Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 84-66 | Litlu slátrararnir aftur á sigurbraut Aron Ingi Valtýsson í Keflavík skrifar 12. nóvember 2016 19:30 Thelma Dís Ágústsdóttir átti flottan leik. Vísir/Eyþór Í dag mættust tvö af Suðurnesjaliðinum, Keflavík og Grindavík í hörku leik þar sem Keflavík hafði betur, 84-66. Þetta er í annað skiptið sem þessi tvö lið mættust á leiktíðinni. Í fyrri leiknum höfðu gestirnir betur í Grindavík 65-89. Ungt lið Keflavíkur hefur komið skemmtilega á óvart þennan veturinn. Stelpurnar eru búnar að spila glimrandi vel og deila fyrsta sætinu með Snæfell. Velgengni Keflavíkurliðsins hefur skilað sér inn í landsliðið. Þær Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir, Birna Valgerður Benónýsdóttir og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir voru valdnar í 15 manna æfingarhóp fyrir síðustu 2 leiki liðsins í undankeppni EM 2017. Grindavík situr hinsvegar á botni deildarinnar með 4 stig. Það hefur lítið gengið upp hjá Grindavíkurstúlkum og búið að skipta um þjálfara. Í fyrsta leik hjá nýjum þjálfara, Bjarna Magnússyni sýndu stelpurnar sitt rétta andlit og unnu Njarðvík í 16. liða úrslitum Maltbikarsins. En töpuðu síðan næsta leik á móti Haukum. Keflavíkurstúlkur byrjuðu fyrsta leikhluta frábærlega og komust í 15-4. Gestirnir höfðu engan áhuga á að spila vörn og var ótrúlegt að fylgjast með spilamennsku heimastúlkna. Thelma Dís fór fyrir sínu liði og skoraði 14 stig. Keflavík var að spila frábæran körfubolta og vann fyrsta leikhluta með 14 stigum 28-14. Gestirnir virtust ætla sýna hvað í þeim bjó í öðrum leikhluta og staðan var orðin 28-20 eftir tvær mínútur. En ekki leið á löngu þangað til heimastúlkur voru aftur komnar með 13 stiga forskot. Birna kom sterk inná fyrir Keflavík og skilaði 7 stigum. Leikhlutinn enda með 14 stiga mun fyrir Keflavík 46-32. Í þriðja leikhluta var lítið um fína drætti. Bæði liðin voru að spila flotta vörn en hinsvegar var sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska hjá hvoru liði. Keflavíkurstúlkur héldu 12 stiga forystu eftir leikhlutan, 62-51. Sama var upp á teningnum í byrjun fjórða leikhluta. Um miðjan leikhluta skiptu gestirnir í svæðisvörn. Heimastúlkur voru í smá barsli fyrst en síðan heldu þær sama striki og sigldu sigrinum í höfn. Endaði leikurinn með 18 stiga sigri heimakvenna, 84-66.Keflavík-Grindavík 84-66 (28-14, 18-18, 17-19, 21-15)Keflavík: Dominique Hudson 30/8 fráköst/6 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 18, Birna Valgerður Benónýsdóttir 14/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7/10 fráköst, Erna Hákonardóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 2, Irena Sól Jónsdóttir 2.Grindavík: Ashley Grimes 20/10 fráköst/9 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 14, Petrúnella Skúladóttir 11/4 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 7, Ingunn Embla Kristínardóttir 4/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 3, Íris Sverrisdóttir 2, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 2.Af hverju vann Keflavík? Liðsheildin hjá Keflavík er búin að vera frábær þetta tímabilið og eru þær löngu búnar að gera öllum grein fyrir því að þær ætla sér að komast í úrslitakeppnina. Sverrir Þór Sverrisson hefur getað dreift álaginu vel á milli leikmanna og allar skila sínu. Í góðri liðsheild koma alltaf fram afburðar leikmenn og erum við búin að kynnast mörgum efnilegum leikmönnum á þessu leikitímabili sem eru að spila sína fyrstu leiki með meistaraflokki.Bestu menn vallarins: Thelma Dís kom ótrúlega sterk inn í leikinn og skoraði 14 stig í fyrsta leikhluta og kom heimastúlkum í forystuna sem þær héldu út allan leikinn. Hún endaði með 18 stig. Carmen Hudson fór einnig hamförum í leiknum og skilaði 30 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum. Ashley Grimes var akvæðamest hjá gestunum og skilaði flottum tölum í dag. Hún skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og var með 9 stoðsendingar.Hvað gekk illa? Hjá Grindavík var eins og engin vilji væri til staðar til að