Erlent

Frítt í lestarkerfi San Francisco eftir árás hakkara

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Algeng sjón í San Francisco.
Algeng sjón í San Francisco. Vísir/Getty
Farþegar sem ferðast með lestarkerfi San Francisco ferðuðust frítt um helgina eftir tölvuárás á um tvö þúsund tölvur innan kerfisins. BBC greinir frá.

Skjáir víðs vegar á lestarstöðvum borgarinnar sýndu skilaboð frá hökkurunum: „You Hacked, ALL Data Encrypted. Contact For Key(cryptom27@yandex.com)ID:681 ,Enter”.

Kröfðust hakkararnir þess að fá 100 einingar af rafræna gjaldmiðlinum Bitcoin í skiptum fyrir að aflæsa tölvunum, um átta milljónir króna.

Starfsmenn lestarkerfisins tóku þá ákvörðun að loka öllum miðavélum vegna árásarinnar og var því frítt í neðanjarðarlestir San Francisco þangað til að árásinni var afstýrt.

Árásin hafði engin áhrif á lestarferðirnar sjálfar en rannsókn málsins er hafin að sögn borgaryfirvalda.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×