Innlent

Aðeins tveir stærðfræðikennarar útskrifast í vor

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Fækkun raungreinakennara er áhyggjuefni.
Fækkun raungreinakennara er áhyggjuefni. nordicphotos/getty
Síðustu vikuna hefur verið fjallað um mikla fækkun kennaranema við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Þeim kennaranemum sem velja stærðfræði eða náttúruvísindi sem sérsvið hefur þó fækkað sérstaklega mikið.

Af þeim 490 nemendum sem eru í grunn- og meistaranámi við menntavísindasviðið í dag eru eingöngu 48 nemendur með stærðfræði sem kjörsvið og 36 með náttúrufræði.

Á næstu fimm árum munu því eingöngu útskrifast 84 stærðfræði- og náttúrufræðikennarar.

Ragnheiður Magnúsdóttir sem starfar í tæknigeiranum segir atvinnulífið kalla sérstaklega eftir tæknimenntuðu fókli með grunn úr raunvísindum og stærðfræði og því sé mikilvægt að snúa þessari þróun við. 

„Við erum í miðri iðnbyltingu, nýrri fjórðu iðnbyltingunni. Ef við förum ekki að hugsa út í það hvernig við ætlum að menntakerfinu okkar, þá lendum við í því að elta byltinguna í stað þess að vera með í henni og það er alltaf erfiðara að elta,” segir Ragnheiður.

Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs, segir fækkunina vissulega áhyggjuefni og því hafi verið farið í átak til að fjölga raungreinakennurum.

Átakið gengur ágætlega þótt árangurinn sé ekki kominn fyllilega í ljós. Ekki er vitað fyrir víst hvað veldur fækkun raungreinakennara.

„Ég get ekki fullyrt það en kannski eru þeir nemendur sem velja sér kennaranám ekki þeir sem hafa mest gaman af raungreinum,“ segir Jóhanna sem bendir einnig á að færst hafi í aukana að nemendur með BA eða BS gráður í öðrum fögum taki meistarapróf í kennslufræði. Það sé von að fleiri raungreinanemendur komi úr þeirri átt.


Tengdar fréttir

Aðsókn nýnema í kennaranám hrunin

Þrefalt færri skráðu sig í grunnskólakennaranám í haust en fyrir tíu árum og tvöfalt færri en fyrir fimm árum. Á sama tíma hætta þrefalt fleiri kennarar en hefja nám, segir Ágúst Tómasson í Vogaskóla. Leiðbeinendur komi i stað ken




Fleiri fréttir

Sjá meira


×