vinna leikinn. Það var engin stemning í hópum og þær voru frekar andlausar. Ekki vantar reynsluna eða getuna í liðið. Í varnaleiknum skiptu þær illa á skrínum og lítil sem engin hjálparvörn var til staðar.Tölfræði sem vakti athygli: Það vakti athygli í hálfleik að þrátt fyrir að Keflavík var með 14 stiga forystu höfðu þær ekki tekið eitt sóknarfrákast.Sverrir: Ætlum að nota fríð til að bæta okkur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með spilamennsku síns liðs. „Ég var mjög sáttur, frábær barátta, grimmd og ákefð. Liðið fylgdi planinu fyrir leik. Ég er svolítið sáttur,“ sagði Sverrir. Sverrir ætlar að nýta fríið vel og bæta ákveðna hluti í leik liðsins. „Það er langt frí framundan og við ætlum að nota það frí til að bæta hluti sem við viljum bæta. „Ég vona að einhverjar af mínum stelpur verði í 12 manna hópnum. Ég vona að það vanti nokkrar stelpur í æfingar hjá mér í fríinu,“ sagði Sverrir sem er ánægður með að sínar stelpur sem voru valdar í landsliðið.Bjarni: Náðum ekki að gera spennandi leik Bjarni Magnússon, þjálfari Grindavíkur, var ekki nógu ánægður með fyrsta leikhlutann hjá sínu liði. „Við byrjuðum hörmulega. Öll plön fór í vaskinn í fyrsta leikhluta,“ sagði Bjarni sem kvaðst þó geta tekið jákvæða punkta út úr leiknum. „Ég ætla að taka úr leiknum að við komum ákveðnar inn í annan leikhluta en náðum aldrei að minnka þetta nógu mikið til þess að gera þetta að spennandi leik. „Þannig er það þegar liðið er búið að tapa mikið af leikjum er liðið stundum fljótt að brotna og komu ekki nógu ákveðnar inn í leikinn. Við þurfum bara að vinna í því,“ sagði Bjarni.Thelma: Við erum allar búnar að stíga upp Thelma Dís Ágústsdóttir var frábær hjá Keflavík í dag og þakkaði varnarleiknum sigurinn. „Ég held að vörnin hafi skilað sigrinum í dag. Við spiluðum góða vörn og þær þurftu að taka erfið skot,“ sagði Thelma sátt þegar hún er að fara einbeita sér að landsliðsverkefni. Liðsheildin hjá ungu liði Keflavíkur skín í hverjum leik. „Þegar leikmenn fara þá þurfa aðrir að stíga upp og við erum allar búnar að gera það,“ sagði Thelma. Dominos-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Í dag mættust tvö af Suðurnesjaliðinum, Keflavík og Grindavík í hörku leik þar sem Keflavík hafði betur, 84-66. Þetta er í annað skiptið sem þessi tvö lið mættust á leiktíðinni. Í fyrri leiknum höfðu gestirnir betur í Grindavík 65-89. Ungt lið Keflavíkur hefur komið skemmtilega á óvart þennan veturinn. Stelpurnar eru búnar að spila glimrandi vel og deila fyrsta sætinu með Snæfell. Velgengni Keflavíkurliðsins hefur skilað sér inn í landsliðið. Þær Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir, Birna Valgerður Benónýsdóttir og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir voru valdnar í 15 manna æfingarhóp fyrir síðustu 2 leiki liðsins í undankeppni EM 2017. Grindavík situr hinsvegar á botni deildarinnar með 4 stig. Það hefur lítið gengið upp hjá Grindavíkurstúlkum og búið að skipta um þjálfara. Í fyrsta leik hjá nýjum þjálfara, Bjarna Magnússyni sýndu stelpurnar sitt rétta andlit og unnu Njarðvík í 16. liða úrslitum Maltbikarsins. En töpuðu síðan næsta leik á móti Haukum. Keflavíkurstúlkur byrjuðu fyrsta leikhluta frábærlega og komust í 15-4. Gestirnir höfðu engan áhuga á að spila vörn og var ótrúlegt að fylgjast með spilamennsku heimastúlkna. Thelma Dís fór fyrir sínu liði og skoraði 14 stig. Keflavík var að spila frábæran körfubolta og vann fyrsta leikhluta með 14 stigum 28-14. Gestirnir virtust ætla sýna hvað í þeim bjó í öðrum leikhluta og staðan var orðin 28-20 eftir tvær mínútur. En ekki leið á löngu þangað til heimastúlkur voru aftur komnar með 13 stiga forskot. Birna kom sterk inná fyrir Keflavík og skilaði 7 stigum. Leikhlutinn enda með 14 stiga mun fyrir Keflavík 46-32. Í þriðja leikhluta var lítið um fína drætti. Bæði liðin voru að spila flotta vörn en hinsvegar var sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska hjá hvoru liði. Keflavíkurstúlkur héldu 12 stiga forystu eftir leikhlutan, 62-51. Sama var upp á teningnum í byrjun fjórða leikhluta. Um miðjan leikhluta skiptu gestirnir í svæðisvörn. Heimastúlkur voru í smá barsli fyrst en síðan heldu þær sama striki og sigldu sigrinum í höfn. Endaði leikurinn með 18 stiga sigri heimakvenna, 84-66.Keflavík-Grindavík 84-66 (28-14, 18-18, 17-19, 21-15)Keflavík: Dominique Hudson 30/8 fráköst/6 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 18, Birna Valgerður Benónýsdóttir 14/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7/10 fráköst, Erna Hákonardóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 2, Irena Sól Jónsdóttir 2.Grindavík: Ashley Grimes 20/10 fráköst/9 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 14, Petrúnella Skúladóttir 11/4 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 7, Ingunn Embla Kristínardóttir 4/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 3, Íris Sverrisdóttir 2, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 2.Af hverju vann Keflavík? Liðsheildin hjá Keflavík er búin að vera frábær þetta tímabilið og eru þær löngu búnar að gera öllum grein fyrir því að þær ætla sér að komast í úrslitakeppnina. Sverrir Þór Sverrisson hefur getað dreift álaginu vel á milli leikmanna og allar skila sínu. Í góðri liðsheild koma alltaf fram afburðar leikmenn og erum við búin að kynnast mörgum efnilegum leikmönnum á þessu leikitímabili sem eru að spila sína fyrstu leiki með meistaraflokki.Bestu menn vallarins: Thelma Dís kom ótrúlega sterk inn í leikinn og skoraði 14 stig í fyrsta leikhluta og kom heimastúlkum í forystuna sem þær héldu út allan leikinn. Hún endaði með 18 stig. Carmen Hudson fór einnig hamförum í leiknum og skilaði 30 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum. Ashley Grimes var akvæðamest hjá gestunum og skilaði flottum tölum í dag. Hún skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og var með 9 stoðsendingar.Hvað gekk illa? Hjá Grindavík var eins og engin vilji væri til staðar til að vinna leikinn. Það var engin stemning í hópum og þær voru frekar andlausar. Ekki vantar reynsluna eða getuna í liðið. Í varnaleiknum skiptu þær illa á skrínum og lítil sem engin hjálparvörn var til staðar.Tölfræði sem vakti athygli: Það vakti athygli í hálfleik að þrátt fyrir að Keflavík var með 14 stiga forystu höfðu þær ekki tekið eitt sóknarfrákast.Sverrir: Ætlum að nota fríð til að bæta okkur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með spilamennsku síns liðs. „Ég var mjög sáttur, frábær barátta, grimmd og ákefð. Liðið fylgdi planinu fyrir leik. Ég er svolítið sáttur,“ sagði Sverrir. Sverrir ætlar að nýta fríið vel og bæta ákveðna hluti í leik liðsins. „Það er langt frí framundan og við ætlum að nota það frí til að bæta hluti sem við viljum bæta. „Ég vona að einhverjar af mínum stelpur verði í 12 manna hópnum. Ég vona að það vanti nokkrar stelpur í æfingar hjá mér í fríinu,“ sagði Sverrir sem er ánægður með að sínar stelpur sem voru valdar í landsliðið.Bjarni: Náðum ekki að gera spennandi leik Bjarni Magnússon, þjálfari Grindavíkur, var ekki nógu ánægður með fyrsta leikhlutann hjá sínu liði. „Við byrjuðum hörmulega. Öll plön fór í vaskinn í fyrsta leikhluta,“ sagði Bjarni sem kvaðst þó geta tekið jákvæða punkta út úr leiknum. „Ég ætla að taka úr leiknum að við komum ákveðnar inn í annan leikhluta en náðum aldrei að minnka þetta nógu mikið til þess að gera þetta að spennandi leik. „Þannig er það þegar liðið er búið að tapa mikið af leikjum er liðið stundum fljótt að brotna og komu ekki nógu ákveðnar inn í leikinn. Við þurfum bara að vinna í því,“ sagði Bjarni.Thelma: Við erum allar búnar að stíga upp Thelma Dís Ágústsdóttir var frábær hjá Keflavík í dag og þakkaði varnarleiknum sigurinn. „Ég held að vörnin hafi skilað sigrinum í dag. Við spiluðum góða vörn og þær þurftu að taka erfið skot,“ sagði Thelma sátt þegar hún er að fara einbeita sér að landsliðsverkefni. Liðsheildin hjá ungu liði Keflavíkur skín í hverjum leik. „Þegar leikmenn fara þá þurfa aðrir að stíga upp og við erum allar búnar að gera það,“ sagði Thelma.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum