hann muni reynast vel en segir úrslitin sár 10. nóvember 2016 07:15 Heimakær Trump tregur til að flytja í Hvíta húsið Donald Trump vill verja sem mestum tíma í svítu sinni í Trump-turninum í New York þegar hann verður forseti. 13. nóvember 2016 16:53 Biðja Trump um að gleyma ekki Krímskaga og Aleppo Þjóðverjar segjast styðja aukin samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en forsetinn verðandi megi ekki gleyma aðgerðum Rússlands. 11. nóvember 2016 14:55 Þröng staða Demókrata: Í minnihluta víðast hvar og enginn augljós leiðtogi í sjónmáli Demókrataflokkurinn í Bandaríkjum er í sárum eftir úrslit þing- og forsetakosninganna þar í landi. 10. nóvember 2016 15:15 Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00 Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna 13. nóvember 2016 14:07 Trump segir atvinnumótmælendur hvatta af fjölmiðlum Óeirðir áttu sér stað á götum Portland í nótt. 11. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Donald Trump vill ekki að hluti kosningaloforða sinna verði tekið bókstaflega. Hann hafi í raun verið að hefja samningaviðræður með þeim. Trump mætti nýverið í viðtal við Lesley Stahl, úr 60 mínútum, en viðtalið var birt ytra í gærkvöldi. Um er að ræða fyrsta umfangsmikla viðtal Trump frá því að hann var kosinn til embættis forseta í síðustu viku.Viðtalið verður sýnt í heild sinni með íslenskum texta í opinni dagskrá klukkan 19:10 á Stöð 2 í kvöld. Dagskrá kvöldsins hliðrast aðeins af þeim sökum, útsendingu á Landnemunum og Bara Geðveik seinkar. Meðal þess sem Trump sagði var að hann ætlaði að í íhuga að skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka meinta glæpi Hillary Clinton. Hann vildi frekar einbeita sér að störfum og heilbrigðiskerfinu. Hann sagðist ekki ætla að beita sér gegn hjónaböndum samkynhneigðra. Hann sagði að Hæstiréttur væri búinn að fjalla um málið og hann sé sáttur við niðurstöðuna. Þá ítrekaði Trump að hann væri andsnúinn fóstureyðingum. Þá sagðist hann ætla að sameina Bandaríkjamenn að nýju og inntur eftir viðbrögðum við auknum tilkynningum um rasisma og hatursglæpi, sagðist Trump vera sorgmæddur yfir því. Hann leit beint í myndavélina og sagði: „Hættið því!“ Þar að auki sagði Trump að hann myndi ekki þiggja forsetalaunin. Samkvæmt lögum yrði hann reyndar að gera það og því myndi hann einungis þiggja einn dal. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að neðan.Trump viðurkenndi að hann hefði átt undarlegt kvöld þegar hann vann. Hann hafi áttað sig á því hvað þetta væru stórar fregnir og að líf hans yrði aldrei samt. „Ég hef gert stóra hluti áður, en þetta var ekkert eins og það. Þetta er svo gríðarlega stórt, þetta er frábært.“ Kjósendur Trump kölluðu ítrekað eftir því að Hillary Clinton yrði fangelsuð og hafði Trump lofað því að skipa sérstakan saksóknara til þess að rannsaka hana. Trump hefur nú dregið í land með það. Hann sagði ljóst að Hillary Clinton hefði „gert slæma hluti“ en hún og fjölskylda hennar væru gott fólk. Hins vegar myndi hann hugsa út í loforð sitt. „Ég vil ekki særa þau. Þau eru gott fólk og ég vil ekki særa þau. Ég mun gefa þér gott og afgerandi svar þegar ég mæti næst í 60 mínútur.“Mjög góður að byggja Trump lofaði því einnig að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Slíkt verk tæki langan tíma og myndi kosta töluvert af peningum. Hann sagðist opinn fyrir því að í stað veggs yrðu girðingar notaðar á sumum stöðum, eins og þingmenn hafa verið að stinga upp á. „Á sumum stöðum, en á öðrum er veggur meira við hæfi. Ég er mjög góður í þessu. Þetta kallast að byggja.“Stjórnmálamenn hafa brugðist fólkinu Trump sagði eina af ástæðum þess að hann hefði verið kosinn vera að stjórnmálamenn hefðu til lengri tíma verið að bregðast Bandaríkjamönnum. Störfum hafi ekki fjölgað nóg og að fólk sé mjög þreytt á langvarandi stríðum. „Við höfum eytt sex billjónum dollara (6.000.000.000.000) í Mið-Austurlöndum. Sex billjónum. Við hefðum getað endurbyggt landið okkar tvisvar sinnum. Ef þú skoðar vegina okkar, brýrnar okkar, göngin okkar og flugvelli. Þetta er orðið úrelt.“ Trump hefur ítrekað haldið því fram að hann sé ekki stjórnmálamaður og að hann muni breyta til í Washington. Hann hefur margsinnis sett verulega út á þrýstihópa og starfsmenn þeirra. Hins vegar hefur Trump nú þegar sett starfsmenn þrýstihópa í teymi sitt. Spurður hvernig hann ætlaði að hreinsa til með þeirra hjálp sagði Trump að annað væri ekki hægt. „Allir sem að vinna fyrir ríkið, fara síðar að vinna fyrir þrýstihópa.“ Hann sagði þá vera þá einu sem að þekktu kerfið að hreinsunin þyrfti að fara fram skref fyrir skref.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00 Dómsmálin elta Trump í Hvíta húsið Innan fárra vikna þarf Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, að mæta til réttarhalda í Kaliforníu vegna Trump-háskólans svonefnda, sem starfaði á árunum 2005 til 2010. 11. nóvember 2016 07:00 Obama og Trump funduðu í einn og hálfan tíma: „Við viljum að þeim líði eins og þau séu velkomin“ Þeir Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, sem mun taka við embættinu af Obama í janúar, hittust í fyrsta sinn á fundi í Hvíta húsinu nú síðdegis. 10. nóvember 2016 18:05 Trump lofar að sýna öllum sanngirni Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og heitir því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Hillary Clinton, sem tapaði þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði, vonast til þess að hann muni reynast vel en segir úrslitin sár 10. nóvember 2016 07:15 Heimakær Trump tregur til að flytja í Hvíta húsið Donald Trump vill verja sem mestum tíma í svítu sinni í Trump-turninum í New York þegar hann verður forseti. 13. nóvember 2016 16:53 Biðja Trump um að gleyma ekki Krímskaga og Aleppo Þjóðverjar segjast styðja aukin samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en forsetinn verðandi megi ekki gleyma aðgerðum Rússlands. 11. nóvember 2016 14:55 Þröng staða Demókrata: Í minnihluta víðast hvar og enginn augljós leiðtogi í sjónmáli Demókrataflokkurinn í Bandaríkjum er í sárum eftir úrslit þing- og forsetakosninganna þar í landi. 10. nóvember 2016 15:15 Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00 Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna 13. nóvember 2016 14:07 Trump segir atvinnumótmælendur hvatta af fjölmiðlum Óeirðir áttu sér stað á götum Portland í nótt. 11. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00
Dómsmálin elta Trump í Hvíta húsið Innan fárra vikna þarf Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, að mæta til réttarhalda í Kaliforníu vegna Trump-háskólans svonefnda, sem starfaði á árunum 2005 til 2010. 11. nóvember 2016 07:00
Obama og Trump funduðu í einn og hálfan tíma: „Við viljum að þeim líði eins og þau séu velkomin“ Þeir Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, sem mun taka við embættinu af Obama í janúar, hittust í fyrsta sinn á fundi í Hvíta húsinu nú síðdegis. 10. nóvember 2016 18:05
Trump lofar að sýna öllum sanngirni Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og heitir því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Hillary Clinton, sem tapaði þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði, vonast til þess að hann muni reynast vel en segir úrslitin sár 10. nóvember 2016 07:15
Heimakær Trump tregur til að flytja í Hvíta húsið Donald Trump vill verja sem mestum tíma í svítu sinni í Trump-turninum í New York þegar hann verður forseti. 13. nóvember 2016 16:53
Biðja Trump um að gleyma ekki Krímskaga og Aleppo Þjóðverjar segjast styðja aukin samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en forsetinn verðandi megi ekki gleyma aðgerðum Rússlands. 11. nóvember 2016 14:55
Þröng staða Demókrata: Í minnihluta víðast hvar og enginn augljós leiðtogi í sjónmáli Demókrataflokkurinn í Bandaríkjum er í sárum eftir úrslit þing- og forsetakosninganna þar í landi. 10. nóvember 2016 15:15
Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00
Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna 13. nóvember 2016 14:07
Trump segir atvinnumótmælendur hvatta af fjölmiðlum Óeirðir áttu sér stað á götum Portland í nótt. 11. nóvember 2016 08:00