Erlent

Stjórnarherinn nær lykilhverfi í Aleppo á sitt vald

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ástandið í Aleppo er ömurlegt.
Ástandið í Aleppo er ömurlegt. vísir/afp
Stjórnarher Sýrlands hefur náð lykilhverfi í austurhluta Aleppo á sitt vald eftir harða bardaga. Með því hefur stjórnarhernum tekist að skipta yfirráðarsvæði uppreisnarmanna í tvennt. BBC greinir frá.

Hart hefur hefur verið barist í og við Aleppo frá því í september þegar stjórnarherinn og aðrir bandamenn hófu sókn sína að borginni.

Borgin var eitt helsta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi og leggur stjórnarherinn mikla áherslu á að ná borginni aftur á sitt vald sem er sú önnur stærsta í Sýrlandi.

Þúsundir borgara flúðu undan átökunum um helgina sem er við það að falla í hendur stjórnarhersins. Talið er um 250 þúsund íbúa borgarinnar þurfi á neyðaraðstoð að halda vegna átakanna.


Tengdar fréttir

Enn ráðist á Aleppo úr lofti

Að minnsta kosti 25 fórust í loftárásum ríkisstjórnarhers Bashars al-Assad Sýrlandsforseta á borgina Aleppo í gær. Loftárásir hafa nú staðið yfir stanslaust í þrjá daga en uppreisnarmenn fara með völdin í borginni. Frá þessu greinir BBC.

Ekki sjálfsstjórn fyrir Aleppo

Tillaga frá Sameinuðu þjóðunum um að binda enda á átökin í Aleppo með því að borgin fái sjálfsstjórn hefur verið hafnað af sýrlensku stjórninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×