Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Stjarnan 24-20 | Fyrsti sigur norðanmanna í 40 daga Ólafur Haukur Tómasson í íþróttahöllinni á Akureyri skrifar 10. nóvember 2016 20:30 Sverrir Jakobsson er á botninum með sína menn. vísir/eyþór Akureyri vann mikilvægan sigur á heimaveli gegn Stjörnunni í 10.umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 24-20 og fá því afar mikilvæg stig enda situr liðið á botni deildarinnar. Góð markvarsla og mikill baráttuandi var lykillinn að sigri heimamanna í kvöld. Heimamenn í Akureyri voru með yfirhönd í leiknum frá upphafi hans og virkuðu alltaf skrefinu á undan Stjörnunni. Það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleiknum og tókst Stjörnunni aðeins að skora fjögur mörk á fyrstu 24 mínútum leiksins, staðan í leikhlé var 11-7 heimamönnum í vil. Þökk sé Sveinbirni Péturssyni í marki Stjörnunnar þá náði Akureyri ekki að hrista þá af sér og Tomas Olason var sömuleiðis frábær í marki Akureyringa í fyrri hálfleik. Stjörnumenn mættu í seinni hálfleikinn af miklum krafti og náðu að saxa á forskot Akureyrar en þeir töku svo aftur yfir leikinn og héldu þægilegu forskoti út leikinn. Róbert Sigurðarson fékk beint rautt spjald hjá Akureyri um miðjan seinni hálfleik og þegar munurinn var þrjú mörk og rúmlega þrjár mínútur eftir voru Akureyri þremur mönnum færri en gestirnir náðu ekki að nýta sér það og klúðruðu nokkrum góðum færum undir lok leiksins. Tomas Olason varði sautján skot í markinu hjá Akureyri og þeir Mindaugas Dumcius og Kristján Orri Jóhannsson skoruðu sex mörk hvor fyrir heimamenn. Sveinbjörn Pétursson varði ellefu skot og þeir Starri Friðriksson og Ari Magnús Þorgeirsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Stjörnuna. Akureyri var aðeins að vinna sinn annan leik í vetur og eru nú komnir með fimm stig, þremur stigum á eftir Stjörnunni sem eru í öruggu sæti með átta stig.Ari: Héldum að þetta væri leikur sem gæti hjálpað okkur „Við vorum ekki að nýta færin okkar. Tomas var að verja einhverja tuttugu bolta eða eitthvað og mér fannst það aðallega ástæðan. Vörnin var að standa fínt en við vorum bara ekki að nýta færin okkar,“ sagði Ari Pétursson leikmaður Stjörnunnar eftir tapið gegn Akureyri í kvöld. Leikmenn Stjörnunnar voru að skjóta frekar illa á köflum, sérstaklega í fyrri hálfleik en þrátt fyrir að Stjörnumenn verði fúlir með leik sinn í dag telur Ari þá hafa staðið sig ágætlega á einu sviði en ekki tekist að láta það telja í kvöld, hann taldi sitt lið hafa skapað vel af fínum færum en gengið illa að klára þau. „Við erum þriðja neðsta liðið og erum ekki sáttir með það og við héldum að þetta gæti orðið leikurinn sem myndi hjálpa okkur að keyra þetta í gang,“ sagði Ari sem var að vonum ekki ánægður með úrslitin í kvöld og er Stjarnan nú komin nær botnbaráttunni eftir tap í mjög mikilvægum leik.Andri Snær: Ég fékk gæsahúð „Þetta er auðvitað afar kærkomin stig og þetta er rosalega gott fyrir liðið. Við erum mjög spenntir fyrir törninni sem er framundan og við mættum rosalega ákveðnir í dag, uppskárum eftir því og þetta er frábært veganesti í törnina sem er framundan,“ sagði Andri Snær Stefánsson, fyrirliði Akureyrar eftir sigur sinna manna í kvöld. Akureyri hefur gengið afar illa í vetur og aðeins unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli í þessum tíu leikjum sínum. Oft hefur ekki munað miklu í tapleikjum þeirra og er Andri ánægður með hugarfarið hjá sínum mönnum. „Mér fannst karakterinn sem við sýndum standa upp úr og við erum að sýna frábæran karakter. Það eru pínu mistök inn á milli sem skipta engu máli og við höldum bara áfram. Við höfum verið í svona leikjum áður sem við höfum misst niður og það var karakterinn sem skapaði sigurinn. Við höfðum þor og vorum bara alveg frábærir.“ Stemmingin sem Akureyri náði að mynda á vellinum náði að smitast vel í áhorfendur og stemmingin var afar góð og minnti á það sem hefur einkennt KA-heimilið í mörg ár. Það hefur verið langt síðan unnist hefur sigur heimaliðs á Akureyri og telur Andri að þetta sé bara upphafið. „Við erum búnir að fá alltof lítið úr þessum heimavelli. Við vorum allir frekar orkumiklir í dag og það skiptir bara ofboðslega miklu máli að það séu allir með í þessu. Við sýndum frábæra liðsheild sem skilaði sér yfir í fólkið. Það var æðislegt, ég fékk gæsahúð nokkrum sinnum og þetta er það sem koma skal í næstu leikjum,“ sagði Andri Snær kampakátur. Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Galychanka | Evrópuleikur hjá Haukum Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira
