Erlent

Ný ríkisstjórn í Danmörku

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Lars Løkke Rasmussen stækkar minnihlutastjórn sína en þarf áfram stuðning Danska þjóðarflokksins.
Lars Løkke Rasmussen stækkar minnihlutastjórn sína en þarf áfram stuðning Danska þjóðarflokksins. Nordicphotos/AFP
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur og leiðtogi Venstre-flokksins, kynnir í dag nýja ríkisstjórn sína.

Í henni sitja ráðherrar frá þremur hægriflokkum, Venstre, Frjálslynda bandalaginu og Íhaldsflokknum, en samanlagt eru þessir flokkar með 53 þingmenn af 179. Þeir þurfa áfram stuðning Danska þjóðarflokksins, sem í reynd hefur þar með neitunarvald þegar stjórnin leggur mál fram á þingi.

Nýja stjórnin tekur við af minnihlutastjórn Venstre, sem naut stuðnings Frjálslynda bandalagsins, Íhaldsflokksins og Danska þjóðarflokksins.

Stjórnarsáttmáli nýju stjórnarinnar var kynntur í gær. Þar kemur fram að eitt af helstu áherslumálum hennar verður að lækka skatt á hæstu tekjur.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×