Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: "Þetta er versti sársauki sem ég hef fundið“

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Það er alls ekki útséð með að barnaverndaryfirvöld í Noregi fallist á tillögu Barnaverndarstofu um að íslenskur drengur, sem Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í gær að norsk yfirvöld ættu að fá afhendan, verði fóstraður hér á landi, segir lögmaður íslensku móðurinnar.

Elva Christina, móðir drengsins, segir það skelfilega tilfinningu að norsk barnaverndaryfirvöld geti krafist þess að fá drenginn sendan í fóstur til Noregs.

Sjá einnig: Reyna allt svo Eyjólfur verði ekki sendur burt

Elva, sem var í mikilli neyslu, hefur nú snúið við blaðinu. Hún segir málið hafa tekið gríðarlega á fjölskylduna. Elva var svipt forræði yfir syni sínum vegna grunsemda um vanrækslu af hennar hálfu. Til stóð að senda drenginn til norskrar fjölskyldu í fóstur. Amma drengsins, Helena, flúði til Íslands með drenginn í kjölfar þess úrskurðar.

Allt veltur nú á norskum yfirvöldum sem geta í krafti niðurstöðu Hæstaréttar frá því gær krafist þess að drengurinn verði sendur til Noregs í fóstur þann 4. desember næstkomandi. 

Ítarlegt viðtal og umfjöllun um málið verður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sem hefjast, að vanda, á slaginu 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×