Bæði umhverfisvænt og hagkvæmt að halda hænur heima hjá sér Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. nóvember 2016 13:30 Sigurvin Jónsson og hænsnakofinn sem hann útbjó fyrir hænurnar sínar. Vísir/Sigurvin Jónsson. Það er ekki svo mikið mál að halda hænur heima hjá sér segir Sigurvin Jónsson, fyrrum hænsnahaldari. Hann var með hænur í garðinum hjá sér í fimm ár og eggjaframleiðslan var svo mikil að vinir og kunningjar nutu góðs af því. Í Kastljóss-þætti gærkvöldsins var blekkingarleikur Brúneggs ehf. sem framleiðir og selur egg undir vistvænum fána þrátt fyrir að hænur fyrirtækisins hafi búið við afar slæman kost afhjúpaður. Velta margir því ef til vill fyrir sér hvernig sé hægt að nálgast egg sem framleidd eru þar sem velferð dýranna er í hávegum höfð. Til eru ýmsar leiðir en ein af þeim er hreinlega að halda sínar eigin hænur en hver hæna getur gefið allt að 200 egg á ári, sé rétt haldið á spöðunum. „Þetta er mjög gaman og skemmtilegt fyrir krakkana,“ segir Sigurvin.Mynd/Sigurvin Jónsson Góður kofi lykilatriði Sigurvin, sem valinn var fyndnasti maður Íslands árið 2002 og kallar sig Fílinn, býr á Akureyri. Hann ákvað fyrir fimm árum að prófa að halda hænur í garðinum hjá sér. Hann byrjaði með nokkrar hænur og segir að það fyrsta sem þurfi að huga að sé að vera með góðan kofa. „Maður þarf að vera með sæmilegan kofa og það er talað um fjórar hænur á hvern fermetra,“ segir Sigurvin sem útbjó sinn kofa úr vörubrettum sem hann fyllti með ull og klæddi með krossviðarplötum. Því næst sé hægt að huga að því að koma með hænurnar heim. Sigurvin fékk hænurnar hjá kunningja sínum úr Svarfaðardal en meðal annars er hægt að kaupa hænur hjá Landnámshænunni. Hann segir að ekki hafi kostað mikið að fæða hænurnar. Hann hafi keypt 25 kílóa poka af fæði á um það bil þrjú þúsund krónur. Hver poki dugaði í mánuð en hænurnar borðuðu einnig matarafganga af heimili Sigurvins. „Alla matarafganga nema sítrusávexti og lauk,“ segir Sigurvin. „Þetta er mjög umhverfisvænt.“ Miklu meira en nóg af eggjum Hver hæna gefur að sögn Sigurvins um 200 egg á ári og þegar mest lét var hann með 14 hænur. Dugaði eggjaframleiðslan fyrir alla eggjaþörf Sigurvins og fjölskyldu og rúmlega það. „Ég lét vini og kunningja fá það sem er umfram það sem við þurftum að nota,“ segir Sigurvin sem reiknaði það út að miðað við fæðiskostnað og sparnað við eggjakaup væru hænurnar í raun að borga með sér. Sjá einnig: Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Veturnir geta verið harðir á Íslandi og því lét Sigurvin setja upp hitakerfi í sínum kofa til þess að halda hita á hænunum yfir veturinn. Hænurnar þurfa auðvitað sitt plás og því er þessi kostur, að halda hænur, sjálfur aðeins í boði fyrir þá sem hafa aðgang að garði. Kofinn hans Sigurvin var ansi veglegur.Mynd/Sigurvin Jónsson „Þú ert ekki með þetta á svölunum,“ segir Sigurvin. Hann segir að svo lengi sem að menn séu ekki að halda hana séu ekki mikil læti í hænunum og því ættu nágrannar að ekki að finna mikið fyrir hænunum. Mismunandi eftir sveitarfélögum hvaða leyfi þarf Í flestum sveitarfélögum þarf leyfi til þess að halda hænur en mismunandi skilyrði eru í gildi eftir sveitarfélögum. Á Akureyri, þar sem Sigurvin býr þarf búfjárleyfi sem hægt er að fá að uppfyltum ákveðnum skilyrðum. Í Reykjavík er leyfilegt að halda fjórar hænur, á Egilsstöðum er hænsnahald leyfilegt en sækja þarf um leyfi til þess hjá sveitarfélaginu, það sama má segja um Árborg en hægt er að kanna hjá hverju sveitarfélagi hvaða reglur eru í gildi um hænsnahald. Nánari upplýsingar og gagnleg ráð um hænsnahald má nálgast á vef Landnámshæna.Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss í gærkvöldi hefur þriggja ára gömul heimsókn í sænskt eggjabú verið grafin upp. Þar sýnir bóndi nokkur inn í framleiðslu sína en hann hélt á þeim tímapunkti um 25 þúsund hænur og var framleiðslan í kringum 22 þúsund egg á dag. Innslagið má sjá að neðan. Brúneggjamálið Landbúnaður Tengdar fréttir Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Það er ekki svo mikið mál að halda hænur heima hjá sér segir Sigurvin Jónsson, fyrrum hænsnahaldari. Hann var með hænur í garðinum hjá sér í fimm ár og eggjaframleiðslan var svo mikil að vinir og kunningjar nutu góðs af því. Í Kastljóss-þætti gærkvöldsins var blekkingarleikur Brúneggs ehf. sem framleiðir og selur egg undir vistvænum fána þrátt fyrir að hænur fyrirtækisins hafi búið við afar slæman kost afhjúpaður. Velta margir því ef til vill fyrir sér hvernig sé hægt að nálgast egg sem framleidd eru þar sem velferð dýranna er í hávegum höfð. Til eru ýmsar leiðir en ein af þeim er hreinlega að halda sínar eigin hænur en hver hæna getur gefið allt að 200 egg á ári, sé rétt haldið á spöðunum. „Þetta er mjög gaman og skemmtilegt fyrir krakkana,“ segir Sigurvin.Mynd/Sigurvin Jónsson Góður kofi lykilatriði Sigurvin, sem valinn var fyndnasti maður Íslands árið 2002 og kallar sig Fílinn, býr á Akureyri. Hann ákvað fyrir fimm árum að prófa að halda hænur í garðinum hjá sér. Hann byrjaði með nokkrar hænur og segir að það fyrsta sem þurfi að huga að sé að vera með góðan kofa. „Maður þarf að vera með sæmilegan kofa og það er talað um fjórar hænur á hvern fermetra,“ segir Sigurvin sem útbjó sinn kofa úr vörubrettum sem hann fyllti með ull og klæddi með krossviðarplötum. Því næst sé hægt að huga að því að koma með hænurnar heim. Sigurvin fékk hænurnar hjá kunningja sínum úr Svarfaðardal en meðal annars er hægt að kaupa hænur hjá Landnámshænunni. Hann segir að ekki hafi kostað mikið að fæða hænurnar. Hann hafi keypt 25 kílóa poka af fæði á um það bil þrjú þúsund krónur. Hver poki dugaði í mánuð en hænurnar borðuðu einnig matarafganga af heimili Sigurvins. „Alla matarafganga nema sítrusávexti og lauk,“ segir Sigurvin. „Þetta er mjög umhverfisvænt.“ Miklu meira en nóg af eggjum Hver hæna gefur að sögn Sigurvins um 200 egg á ári og þegar mest lét var hann með 14 hænur. Dugaði eggjaframleiðslan fyrir alla eggjaþörf Sigurvins og fjölskyldu og rúmlega það. „Ég lét vini og kunningja fá það sem er umfram það sem við þurftum að nota,“ segir Sigurvin sem reiknaði það út að miðað við fæðiskostnað og sparnað við eggjakaup væru hænurnar í raun að borga með sér. Sjá einnig: Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Veturnir geta verið harðir á Íslandi og því lét Sigurvin setja upp hitakerfi í sínum kofa til þess að halda hita á hænunum yfir veturinn. Hænurnar þurfa auðvitað sitt plás og því er þessi kostur, að halda hænur, sjálfur aðeins í boði fyrir þá sem hafa aðgang að garði. Kofinn hans Sigurvin var ansi veglegur.Mynd/Sigurvin Jónsson „Þú ert ekki með þetta á svölunum,“ segir Sigurvin. Hann segir að svo lengi sem að menn séu ekki að halda hana séu ekki mikil læti í hænunum og því ættu nágrannar að ekki að finna mikið fyrir hænunum. Mismunandi eftir sveitarfélögum hvaða leyfi þarf Í flestum sveitarfélögum þarf leyfi til þess að halda hænur en mismunandi skilyrði eru í gildi eftir sveitarfélögum. Á Akureyri, þar sem Sigurvin býr þarf búfjárleyfi sem hægt er að fá að uppfyltum ákveðnum skilyrðum. Í Reykjavík er leyfilegt að halda fjórar hænur, á Egilsstöðum er hænsnahald leyfilegt en sækja þarf um leyfi til þess hjá sveitarfélaginu, það sama má segja um Árborg en hægt er að kanna hjá hverju sveitarfélagi hvaða reglur eru í gildi um hænsnahald. Nánari upplýsingar og gagnleg ráð um hænsnahald má nálgast á vef Landnámshæna.Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss í gærkvöldi hefur þriggja ára gömul heimsókn í sænskt eggjabú verið grafin upp. Þar sýnir bóndi nokkur inn í framleiðslu sína en hann hélt á þeim tímapunkti um 25 þúsund hænur og var framleiðslan í kringum 22 þúsund egg á dag. Innslagið má sjá að neðan.
Brúneggjamálið Landbúnaður Tengdar fréttir Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22
Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09
Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28