Enski boltinn

Gylfi fær fullkomna einkunn hjá ESPN

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Max Hicks, sem skrifar um enska úrvalsdeildarliðið Swansea City fyrir ESPN, gefur Gylfa Þór Sigurðssyni fullkomna einkunn fyrir frammistöðu hans í ótrúlegum 5-4 sigri Swansea á Crystal Palace í gær.

Gylfi skoraði eitt mark, lagði annað upp og átti stóran þátt í hinum þremur. Hann er búinn að skora fjögur mörk og gefa fjórar stoðsendingar á þessu tímabili og hefur komið með beinum hætti að helmingi marka Swansea.

Gylfi fær tíu í einkunn hjá Hicks sem segir íslenska landsliðsmanninn hafa sýnt ótrúlega frammistöðu í leiknum.

Fernando Llorente, sem tryggði Swansea sigurinn með tveimur mörkum í uppbótartíma, fær næsthæstu einkunn, eða níu. Modou Barrow og Leroy Fer fá átta í einkunn. Þá fær Jefferson Montero góða umsögn þótt hann hafi ekki spilað nógu lengi til að fá einkunn.

Sigurinn í gær var sá fyrsti hjá Swansea undir stjórn Bandaríkjamannsins Bobs Bradley. Með sigrinum komst Swansea upp úr botnsætinu og liðið er nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti.

Næsti leikur Swansea er gegn Tottenham á laugardaginn eftir viku.


Tengdar fréttir

Gylfi ausinn lofi í breskum fjölmiðlum

Gylfi Þór Sigurðsson fær mikið lof í fjölmiðlum eftir frábæra frammistöðu í sigri Swansea gegn Crystal Palace í gær. Sigurinn var sá fyrsti undir stjórn Bob Bradley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×