Akureyri vann mikilvægan sigur á heimaveli gegn Stjörnunni í 10.umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 24-20 og fá því afar mikilvæg stig enda situr liðið á botni deildarinnar. Góð markvarsla og mikill baráttuandi var lykillinn að sigri heimamanna í kvöld. Heimamenn í Akureyri voru með yfirhönd í leiknum frá upphafi hans og virkuðu alltaf skrefinu á undan Stjörnunni. Það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleiknum og tókst Stjörnunni aðeins að skora fjögur mörk á fyrstu 24 mínútum leiksins, staðan í leikhlé var 11-7 heimamönnum í vil. Þökk sé Sveinbirni Péturssyni í marki Stjörnunnar þá náði Akureyri ekki að hrista þá af sér og Tomas Olason var sömuleiðis frábær í marki Akureyringa í fyrri hálfleik. Stjörnumenn mættu í seinni hálfleikinn af miklum krafti og náðu að saxa á forskot Akureyrar en þeir töku svo aftur yfir leikinn og héldu þægilegu forskoti út leikinn. Róbert Sigurðarson fékk beint rautt spjald hjá Akureyri um miðjan seinni hálfleik og þegar munurinn var þrjú mörk og rúmlega þrjár mínútur eftir voru Akureyri þremur mönnum færri en gestirnir náðu ekki að nýta sér það og klúðruðu nokkrum góðum færum undir lok leiksins. Tomas Olason varði sautján skot í markinu hjá Akureyri og þeir Mindaugas Dumcius og Kristján Orri Jóhannsson skoruðu sex mörk hvor fyrir heimamenn. Sveinbjörn Pétursson varði ellefu skot og þeir Starri Friðriksson og Ari Magnús Þorgeirsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Stjörnuna. Akureyri var aðeins að vinna sinn annan leik í vetur og eru nú komnir með fimm stig, þremur stigum á eftir Stjörnunni sem eru í öruggu sæti með átta stig.Ari: Héldum að þetta væri leikur sem gæti hjálpað okkur „Við vorum ekki að nýta færin okkar. Tomas var að verja einhverja tuttugu bolta eða eitthvað og mér fannst það aðallega ástæðan. Vörnin var að standa fínt en við vorum bara ekki að nýta færin okkar,“ sagði Ari Pétursson leikmaður Stjörnunnar eftir tapið gegn Akureyri í kvöld. Leikmenn Stjörnunnar voru að skjóta frekar illa á köflum, sérstaklega í fyrri hálfleik en þrátt fyrir að Stjörnumenn verði fúlir með leik sinn í dag telur Ari þá hafa staðið sig ágætlega á einu sviði en ekki tekist að láta það telja í kvöld, hann taldi sitt lið hafa skapað vel af fínum færum en gengið illa að klára þau. „Við erum þriðja neðsta liðið og erum ekki sáttir með það og við héldum að þetta gæti orðið leikurinn sem myndi hjálpa okkur að keyra þetta í gang,“ sagði Ari sem var að vonum ekki ánægður með úrslitin í kvöld og er Stjarnan nú komin nær botnbaráttunni eftir tap í mjög mikilvægum leik.Andri Snær: Ég fékk gæsahúð „Þetta er auðvitað afar kærkomin stig og þetta er rosalega gott fyrir liðið. Við erum mjög spenntir fyrir törninni sem er framundan og við mættum rosalega ákveðnir í dag, uppskárum eftir því og þetta er frábært veganesti í törnina sem er framundan,“ sagði Andri Snær Stefánsson, fyrirliði Akureyrar eftir sigur sinna manna í kvöld. Akureyri hefur gengið afar illa í vetur og aðeins unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli í þessum tíu leikjum sínum. Oft hefur ekki munað miklu í tapleikjum þeirra og er Andri ánægður með hugarfarið hjá sínum mönnum. „Mér fannst karakterinn sem við sýndum standa upp úr og við erum að sýna frábæran karakter. Það eru pínu mistök inn á milli sem skipta engu máli og við höldum bara áfram. Við höfum verið í svona leikjum áður sem við höfum misst niður og það var karakterinn sem skapaði sigurinn. Við höfðum þor og vorum bara alveg frábærir.“ Stemmingin sem Akureyri náði að mynda á vellinum náði að smitast vel í áhorfendur og stemmingin var afar góð og minnti á það sem hefur einkennt KA-heimilið í mörg ár. Það hefur verið langt síðan unnist hefur sigur heimaliðs á Akureyri og telur Andri að þetta sé bara upphafið. „Við erum búnir að fá alltof lítið úr þessum heimavelli. Við vorum allir frekar orkumiklir í dag og það skiptir bara ofboðslega miklu máli að það séu allir með í þessu. Við sýndum frábæra liðsheild sem skilaði sér yfir í fólkið. Það var æðislegt, ég fékk gæsahúð nokkrum sinnum og þetta er það sem koma skal í næstu leikjum,“ sagði Andri Snær kampakátur.
Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Galychanka | Evrópuleikur hjá Haukum Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira