Lagerbäck: Enginn Englendingur tók af skarið gegn Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2016 12:05 Lars Lagerbäck er hér hugsi á blaðamannafundi íslenska liðsins í Frakklandi í sumar. Vísir/Vilhelm Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er í löngu viðtali við breska dagblaðið Independent þar sem hann lýsir upplifun sinni af enska landsliðinu og leik þess gegn Íslandi. Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM í sumar. Leikurinn fór fram í Nice og vann Ísland ótrúlegan 2-1 sigur með mörkum Ragnars Sigurðssonar og Kolbeins Sigþórssonar. Englendingar hafa mikið fjallað um leikinn og hrun enska landsliðsins en eftir hann sagði Roy Hodgson starfi sínu lausu. Það fannst Lagerbäck leitt enda hafa þeir lengi þekkst. Þeir hafa þó ekki talað saman eftir leikinn.Ekki venjulegt enskt landslið Lagerbäck hefur aldrei tapað landsleik fyrir Englandi á ferlinum í alls sex viðureignum. En hann segir að liðið sem Ísland mætti í Nice í lok júní sé ólíkt öðrum enskum landsliðum sem Lagerbäck hefur mætt. „Andlega var þetta ekki venjulegt enskt landslið líkt og ég mætti áður fyrr,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu.Fögnuður Íslands var mikill en Englendingar grétu.vísir/getty„Við óttuðumst þá ekki. Liðið ógnaði ekki með löngum boltum og hlaupum líkt og áður fyrr,“ sagði hann og bendir enn fremur á að leikirnir gegn Englandi áður fyrr hafi einkennst af mikilli baráttu. En í sumar var það öðruvísi. „Englendingar litu út fyrir að vera mjög passívir. Ég tel að stór ástæða þess var að við spiluðum mjög vel og vörðumst líka mjög vel.“ „Eftir því sem leið á leikinn misstu leikmenn Englands einbeitingu og maður sé enga skýra hugmynd um hvað þeir vildu gera. Það jókst eftir að við skoruðum annað markið.“Engin leiðtogahæfni Hann segir að lið Englands samanstandi að stórum hluta af ungum og efnilegum leikmönnum sem skorti þó reynslu og þroska, sem og leiðtogahæfni. „Leikmenn eins og Dele Alli eru afar efnilegir. En þeir hafa ekki tekið út nægilegan þroska til að taka af skarið ef liðið þeirra er ekki að vinna leikinn.“ „Ég þekki ekki þessa leikmenn persónulega og er því að draga ályktanir en þannig leit það út. Það var enginn leikmaður í enska landsliðinu sem tók að sér leiðtogahlutverk eftir að við skoruðum seinna markið.“ Lagerbäck sagði að fyrir utan nokkur hálffæri í lok leiksins hafi Englendingar aldrei náð að ógna marki Íslands að verulegu ráði. Lagerbäck fer um víðan völl í viðtalinu og fjallar meðal annars um vandræði enska landsliðsins og fá tækifæri ungra enskra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er í löngu viðtali við breska dagblaðið Independent þar sem hann lýsir upplifun sinni af enska landsliðinu og leik þess gegn Íslandi. Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM í sumar. Leikurinn fór fram í Nice og vann Ísland ótrúlegan 2-1 sigur með mörkum Ragnars Sigurðssonar og Kolbeins Sigþórssonar. Englendingar hafa mikið fjallað um leikinn og hrun enska landsliðsins en eftir hann sagði Roy Hodgson starfi sínu lausu. Það fannst Lagerbäck leitt enda hafa þeir lengi þekkst. Þeir hafa þó ekki talað saman eftir leikinn.Ekki venjulegt enskt landslið Lagerbäck hefur aldrei tapað landsleik fyrir Englandi á ferlinum í alls sex viðureignum. En hann segir að liðið sem Ísland mætti í Nice í lok júní sé ólíkt öðrum enskum landsliðum sem Lagerbäck hefur mætt. „Andlega var þetta ekki venjulegt enskt landslið líkt og ég mætti áður fyrr,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu.Fögnuður Íslands var mikill en Englendingar grétu.vísir/getty„Við óttuðumst þá ekki. Liðið ógnaði ekki með löngum boltum og hlaupum líkt og áður fyrr,“ sagði hann og bendir enn fremur á að leikirnir gegn Englandi áður fyrr hafi einkennst af mikilli baráttu. En í sumar var það öðruvísi. „Englendingar litu út fyrir að vera mjög passívir. Ég tel að stór ástæða þess var að við spiluðum mjög vel og vörðumst líka mjög vel.“ „Eftir því sem leið á leikinn misstu leikmenn Englands einbeitingu og maður sé enga skýra hugmynd um hvað þeir vildu gera. Það jókst eftir að við skoruðum annað markið.“Engin leiðtogahæfni Hann segir að lið Englands samanstandi að stórum hluta af ungum og efnilegum leikmönnum sem skorti þó reynslu og þroska, sem og leiðtogahæfni. „Leikmenn eins og Dele Alli eru afar efnilegir. En þeir hafa ekki tekið út nægilegan þroska til að taka af skarið ef liðið þeirra er ekki að vinna leikinn.“ „Ég þekki ekki þessa leikmenn persónulega og er því að draga ályktanir en þannig leit það út. Það var enginn leikmaður í enska landsliðinu sem tók að sér leiðtogahlutverk eftir að við skoruðum seinna markið.“ Lagerbäck sagði að fyrir utan nokkur hálffæri í lok leiksins hafi Englendingar aldrei náð að ógna marki Íslands að verulegu ráði. Lagerbäck fer um víðan völl í viðtalinu og fjallar meðal annars um vandræði enska landsliðsins og fá tækifæri ungra enskra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Sjá meira