Erlent

Ungur skáksnillingur féll til bana

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Yuri Yeliseyev er látinn eftir að hafa fallið niður af 12. hæð blokkar í Moskvu.
Yuri Yeliseyev er látinn eftir að hafa fallið niður af 12. hæð blokkar í Moskvu. Mynd/Skáksamband Rússlands.
Hinn tvítugi rússneski skáksnillingur Yuri Yeliseyev er látinn eftir að hafa fallið niður af 12. hæð blokkar í Moskvu. Félagi hans segir að hann hafi reynt að stökkva á milli svala en runnið og fallið til jarðar. BBC greinir frá.

Yeliseyev varð stórmeistari í skák aðeins 17 ára gamall og varð heimsmeistari unglinga í skák árið 2012. Hann vann opna Moskvumótið í skák á árinu og var í 42. sæti á lista yfir rússenska skákmeistara.

Stundaði hann parkour af miklum móð. Þeir sem það stunda stökkva á milli húsa, klifra yfir girðingar og ýmislegt fleira í nafni íþróttaiðkunar.

Þjálfari rússneska skákliðsins syrgði lát Yeliseyev og sagði hann hafa verið gríðarlega hæfan skákmann sem sárt verði saknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×