Enski boltinn

Ekki dýrara að sjá Gylfa á næsta tímabili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson undirbýr það að taka aukaspyrnuna sem hann skoraði úr á laugardaginn.
Gylfi Þór Sigurðsson undirbýr það að taka aukaspyrnuna sem hann skoraði úr á laugardaginn. Vísir/Getty
Swansea City gaf það út í morgun að félagið ætli ekki að hækka miðaverðið á leiki liðsins á næsta tímabili.

Swansea ætlar að frysta miðaverðið aftur alveg eins og það gerði á þessu tímabili.

Mikil umræða hefur verið um hækkandi miðaverð á leiki í  ensku úrvalsdeildinni en velska félagið er eitt af þeim félögum í ensku úrvalsdeildinni sem hafa þá stefnu að sem flestir eigi möguleika á að komast á leiki liðsins burt séð frá þjóðfélagstöðu eða efnahag.

Swansea er þó langt frá því að gefa miðana á heimaleiki sína þrátt fyrir að þeir hækki ekki.  Ódýrasti ársmiðinn mun eftir sem áður kosta 59 þúsund krónur fyrir fullorðinn.  

Frá 1. desember og til 1. mars verður hægt að endurnýja ársmiða sína en þeir kosta frá 419 pundum fyrir fullorðinn, frá 279 pundum fyrir aldraða og frá 69 pundum fyrir sextán ára og yngri.

Nú er bara von að Gylfi Þór Sigurðsson og félagar geti byggt ofan á sigurinn um helgina og haldið sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Liðið er enn í fallsæti en 5-4 endurkomusigurinn á Crystal Palace um helgina var algjörlega lífsnauðsynlegur fyrir liðið.

Gylfi skoraði fyrsta markið með skoti beint úr aukaspyrnu og öll hin fjögur mörkum komu síðan eftir eitraðar fyrirgjafir frá íslenska landsliðsmanninum þó að hann fengi bara stoðsendingu í einu markanna.

Sigurinn kom Swansea upp úr botnsætinu og þetta var líka fyrsti sigur liðsins undir stjórn bandaríska knattspyrnustjórans Bob Bradley.

Fyrir áhugasama þá má lesa allt um það hvernig þú ferð að því að verða ársmiðahafi hjá Swansea með því að smella hér.




Tengdar fréttir

Gylfi fær fullkomna einkunn hjá ESPN

Max Hicks, sem skrifar um enska úrvalsdeildarliðið Swansea City fyrir ESPN, gefur Gylfa Þór Sigurðssyni fullkomna einkunn fyrir frammistöðu hans í ótrúlegum 5-4 sigri Swansea á Crystal Palace í gær.

Gylfi ausinn lofi í breskum fjölmiðlum

Gylfi Þór Sigurðsson fær mikið lof í fjölmiðlum eftir frábæra frammistöðu í sigri Swansea gegn Crystal Palace í gær. Sigurinn var sá fyrsti undir stjórn Bob Bradley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×