Erlent

Svíar stöðvuðu vopnasmyglara

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Morðinginn var gripinn Svíþjóðarmegin við Eyrarsundsbrúna.
Morðinginn var gripinn Svíþjóðarmegin við Eyrarsundsbrúna. NORDICPHOTOS/GETTY
Bosníumaður, sem sænskir landamæraverðir stöðvuðu við Eyrarsundsbrúna í lok október, hefur verið ákærður fyrir smygl á vopnum og brot gegn útlendingalögum. Bosn­íumaðurinn var með tvo sjálfvirka riffla falda í leynilegu rými neðan á bíl sínum sem hann ferðaðist í ásamt eiginkonu og tveimur börnum.

Hinum ákærða hafði verið vísað frá Svíþjóð fyrir lífstíð eftir að hann hafði skotið mann til bana í Landskrona 2002.

Hinn ákærði og eiginkona hans viðurkenndu að hafa áður komið til Svíþjóðar þrátt fyrir bann við komu þangað.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×