Erlent

Danir fá nýja samsteypustjórn: Færri Danir þurfa að greiða hátekjuskatt

Atli Ísleifsson skrifar
Søren Pape Poulsen, Lars Løkke Rasmussen og Anders Samuelsen fyrr í dag.
Søren Pape Poulsen, Lars Løkke Rasmussen og Anders Samuelsen fyrr í dag. Mynd/Twittersíða Lars Løkke
Ný minnihlutastjórn mun taka við völdum í Danmörku á morgun en leiðtogar Vestre, Frjálslynda bandalagsins og Íhaldsflokksins kynntu nýjan stjórnarsáttmála nú síðdegis.

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra og formaður Venstre, segir að nýja ríkisstjórnin muni hvetja til aukinnar framleiðni í samfélaginu og draga úr efnahagslegum og félagslegum mun meðal Dana.

Unnið hefur verið að myndun nýs stjórnarsáttmála undanfarna daga eftir að Rasmussen bauð þeim Anders Samuelsen, formanni Frjálslynda bandalagsins, og Søren Pape Poulsen, formanni Íhaldsflokksins, til viðræðna þann 19. nóvember.

Forsætisráðherrann reyndi að bjarga ríkisstjórn sinni með því að bjóða flokkunum tveimur ráðherrastóla til að koma í veg fyrir að boðað yrði til nýrra kosninga. Nýja stjórnin verður þó áfram minnihlutastjórn og er háð því að Danski þjóðarflokkurinn verji hana vantrausti.

Ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar verða kynntir á morgun klukkan 10.

Frjálslynda bandalagið (Liberal Alliance) hefur lengi hótað því að sprengja ríkisstjórnina yrði hátekjuskattur í landinu ekki lækkaður um fimm prósentustig. Nú hefur samkomulag náðst um að færri Danir munu falla í þann flokk að þurfa að greiða hátekjuskatt.


Tengdar fréttir

Kynna nýjan stjórnarsáttmála í Danmörku

Danski forsætisráðherrann Lars Løkke Rasmussen og formenn Frjálslynda bandalagsins og Íhaldsflokksins hafa boðað til blaðamannafundar síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×