Borgarstjóra leið líkamlega illa út af kjöri Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 19:11 Dagur B. Eggertsson er strax farinn að sakna Obama. visir/arnþór Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra í Reykjavík, leið líkamlega illa eftir að hafa fengið fregnir af því að Donald Trump hefði verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í vikulegu fréttabréfi Dags þar sem hann segir um kjör Trump: „Ég verð hins vegar að viðurkenna að mér leið beinlínis líkamlega illa við þau tíðindi að Donald Trump hefði verið kosinn forseti Bandaríkjanna á þriðjudaginn var. Og það er ömurlegt að sjá dæmi um ofbeldi og rasisma í daglegu lífi Bandaríkjamanna sem farið hefur einsog bylgja um samfélagið í kjölfar kosninganna. Það er jafnframt fyllst ástæða til að hafa áhyggjur af framhaldinu varðandi loftslagsmál og fjölmargt fleira. Ég er strax farinn að sakna Obama.“ Dagur fer í fréttabréfinu svo yfir helstu verkefni sín í starfi síðastliðna viku og segir eitt af því skemmtilegasta hafa verið að opna nýjan búsetukjarna í Þorláksgeisla. Þá hafi líka verið nóg að gera hjá honum á íbúafundum með borgarbúum. „Á þriðjudaginn var íbúafundur um íþróttamál í Grafarholti og Úlfarsárdal í Ingunnarskóla. Ég hafði gert ráð fyrir að samningar við Fram um flutning félagsins í Úlfarsárdal hefðu náðst fyrir fundinn en svo var því miður ekki. Er ljóst að þolimæði foreldra og íbúa er á þrotum – og ég skil það mæta vel. Vil ég þakka íbúasamtökunum og barna- og unlingadeild Fram fyrir gott frumkvæði. Á miðvikudagskvöldið var íbúafundur á Kjalarnesi um Esjuna og umhverfið þar í kring. Íbúar hafa verulega fyrirvara við framkomna hugmynd um kláf á þeim stað og í því umfangi sem lagt hefur verið til. Var rík samstaða um að vanda næstu skref í málinu. Þriðji fundurinn var svo haldinn í gær, á Akureyri en bæjarráðið bauð mér norður til að ræða málefni Reykjavíkurflugvallar ásamt Jóni Karli framkvæmdastjóra innanlandssviðs Isavia og Eiríki Birni bæjarstjóra á Akureyri. Fundurinn í Hofi var vel sóttur og sendur út beint á N4. Umræðurnar voru prýðilegar, skotgrafahernaður í lágmarki og ég held að við öll höfum farið út af fundi nokkurs vísari um viðhorf hvors annars. Flugvallamálið er áratuga gamalt deilumál og mikil og góð gögn um valkostina í málinu liggja fyrir. Það sem stóð upp úr var sterk krafa um að fá niðurstöðu um framtíðina.“Fréttabréf borgarstjóra má sjá í heild sinni hér. Donald Trump Tengdar fréttir Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00 Biðja Trump um að gleyma ekki Krímskaga og Aleppo Þjóðverjar segjast styðja aukin samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en forsetinn verðandi megi ekki gleyma aðgerðum Rússlands. 11. nóvember 2016 14:55 Trump segir atvinnumótmælendur hvatta af fjölmiðlum Óeirðir áttu sér stað á götum Portland í nótt. 11. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra í Reykjavík, leið líkamlega illa eftir að hafa fengið fregnir af því að Donald Trump hefði verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í vikulegu fréttabréfi Dags þar sem hann segir um kjör Trump: „Ég verð hins vegar að viðurkenna að mér leið beinlínis líkamlega illa við þau tíðindi að Donald Trump hefði verið kosinn forseti Bandaríkjanna á þriðjudaginn var. Og það er ömurlegt að sjá dæmi um ofbeldi og rasisma í daglegu lífi Bandaríkjamanna sem farið hefur einsog bylgja um samfélagið í kjölfar kosninganna. Það er jafnframt fyllst ástæða til að hafa áhyggjur af framhaldinu varðandi loftslagsmál og fjölmargt fleira. Ég er strax farinn að sakna Obama.“ Dagur fer í fréttabréfinu svo yfir helstu verkefni sín í starfi síðastliðna viku og segir eitt af því skemmtilegasta hafa verið að opna nýjan búsetukjarna í Þorláksgeisla. Þá hafi líka verið nóg að gera hjá honum á íbúafundum með borgarbúum. „Á þriðjudaginn var íbúafundur um íþróttamál í Grafarholti og Úlfarsárdal í Ingunnarskóla. Ég hafði gert ráð fyrir að samningar við Fram um flutning félagsins í Úlfarsárdal hefðu náðst fyrir fundinn en svo var því miður ekki. Er ljóst að þolimæði foreldra og íbúa er á þrotum – og ég skil það mæta vel. Vil ég þakka íbúasamtökunum og barna- og unlingadeild Fram fyrir gott frumkvæði. Á miðvikudagskvöldið var íbúafundur á Kjalarnesi um Esjuna og umhverfið þar í kring. Íbúar hafa verulega fyrirvara við framkomna hugmynd um kláf á þeim stað og í því umfangi sem lagt hefur verið til. Var rík samstaða um að vanda næstu skref í málinu. Þriðji fundurinn var svo haldinn í gær, á Akureyri en bæjarráðið bauð mér norður til að ræða málefni Reykjavíkurflugvallar ásamt Jóni Karli framkvæmdastjóra innanlandssviðs Isavia og Eiríki Birni bæjarstjóra á Akureyri. Fundurinn í Hofi var vel sóttur og sendur út beint á N4. Umræðurnar voru prýðilegar, skotgrafahernaður í lágmarki og ég held að við öll höfum farið út af fundi nokkurs vísari um viðhorf hvors annars. Flugvallamálið er áratuga gamalt deilumál og mikil og góð gögn um valkostina í málinu liggja fyrir. Það sem stóð upp úr var sterk krafa um að fá niðurstöðu um framtíðina.“Fréttabréf borgarstjóra má sjá í heild sinni hér.
Donald Trump Tengdar fréttir Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00 Biðja Trump um að gleyma ekki Krímskaga og Aleppo Þjóðverjar segjast styðja aukin samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en forsetinn verðandi megi ekki gleyma aðgerðum Rússlands. 11. nóvember 2016 14:55 Trump segir atvinnumótmælendur hvatta af fjölmiðlum Óeirðir áttu sér stað á götum Portland í nótt. 11. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins. 11. nóvember 2016 07:00
Biðja Trump um að gleyma ekki Krímskaga og Aleppo Þjóðverjar segjast styðja aukin samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, en forsetinn verðandi megi ekki gleyma aðgerðum Rússlands. 11. nóvember 2016 14:55
Trump segir atvinnumótmælendur hvatta af fjölmiðlum Óeirðir áttu sér stað á götum Portland í nótt. 11. nóvember 2016 08:00