Hreyfing komin á fjármögnun raforkusæstrengs Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Breskum fjárfestum hefur orðið verulega ágengt í að útvega fjármögnun til þess að leggja sæstreng sem flytti raforku frá Íslandi til Bretlandseyja. Sæstrengurinn gæti útvegað orku til allt að tveggja milljóna breskra heimila. Raforkusæstrengur milli Íslands og Bretlandseyja er þróunarverkefni sem unnið hefur verið að í mörg ár. Raunverulegar viðræður við bresk stjórnvöld um möguleikann á sæstreng hófust hins vegar ekki fyrr en í kjölfar fundar forsætisráðherra landanna í október 2015. Bretar horfa hingað vegna fyrirsjáanlegs orkuskorts þar í landi. Um er að ræða eitt stærsta viðskiptatækifæri sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir í mörg ár. Orkuþörf sæstrengs frá Íslandi til Bretlands, verði hann að veruleika, verður að miklu leyti uppfyllt úr bættri nýtingu á núverandi kerfum. Gert er ráð fyrir að einungis komi 250 megawött úr hefðbundnum virkjanakostum. Það er ígildi innan við helmings Kárahnjúkavirkjunar. Þannig er ekki víst að ráðast þurfi í nýjar virkjanaframkvæmdir. Björgvin Skúli Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun sagði í Bítinu á Bylgjunni sl. sumar að aldrei yrði ráðist í lagningu raforkusæstrengs nema sátt væri um það í íslensku samfélagi. Ef það væri krafa almennings að leggja slíkan streng án nýrra virkjana á hálendinu þá væri vel hægt að gera það. Sky News greindi frá því í dag að Meridiam, alþjóðlegt eignastýringarfyrirtæki sem vinnur meðal annars að því að stækka La Guardia flugvöll í New York, hefði samþykkt að fjármagna sæstrengsverkefnið og verja til þess mörgum milljónum punda til að fjármagna þróunarkostnaðinn við verkefnið. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Landsvirkjun í dag til að fá upplýsingar um hvar verkefnið væri statt en þau fengust ekki fyrir fréttir. Starfsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar alltaf vísað til þess að það verði ákvörðun löggjafans og ríkisstjórnarinnar hvað verði gert í málinu. Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Breskum fjárfestum hefur orðið verulega ágengt í að útvega fjármögnun til þess að leggja sæstreng sem flytti raforku frá Íslandi til Bretlandseyja. Sæstrengurinn gæti útvegað orku til allt að tveggja milljóna breskra heimila. Raforkusæstrengur milli Íslands og Bretlandseyja er þróunarverkefni sem unnið hefur verið að í mörg ár. Raunverulegar viðræður við bresk stjórnvöld um möguleikann á sæstreng hófust hins vegar ekki fyrr en í kjölfar fundar forsætisráðherra landanna í október 2015. Bretar horfa hingað vegna fyrirsjáanlegs orkuskorts þar í landi. Um er að ræða eitt stærsta viðskiptatækifæri sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir í mörg ár. Orkuþörf sæstrengs frá Íslandi til Bretlands, verði hann að veruleika, verður að miklu leyti uppfyllt úr bættri nýtingu á núverandi kerfum. Gert er ráð fyrir að einungis komi 250 megawött úr hefðbundnum virkjanakostum. Það er ígildi innan við helmings Kárahnjúkavirkjunar. Þannig er ekki víst að ráðast þurfi í nýjar virkjanaframkvæmdir. Björgvin Skúli Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun sagði í Bítinu á Bylgjunni sl. sumar að aldrei yrði ráðist í lagningu raforkusæstrengs nema sátt væri um það í íslensku samfélagi. Ef það væri krafa almennings að leggja slíkan streng án nýrra virkjana á hálendinu þá væri vel hægt að gera það. Sky News greindi frá því í dag að Meridiam, alþjóðlegt eignastýringarfyrirtæki sem vinnur meðal annars að því að stækka La Guardia flugvöll í New York, hefði samþykkt að fjármagna sæstrengsverkefnið og verja til þess mörgum milljónum punda til að fjármagna þróunarkostnaðinn við verkefnið. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Landsvirkjun í dag til að fá upplýsingar um hvar verkefnið væri statt en þau fengust ekki fyrir fréttir. Starfsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar alltaf vísað til þess að það verði ákvörðun löggjafans og ríkisstjórnarinnar hvað verði gert í málinu.
Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira