Borgarstjóra leið líkamlega illa út af kjöri Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 19:11 Dagur B. Eggertsson er strax farinn að sakna Obama. visir/arnþór Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra í Reykjavík, leið líkamlega illa eftir að hafa fengið fregnir af því að Donald Trump hefði verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í vikulegu fréttabréfi Dags þar sem hann segir um kjör Trump: „Ég verð hins vegar að viðurkenna að mér leið beinlínis líkamlega illa við þau tíðindi að Donald Trump hefði verið kosinn forseti Bandaríkjanna á þriðjudaginn var. Og það er ömurlegt að sjá dæmi um ofbeldi og rasisma í daglegu lífi Bandaríkjamanna sem farið hefur einsog bylgja um samfélagið í kjölfar kosninganna. Það er jafnframt fyllst ástæða til að hafa áhyggjur af framhaldinu varðandi loftslagsmál og fjölmargt fleira. Ég er strax farinn að sakna Obama.“ Dagur fer í fréttabréfinu svo yfir helstu verkefni sín í starfi síðastliðna viku og segir eitt af því skemmtilegasta hafa verið að opna nýjan búsetukjarna í Þorláksgeisla. Þá hafi líka verið nóg að gera hjá honum á íbúafundum með borgarbúum. „Á þriðjudaginn var íbúafundur um íþróttamál í Grafarholti og Úlfarsárdal í Ingunnarskóla. Ég hafði gert ráð fyrir að samningar við Fram um flutning félagsins í Úlfarsárdal hefðu náðst fyrir fundinn en svo var því miður ekki. Er ljóst að þolimæði foreldra og íbúa er á þrotum – og ég skil það mæta vel. Vil ég þakka íbúasamtökunum og barna- og unlingadeild Fram fyrir gott frumkvæði. Á miðvikudagskvöldið var íbúafundur á Kjalarnesi um Esjuna og umhverfið þar í kring. Íbúar hafa verulega fyrirvara við framkomna hugmynd um kláf á þeim stað og í því umfangi sem lagt hefur verið til. Var rík samstaða um að vanda næstu skref í málinu. Þriðji fundurinn var svo haldinn í gær, á Akureyri en bæjarráðið bauð mér norður til að ræða málefni Reykjavíkurflugvallar ásamt Jóni Karli framkvæmdastjóra innanlandssviðs Isavia og Eiríki Birni bæjarstjóra á Akureyri. Fundurinn í Hofi var vel sóttur og sendur út beint á N4. Umræðurnar voru prýðilegar, skotgrafahernaður í lágmarki og ég held að við öll höfum farið út af fundi nokkurs vísari um viðhorf hvors annars. Flugvallamálið er áratuga gamalt deilumál og mikil og góð gögn um valkostina í málinu liggja fyrir. Það sem stóð upp úr var sterk krafa um að fá niðurstöðu um framtíðina.“Fréttabréf borgarstjóra má sjá í heild sinni hér. Donald Trump Tengdar fréttir Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00 Biðja Trump um að gleyma ekki Krímskaga og Aleppo Þjóðverjar segjast styðja aukin samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en forsetinn verðandi megi ekki gleyma aðgerðum Rússlands. 11. nóvember 2016 14:55 Trump segir atvinnumótmælendur hvatta af fjölmiðlum Óeirðir áttu sér stað á götum Portland í nótt. 11. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra í Reykjavík, leið líkamlega illa eftir að hafa fengið fregnir af því að Donald Trump hefði verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í vikulegu fréttabréfi Dags þar sem hann segir um kjör Trump: „Ég verð hins vegar að viðurkenna að mér leið beinlínis líkamlega illa við þau tíðindi að Donald Trump hefði verið kosinn forseti Bandaríkjanna á þriðjudaginn var. Og það er ömurlegt að sjá dæmi um ofbeldi og rasisma í daglegu lífi Bandaríkjamanna sem farið hefur einsog bylgja um samfélagið í kjölfar kosninganna. Það er jafnframt fyllst ástæða til að hafa áhyggjur af framhaldinu varðandi loftslagsmál og fjölmargt fleira. Ég er strax farinn að sakna Obama.“ Dagur fer í fréttabréfinu svo yfir helstu verkefni sín í starfi síðastliðna viku og segir eitt af því skemmtilegasta hafa verið að opna nýjan búsetukjarna í Þorláksgeisla. Þá hafi líka verið nóg að gera hjá honum á íbúafundum með borgarbúum. „Á þriðjudaginn var íbúafundur um íþróttamál í Grafarholti og Úlfarsárdal í Ingunnarskóla. Ég hafði gert ráð fyrir að samningar við Fram um flutning félagsins í Úlfarsárdal hefðu náðst fyrir fundinn en svo var því miður ekki. Er ljóst að þolimæði foreldra og íbúa er á þrotum – og ég skil það mæta vel. Vil ég þakka íbúasamtökunum og barna- og unlingadeild Fram fyrir gott frumkvæði. Á miðvikudagskvöldið var íbúafundur á Kjalarnesi um Esjuna og umhverfið þar í kring. Íbúar hafa verulega fyrirvara við framkomna hugmynd um kláf á þeim stað og í því umfangi sem lagt hefur verið til. Var rík samstaða um að vanda næstu skref í málinu. Þriðji fundurinn var svo haldinn í gær, á Akureyri en bæjarráðið bauð mér norður til að ræða málefni Reykjavíkurflugvallar ásamt Jóni Karli framkvæmdastjóra innanlandssviðs Isavia og Eiríki Birni bæjarstjóra á Akureyri. Fundurinn í Hofi var vel sóttur og sendur út beint á N4. Umræðurnar voru prýðilegar, skotgrafahernaður í lágmarki og ég held að við öll höfum farið út af fundi nokkurs vísari um viðhorf hvors annars. Flugvallamálið er áratuga gamalt deilumál og mikil og góð gögn um valkostina í málinu liggja fyrir. Það sem stóð upp úr var sterk krafa um að fá niðurstöðu um framtíðina.“Fréttabréf borgarstjóra má sjá í heild sinni hér.
Donald Trump Tengdar fréttir Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00 Biðja Trump um að gleyma ekki Krímskaga og Aleppo Þjóðverjar segjast styðja aukin samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en forsetinn verðandi megi ekki gleyma aðgerðum Rússlands. 11. nóvember 2016 14:55 Trump segir atvinnumótmælendur hvatta af fjölmiðlum Óeirðir áttu sér stað á götum Portland í nótt. 11. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00
Biðja Trump um að gleyma ekki Krímskaga og Aleppo Þjóðverjar segjast styðja aukin samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en forsetinn verðandi megi ekki gleyma aðgerðum Rússlands. 11. nóvember 2016 14:55
Trump segir atvinnumótmælendur hvatta af fjölmiðlum Óeirðir áttu sér stað á götum Portland í nótt. 11. nóvember 2016 08:00