Innlent

Svör lögreglu ófullnægjandi

Sveinn Arnarsson skrifar
Sveitastjórinn á Hvammstanga sendi fyrirspurn vegna málsins.
Sveitastjórinn á Hvammstanga sendi fyrirspurn vegna málsins. vísir/jón sigurður
Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir svör lögreglunnar á Norðurlandi vestra við fyrirspurn um störf lögreglunnar í umdæminu ekki fullnægjandi.

Staðsetning lögreglumanna í Húnavatnssýslum og í Skagafirði hefur verið gagnrýnd undanfarið eftir að maður lést í höfninni á Hvammstanga í sumar. Tók það lögreglu hálfa þriðju klukkustund að koma á vettvang. Lögreglumaðurinn á svæðinu var þá við skotæfingar á Sauðárkróki.

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, segir svörin ekki nægilega góð. „Við fengum svör við sumum spurningum okkar en ekki öllum. Ég mun taka þetta upp á næsta byggðaráðsfundi og óska frekari svara frá lögreglunni.“ 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×