Erlent

55 hafa fallið í átökum í Úganda

Atli Ísleifsson skrifar
Yoweri Museveni, forseti Úganda.
Yoweri Museveni, forseti Úganda. Vísir/afp
Að minnsta kosti 55 hafa fallið í hörðum átökum úganskra öryggissveita og uppreisnarsveita í héraði sem liggur að Lýðveldinu Kongó síðustu daga.

AFP greinir frá því að sveitir stjórnarhersins hafi hafið sókn gegn uppreisnarhópnum eftir að fjórir úganskir lögreglumenn voru drepnir. Alls hafa fjórtán lögreglumenn og hermenn fallið í átökum síðustu tvo dagana og 41 uppreisnarmaður.

Spenna hefur lengi ríkt í samskiptum úganskra stjórnvalda og forsetans Yoweri Museveni annars vegar og uppreisnarmanna Charles Wesley Mumbere, leiðtoga Bakonzo ættbálksins, hins vegar.

Stuðningsmenn Mumbere vilja að héraðið Kasese, þar sem Mumbere nýtur mestra vinsælda, lýsi yfir sjálfstæði frá Úganda. Museveni hefur stýrt Úganda frá árinu 1986 og hefur aldrei notið mikillar lýðhylli meðal Bakonzo-fólksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×